Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 15. desember 2008 3 Hér gefur að líta nokkra skemmtilega jólamuni frá fyrri tíð en þeir fengust í versluninni Fríðu frænku og í Antíkhúsinu á Skólavörðustíg þar sem fortíðin er í algleym- ingi. Eflaust kannast sumir við eitthvað af því sem hér ber fyrir augu og hver veit nema skemmtileg minningabrot komi upp í hugann. hrefna@frettabladid.is Jólaskraut frá fyrri tíð Þessi ábúðarmikli kertaberi kemur frá Þýskalandi og er frá því um 1980. Nú er litla stúlkan með rauðu skott- húfuna til húsa í Fríðu frænku. Jólaskreytingar fyrri tíma voru margar hverjar heimagerðar og töluverð handavinna lögð í þær. Einnig voru fígúrurnar sumar stríðnis- legar og ekki fegurðin ein sem skipti máli. Margir kannast við þennan jólasvein en hann hefur átt sinn sess á mörg- um íslenskum heimilum þar sem hann ber sitt litla hátíðarljós. Fæst í Ant- íkhúsinu. Snjóþungur smíða- járnslampi frá Fríðu frænku, smíðaður hér á landi um 1940. Ýmsir munir úr tré eru einkennandi fyrir jólaskreytingar fyrri tíma og voru karakt- erarnir ekki endilega svipfagrir. Þessar stríðnislegu jólamýslur fást í Antíkhúsinu á Skólavörðustíg. VORU JESÚS & MARÍA MAGDALENA HJÓN? „... mikill fengur að þessari bók Þórhalls Heimissonar.“ JÓN Þ. ÞÓR, DV • Hver var María Magdalena? • Hvert var hlutverk hennar? • Hvernig var samband hennar við Jesú Krist? Þórhallur Heimisson veltir upp róttækum spurningum og býður þátttakendum í spennandi ferðalag aftur í aldir. Einstakt tækifæri til að kynnast einni merkustu konu sögunnar. Salka – Skipholt 50 c Örnámskeið í Sústanum, Iðu, Lækjargötu mánudaginn 15. desember klukkan 20.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.