Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 2
2 21. desember 2008 SUNNUDAGUR Auðunn, varstu í algjöri messi þegar þú hittir hann? „Ekki frá því að það verði smá þynnka, en ég lifi það af.“ Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður með meiru, var staddur í Barcelona á dögunum þar sem hann vinnur að sjónvarpsþætti um líf og starf íslenskra atvinnumanna í íþróttum. Á ferðum sínum hitti Auðunn undrabarnið Lionel Messi, leikmann Barcelona, og fór vel á með þeim félögum. MÓTMÆLI Um fimm hundruð manns komu saman á Austurvelli í gær þar sem mótmælt var ellefta laugardaginn í röð undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu. Sem fyrr voru kröfur mótmæl- enda þær að núverandi stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftir- litsins víki og boðað verði til kosninga. Fundarmenn sýndu samstöðu og mótmæltu með ellefu mínútna þögn en að því loknu hentu nokkrir mótmælendur skóm og snjó í Alþingishúsið auk þess sem púað var á Alþingi. - ovd Mótmæli á Austurvelli: Hentu skóm í Alþingishúsið SKÓNUM KASTAÐ Hugmyndin að skó- kastinu er líklega fengin úr fréttum af því þegar írakskur fréttamaður kastaði skóm sínum að George Bush Banda- ríkjaforseta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL Átján ára ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann ók bíl sínum í gegnum girðingu og inn í garð við Norður- götu á Akureyri í gærmorgun. Maðurinn flúði af vettvangi en skildi aðra númeraplötuna af bílnum eftir í garðinum. Lögregl- an var því fljót að hafa uppi á honum þar sem hann reyndist hafa ekið heim til sín. Þá reyndist maðurinn, sem var á bíl móður sinnar, hafa ekið á að minnsta kosti tvo bíla áður en hann ók inn í garðinn. Að sögn lögreglu var maðurinn undir áhrifum áfengis og lyfja en hann var yfirheyrður síðdegis í gær. - ovd Ölvaður á bíl móður sinnar: Númeraplatan varð eftir MENNING „Þetta gekk mjög vel. Mjög gaman og frábær lífsreynsla,“ sagði Baldvin Oddsson, fjórtán ára trompetleikari, eftir að hafa spilað einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær. Ekki á Baldvin langt að sækja hæfileika sína á tónlistarsviðinu því faðir hans, Oddur Björnsson, er básúnuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Afi hans, Björn R. Einarsson, var einnig básúnuleikari við hljómsveitina á árum áður. Enginn þrýstingur kemur frá þeim að verða tónlistarmaður í framtíð- inni, segir Baldvin. „Þetta er undir mér komið og þeir styðja mig í öllu sem ég ákveð að gera,“ segir hann. Trompetinn tekur mestan frítíma Baldvins en hann hefur einnig gaman af fótbolta og er stuðnings- maður Liverpool auk þess að vera áhugamaður um flugvélar. Hann segir jafnvel koma til greina að læra flugmanninn, en þó eigi trompetleikurinn hug hans allan þessa stundina. Spurður um framtíðina segist hann sjá fyrir sér að fara út til Bandaríkjanna í trompetnám. „Draumurinn er síðan New York-fílharmóníu- hljómsveitin,“ segir Baldvin sem stefnir hátt. Árlegir jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru í gær. Baldvin lék trompetkonsert eftir Giuseppe Tartini og skólakór Kársnesskóla söng nokkur vel valin jólalög. - vsp Nýfermdur trompetleikari spilaði einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær: Þriðju kynslóðar lúðraþeytir SJALDAN FELLUR EPLIÐ … Þrjár kynslóðir tónlistarmanna samankomnar. Björn R. Einarsson, Baldvin Oddsson og Oddur Björnsson eftir tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Menntamálaráðherra segist hafa fullan skilning á þeim erfiðleikum sem Háskóli Íslands stendur frammi fyrir í ljósi þess að 1.630 nemendur bætast nú í hópinn, um leið og fjárframlög hafa verið minnkuð um tíu prósent frá því sem áætlað var. Rektor skólans hefur orðað það svo að skólinn sé í „verulega alvarlegri klemmu“. „Ég hef haldið þeim sjónarmið- um á lofti við rík- isstjórnarborðið að það eigi að hafa svigrúmið eins mikið og hægt er í þágu menntunar. En kröfurnar eru þess eðlis að við þurfum jafnvel að skera ennþá meira niður á næsta ári. Svigrúmið núna er jafn- vel meira en það verður 2009,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir. Það sé hins vegar mikill mis- skilningur að framlög til HÍ hafi verið skorin niður um milljarð. Verið sé að fresta framlagi upp á 655 milljónir vegna rannsóknar- samnings við skólann. „Þetta er minna en miðað við fjárlagafrumvarpið 2009 en heild- arframlög til menntamála eru samt 10 prósent meiri 2009 en 2008. Þannig að við erum að bremsa okkur af.