Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 50
26 21. desember 2008 SUNNUDAGUR „Í dag gefst fólki í fyrsta skipti tæki- færi á að fá friðarlogann heim til sín,“ segir Erling Jóhannesson, skáti í sér- verkefnum, sem stýrir því verkefni skátahreyfingarinnar að færa friðar- logann inn á heimilin. Saga logans er löng en hann er kveikt- ur af lifandi ljósi sem logar í fæðingar- kirkju Krists í Betlehem. Hvað hann hefur logað þar lengi er ekki vitað en elstu heimildir þar sem hans er getið eru frá tímum krossfaranna rétt eftir árið 1000 e. Kr. „Árið 1986 sendi útvarpsstöð í Aust- urríki ungan skáta af stað að sækja ljósið til Betlehem og tendra það í Aust- urríki. Þaðan hefur sá siður að tendra hann í kirkjum síðan dreifst í gegnum skátahreyfinguna um allan heim. Log- inn kom hingað til lands árið 2001.“ Loganum hefur því í sjö ár verið dreift í kirkjur víða um land hér á Ís- landi á aðventunni. Árið um kring er loginn í varðveislu nunnanna í Sankti Jósefsspítala þar sem þess er gætt að hann slokkni ekki. Í dag verður hægt að fá ljósið í flestum kirkjum lands- ins og svo við inngang Smáralindar og Kringlunnar í Reykjavík. „Fólk kemur þá með lugtir eða úti- kerti með sér sem hægt er að byrgja og færir logann heim. Það er enginn skaði skeður þótt loginn slokkni hjá hverjum og einum, þá er bara hægt að koma og sækja sér hann aftur. Fólk getur klippt ofan af kókdollu og sett kerti í botninn svo ég rifji upp gömul skátaráð. Þannig er hægt að bera log- ann heim og færa hann þar á öruggt eldfæri eins og olíulampa.“ Erling segir þá hugmynd að færa fólki friðarlogann heim löngu orðna tímabæra. Ef ekki núna þá hvenær? Hann segir þetta litla jólagjöf frá skátahreyfingunni og gaman að vera milliliður í slíku verkefni. „Allir kveikja á kertum yfir jólin og fólk hefur hvert sinn háttinn á. En um leið og þú kveikir á kerti með ein- hverri athöfn eða hugleiðingu þá set- urðu það í stærra samhengi en það sem við erum öll að upplifa þessa dag- ana. Þetta ljós er orðið langlíft og hefur lifað mörg stríð og stærri hörmungar en við erum að horfa upp á núna.“ Nánar má fræðast um friðarlogann á www.fridarloginn.is. heida@frettabladid.is SKÁTAHREYFINGIN: FÆRIR FRIÐARLOGANN TIL HEIMILANNA Ljós sem lifað hefur mörg stríð JÓLAGJÖF FRÁ SKÁTUM Erling Jóhannesson heldur utan um það verkefni skátahreyfingarinnar að færa fólki friðarlogann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Ólöf Guðmundsdóttir (Lóa) Sóltúni 2, áður Gullteig 29, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 9. desember. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns Jarðarförin hefur farið fram. Heiður Sæmundsdóttir Sixten Holmberg Fríður Hlín Sæmundsdóttir Hávarður Emilsson Friðjón Sæmundsson Kristín Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og velvilja við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, Gunnars Matthíassonar Grenimel 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Karitas - hjúkrunar- þjónustu fyrir frábæran stuðning og aðstoð. Theodóra Ólafsdóttir Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir Elín Kristín Gunnarsdóttir Dóra Björk Guðjónsdóttir Þorvaldur Hrafn Ingvason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður Jónasdóttir frá Flateyri, áður Ásvallagötu 49, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudag- inn 22. desember klukkan 15.00. Jarðsett verður í Flateyrarkirkjugarði þann 27. desember. Helgi Sv. Sigurðsson María Sigurðardóttir Böðvar Gíslason Gísli Árni Böðvarsson Hekla Guðrún Böðvarsdóttir Harpa Þuríður Böðvarsdóttir Torfi Hjörvar Björnsson Sigrún Perla Böðvarsdóttir Olav Veigar Davíðsson Sigurður Björn Torfason Baldur Böðvar Torfason Gullbrúðkaup Hjónin Ástvaldur Kristmundsson og Ellen Júlía Sveinsdóttir, til heimilis að Berjarima 8 Reykjavík, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í dag, 21. desember. Kristín Sigríður Halldórsdóttir Kæru vinir og vandamenn. Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka ykkur fyrir allan þann stuðning og umhyggju sem þið sýnduð Kristínu dóttur okkar. Einnig viljum við þakka allan þann hlýhug og vináttu sem þið sýnd- uð okkur á erfiðum tímum. Innilegar kveðjur, Hanne Hintze Halldór Sigurðsson og fjölskylda. timamot@frettabladid.is Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Hólmfríður Helgadóttir Auðbrekku, Hörgárdal, lést á sjúkrahúsi Akureyrar 18. desember, útförin verður að Möðruvöllum í Hörgárdal laugar- daginn 27. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Bernharð Arnarson Þórdís Þórisdóttir Bergvin Þórir, Anna Ágústa, Ísak Óli og Karin Telma Bernharðsbörn Helgi Sigurjónsson Sigríður Ketilsdóttir og systkini hinnar látnu. Fyrirrennari Ölfusárbrúar sem nú stend- ur eyðilagðist árið 1944. Óhappið varð þegar mjólkurbíll með annan í togi ók út á brúna en vegna þunga bílanna slitnaði strengur í brúnni. Bílarnir enduðu báðir í ánni en mannbjörg varð. Smíði þeirrar brúar hófst árið 1891 og var hún vígð sama ár. Tryggvi Gunnars- son og Vaughan & Dymond gerðu tilboð í verkið sem hljóðaði upp á 66.000 krónur. Vinnan við brúna gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en í upphafi verks drukknaði maður sem fór út á ána á efnispramma sem hvolfdi. Einnig kom í ljós þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir að þeir voru ekki nógu háir. Hæstu klakastykkin á veturna gætu rekist upp undir brúna. Stöplarnir voru því hækkaðir. Burðarstangir reynd- ust einnig of langar svo taka þurfti þær í sundur og sjóða saman aftur. Vígsla brúarinnar fór svo fram um haust 1891. Hún gegndi hlut- verki sínu í 53 ár þangað til óhappið varð árið 1944. Nýja brúin sem nú stendur var eins og áður sagði vígð 21. desember 1945 og þjónar hún enn tilgangi sínum. ÞETTA GERÐIST: 21. DESEMBER ÁRIÐ 1945 Ný brú yfir Ölfusá vígðSAMUEL L. JACKSON ER FIMM- TUGUR Í DAG. „Það fara ekki allir í bíó til að láta breyta lífi sínu.“ Leikarinn Samuel L. Jack- son hefur leikið í myndum á borð við Pulp Fiction sem að margra mati þykir standa upp úr í kvikmyndasögunni. Hann hefur einnig tekið að sér hlut- verk í myndum eins og xXx þar sem hann lék á móti Vin Diesel. AFMÆLI GÍSLI SNÆR ERLINGSSON kvikmynda- gerðarmaður er 44 ára í dag. JANE FONDA leik- kona er 71 árs í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.