Fréttablaðið - 17.12.2008, Page 47

Fréttablaðið - 17.12.2008, Page 47
MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2008 UMRÆÐAN Jón Fjörnir Thoroddsen skrifar um samfélags- ástandið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra á svaraði á fréttavef Vísis hinn 15. desember sl. spurn- ingum um félagið 7 hægri ehf. Félagið er m.a. í eigu hennar og eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar, fyrrverandi yfirmanns viðskiptabankaþjónustu hins greiðsluþrota Kaupþings og núverandi yfirmanns viðskipta- bankasviðs ríkisbankans „Nýja Kaupþings“. Þorgerður Katrín sagði að félagið fengi enga sér- meðferð og farið verði að lögum. Það er góðs viti að siðferðisvit- und ráðherrans sé á batavegi. Hún og eiginmaður hennar virð- ast einmitt hafa notið lánakjara við kaup á hlutabréfum í Kaup- þingi sem almennum viðskipta- vinum buðust alls ekki. Blaða- maður spurði Þorgerði Katrínu hver líkleg örlög eignarhaldsfé- lags þeirra hjóna yrði. Félags sem áður átti að markaðsvirði hundruð milljóna króna í hluta- bréfum í Kaupþingi. Mennta- málaráðherrann sagðist ekki vita það, spyrja þyrfti eiginmanninn að því. Af hjálpsemi get ég upplýst menntamálaráðherra Íslands um það sem flestir sparifjáreigend- ur vita að hlutabréfin í Kaup- þingi eru 0 krónu virði. Þannig að menntamálaráðherrann ætti auðveldlega að geta greint fjár- hagsstöðu umrædds félags. Flest fólk þekkir eða hefur a.m.k. hug- mynd um eignir og skuldir sínar. Á sama hátt og flest fólk veit hvar það á heima. Ég trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn velji ein- staklinga í forustusveit á kom- andi landsfundi sem veit a.m.k. hvar það á heima. Höfundur er hagfræðingur. Veit Þorgerð- ur hvar hún á heima? JÓN FJÖRNIR THORODDSEN Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.