“ Þorgerður kveður svigrúm háskólans hafa aukist mikið á síð- ustu árum. „En síðan verð ég að segja að miðað við þessa miklu aðsókn þurfum við að skoða þetta þegar komið er nýtt ár. En eins og staðan er núna eru ekki til fjár- heimildir fyrir meiru.“ En hvernig á HÍ að bregðast við fleiri nemum á sama tíma og fram- lögum er frestað? „Háskólinn verður að gera það sem hann getur til að taka inn þessa nema, það er það sem við erum að vonast til í ljósi þess að fjárheimildir til hans hafa aukist mjög mikið á síðustu árum.“ Rektor HÍ sagði í blaðinu í gær að annaðhvort þurfi að segja nei við umsækjendur eða taka áhættu á að aukinn fjöldi bitni á gæðum námsins. Ekki komi til greina að minnka gæðakröfur. „Mér finnst það mjög skrítið ef þeir [í HÍ] ætla ekki að þjappa eins og aðrir. Sveitarfélögin eru líka að reyna að forgangsraða, til dæmis með því að fjölga í bekkjum,“ segir Þorgerður: „Þetta er mjög erfitt ástand, það er kreppa. En það koma inn, að mér skilst, milli annarrar og þriðju umræðu fjárlaga 212 millj- ónir, sem eru verðlagsuppfærslur þannig að það getur verið að þetta verði ekki eins sársaukafullt.“ Þetta hafi ekki komið fram við umræður á þinginu. klemens@frettabladid.is Fé til menntamála gæti minnkað 2009 Menntamálaráðherra segir „kröfurnar þess eðlis að við þurfum jafnvel að skera ennþá meira niður á næsta ári.“ En einnig að skoða þurfi framlög í ljósi mikill- ar aðsóknar. HÍ fái líklega 212 milljónir til viðbótar í verðlagsuppfærslur. HÁSKÓLATORGIÐ Svo getur farið að um 1.630 manns til viðbótar berjist um laus sæti við þetta torg eftir áramót. En alls óvíst er hvort fleiri stólar verði keyptir til að mæta fjöldanum. Skólamönnum til hughreystingar mun vera von á 212 milljónum í verðlagsuppfærslur, sem ekki var rætt um við fjárlagagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR SIMBABVE, AP Robert Mugabe, forseti Simbabve sagði í gær að flokksfélagar hans í Zanu-Pf ættu að byrja að undirbúa snemmbún- ar forsetakosningar og að þeir ættu að safna liði til að tap kosninganna í mars síðastliðnum endurtæki sig ekki. Ummælin lét Mugabe falla í lok tveggja daga flokksfundar þar sem hann sagði um 5 þúsund flokksfélögum að til nýrra kosninga yrði boðað ef samráðs- stjórnin félli. Mugabe varð í öðru sæti í forsetakosningum sem fram fóru í mars. Tsvangirai, sem sigraði í kosningunum dró framboð sitt til baka í annarri umferð kosning- anna þar sem hann sagði stjórn- völd styðja ofbeldi sem stuðn- ingsmenn hans voru beittir. - ovd Samráðsstjórnin að falla: Auknar líkur á kosningum HANS EIGN Forsetinn ávarpaði fundar- menn, sagðist eiga Simbabve og hét því að láta aldrei undan þrýstingi um að segja af sér. NORDICPHOTOS/AFP DÝRAHALD „Þetta er átjánda starfs- árið okkar og ég man ekki eftir öðru eins,“ segir Sigríður Heið- berg í Kattholti um mikinn áhuga fólks á því að taka að sér ketti Kattholts. „Það læðist að mér grunur um að kreppan hafi áhrif á aukinn áhuga fólks á köttum,“ segir Sig- ríður. Hún segir gæludýr hafa góð áhrif á fólk. „Maður hefur fundið fyrir miklum hraða í þjóð- félaginu á undanförnum árum en það er enginn vafi að dýrin gera mikið fyrir þann sem líður illa,“ segir Sigríður. Hún segir aldrei færri en 70 ketti dvelja í Kattholti svo nóg sé til fyrir þá sem vanti ketti. Öll dýr, sem aldur hafi til, séu tekin úr sambandi, hreinsuð og örmerkt en það sé meðal annars gert til að halda nákvæma skrá yfir ketti sem koma í Kattholt. „Fólk er búið að vera út og suður en ætli það sé ekki einhver lending núna. Það er farið að hægja á og fólk fer að horfa á það sem skiptir máli,“ segir Sigríður. - ovd Sífellt fleiri fjölskyldur sækja sér umkomulausa ketti í Kattholt: Aldrei meiri áhugi á köttum KATTHOLT Sigríður Heiðberg með einn af vinum sínum í Kattholti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nauðgara enn leitað Lögreglan leitar enn að Robert Dariuz Sobiecki, sem dæmdur var í hæsta- rétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á salerni á Hótel Sögu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1100. LÖGREGLUFRÉTTIR Leit að göngumönnum Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í gærkvöldi að tveimur göngumönnum sem villst höfðu á Skarðsheiði. Annar mann- anna fannst ómeiddur um klukkan 21 en hinn var enn ófundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.