Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 62
38 21. desember 2008 SUNNUDAGUR NÝJU JÓLASVEINARNIR Hvað er að frétta? Ég er nýbúinn að opna aðventusýningu á vinnustofunni sem er á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Er þar á hverjum degi til jóla og tek á móti gestum og gangandi frá klukk- an 16-18. Augnlitur: Grænn. Starf: Listmálari. Fjölskylduhagir: Eiginkona, tveir strákar, mennta- skólamær og Golden Retrievertíkin Sunna. Hvaðan ertu? Reykjavík. Ættaður frá Ölkeldu í Staðarsveit, því algjör „öllari“. Ertu hjátrúarfullur? Jebb, þoli t.d. alls ekki svarta ketti. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Frasier, Little Brita- in, Catherine Tate Show. Uppáhaldsmaturinn: Rjúpur og öll villibráð. Fallegasti staðurinn: Tvímælalaust útsýnið úr pottinum mínum í sveitinni. Uppland Hafnarfjarðar er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og tíkinni. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Hitta góða og skemmtilega vini. Hvað er leiðinlegast? Það allra leiðinlegasta í heimi er að rífast, og að standa í biðröð. Helsti veikleiki: Segi hlut- ina stundum í stað þess að þegja... Helsti kostur: Fljótur að gleyma... Helsta afrek: Hiklaust börnin mín. Og síðan örfá málverk. Mestu vonbrigðin? Þegar mér hefur tekist að klúðra einhverju hrika- legu, sem er alltaf að gerast. Hver er draumurinn? Að lifa á listinni og að sjá börnin mín dafna. Hver er fyndnastur/fyndn- ust? Einar Örn, Karl Pétur, Anna í Sjáðu, Bjössi, Lolla og Össi, viltu fleiri? Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Kommar, smásálir og allar þving- anir. Hvað er mikilvægast? Heilsan, fjölskyldan og stöðugleiki. HIN HLIÐIN PÉTUR GAUTUR SVAVARSSON MYNDLISTARMAÐUR Leiðinlegt að standa í biðröð 04.03. 1966 Tíundi var Bjöggi gamli, sleiktur svaka gæ. Teinóttur í miðbænum við alla sagði hæ. Fótbolta- og lista- og kranakóngurinn, rann með allt á rassgatið aftur í annað sinn. Allar dýrustu svítur Reykjavíkur eru upppantaðar yfir áramótin. Fréttablaðið hafði samband við hótelstjóra fjögurra frægustu hótela höfuðborgarinnar og alls staðar var sama sagan; hvergi var hægt að panta svítu á gaml- árskvöld, þær væru upppantað- ar. Þessi lauslega könnun Frétta- blaðsins leiddi í ljós að dýrasta svítan er á Hilton Nordica-hótel við Suðurlandsbraut. Nóttin þar kostar litlar 125 þúsund. Að sögn Ingólfs Haraldssonar hótelstjóra hefur hún þegar verið pöntuð um áramótin. Nordica Hilton býður reyndar upp á tvær minni svítur og nóttin í þeim kostar 55 þús- und. Þær eru báðar fráteknar yfir áramótin. Ingólfur segir þó að aðeins minna sé um pantanir þetta árið heldur en í fyrra. „Þá vorum við smekkfull en nú er bara fullt,“ segir Ingólfur sem reiknar með því að um 350 gestir ætli sér að vakna á nýju ári við ljúfan umferðarnið frá Suður- landsbrautinni. Sama var upp á teningnum hjá Eiríki Inga Friðgeirssyni, hótel- stjóra Hótels Holts. Hann var reyndar ekki búinn að ganga frá öllum pöntunum á stóru svítun- um en sagði regluna einfaldlega þá að þær væru fullsetnar yfir áramótin. Eiríkur segir að flestir gestir dveljist í fjóra daga og stærsti hluti þeirra fari heim á nýársdag. „Flugeldarnir eru stærsta aðdráttaraflið,“ segir Eiríkur. Vinsælasta hótel þeirra sem vilja njóta lífsins í miðborginni er án nokkurs vafa 101 Hotel. Þar fengust þær upplýsingar að báðar svítur hótelsins væru uppteknar yfir áramótin; annars vegar glæsileg íbúðarsvíta þar sem nóttin er verðlögð á 111 þúsund og hins vegar svíta með svölum en næturgisting þar kostar rúmar 83 þúsund krónur. Hótel Saga hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra gesta sem koma hingað til lands yfir áramótin. Kristján Daníelsson hótelstjóri segir að allar svíturnar séu uppbókaðar. Þar sé stolt hót- elsins, Forsetasvítan, engin und- antekning en nóttin þar kostar 75 þúsund krónur. Auk þess hefur hótelið yfir að ráða átta minni svítum. Þær eru þegar pakkaðar. „Við erum með smá dagskrá fyrir gestina á gamlárskvöld. Gestirnir fá sér að borða í Súlnasal og svo á miðnætti fer fólk upp á Grillið, fær sér kokkteil og snittur og horfir á flugeldana,“ segir Kristj- án. freyrgigja@frettabladid.is NORDICA HILTON: DÝRASTA SVÍTAN PÖNTUÐ FYRIR ÁRAMÓTIN Allar flottustu svíturnar upppantaðar um áramótin „Jú, jú, þetta eru nánast landráð. Og ég vona að forsetinn fyrirgefi mér þetta,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. Og bætir við: „En það er í takt við tíðarandann að alþýðukona leggi útrásarforsetann.“ Nú er bardaginn um bóksöluna að ná hámarki. Og bókaútgefendur eru ánægðir, sala bóka fer fram úr björtustu vonum og stefnir í að Arnaldur Indriðason slái enn eitt metið og fari jafnvel yfir 30 þúsund seld eintök. Og sala bókar Sigmundar um Magneu Guðmundsdóttur, óþekktu alþýðukonuna, hefur farið fram úr björtustu vonum og er mest selda ævisagan. Saga af forseta eftir Guðjón Friðriksson er í öðru sæti – óvænt. Útgefandinn Pétur Már Ólafsson hjá Veröld er kátur. „Við þóttum býsna djörf að prenta 5.000 eintök af Magneu í upphafi en viðtökurnar hafa verið langt umfram væntingar; mest selda ævisagan, besta ævisagan að mati starfsfólks bókaverslana – og í dag kemur hressileg viðbótar- prentun á lager.“ Pétur Már dregur ekki úr því að bjart sé yfir Veröldinni. Og upplýsir að Auðn Yrsu Sigurðardóttur sé á fljúgandi siglingu. „Við létum prenta risaupplag af Auðninni fyrr í haust, 10.000 eintök, og þótti óðsmanns æði. En … við fengum nú fyrir helgina myndarlega viðbót á lager úr Odda, enda fyrsta prentun á þrotum. Það stefnir því í algjört met hjá Yrsu og ætti bókin að seljast í um 13.000 eintökum.“ - jbg Alþýðukona leggur útrásarforsetann SIGMUNDUR OG MAGNEA Sigmundur segir það í takt við tímann að alþýðukona leggi útrásarforsetann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALLT BÓKAÐ Allar flottustu svíturnar í Reykjavík eru upppant- aðar um áramótin. Ingólfur Haraldsson, hótel- stjóri á Nordica Hilton, þarf að sjá til þess að sá sem greiðir 125 þúsund krónur fyrir nóttina í forsetasvítunni verði ánægður með dvölina. Tökur á spennuþáttaröðinni Rétt- ur eru hafnar og ganga að sögn Magnúsar Viðar Sigurðssonar, framleiðanda, mjög vel. Eins og komið hefur fram í Fréttablað- inu eru lögfræðingar í aðalhlut- verki í þáttunum og fara tökur í dómsal fram í héraðsdómi Reykjanes. „Við fengum góðfús- legt leyfi hjá forsvarsmönnum hússins að fá að taka upp þegar ekkert væri að gerast í sölun- um,“ segir Magnús. Hugsað er fyrir hverju smáatriði í þátt- unum og fengu aðstandendur Réttar meðal annars afnot af dómaraskikkjum frá félagi Laganema, Orator. Fjöldi lög- fræðinga hefur jafnframt komið að gerð hand- ritsins, lesið það yfir og stílfært svo að það sé í takt við íslenskt réttar- kerfi. Og til að glæða þættina enn raunverulegri blæ mun einn virtasti lögfræðingur landsins, Helgi Jóhannesson, leika lítið hlutverk í þáttunum. „Já, hann setti það sem skilyrði þegar hann las yfir handritið,” segir Magnús í léttum dúr. Sýningar á Rétti hefjast á Stöð 2 í janúar. -fgg Réttur er settur LEIKUR LÍTIÐ HLUTVERK Helgi Jóhannesson, lögfræðingur, leikur lítið hlutverk í Rétti. AÐALSTJARNAN Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir leikur aðalhlut- verkið í þáttunum sem hefja göngu sína í janúar á Stöð 2. Bækur frá Forlaginu Birna Jóna Magnúsdóttir Bakkastaðir 13 Björk Guðmundsdóttir Mávatjörn 14 Helgi Magnússon Þrastarási 71a Inga Agnarsdóttir Hofsvallagata 22 Miriam Thorarensen Skarðshlíð 12e Pétur Hjálmarsson Borgarási 2, Flúðum Sigurður Þórir Þórisson Grundartanga 14 Sigurrós Ósk Karlsdóttir Berjarima 22 Steingrímur Þorgeirsson Hafraholti 44 Jólaleikurfréttablaðsins Sváfnir Hermannsson Engjahjalli 25 Valgerður H. Rúnarsdóttir Gullengi 17 Viktor Pétursson Logafold 50 Bíókort frá Sambíóunum Anína Marín Thorstensen Efstahlíð 33 Anna Garðarsdóttir Álftamýri 54 Áslaug Hallvarðsdóttir Leirutangi 17b Benjamin Liam Finze Framnesvegur 1 Hafþór Theodórsson Engjasel 67 Helena Rut Baldursdóttir Aratúni 38 Kristján Carlsson Granz Tunguvegur 10 Kristján Óðinn Unnarsson Kambahrauni 26 Margrét Gunnarsdóttir Rauðarárstíg 36 Olga Helgadóttir Blöndubakki 5 Svanhvít J. Jóhannsdóttir Þórufell 18 Tómas Kristjánsson Skógarás 3 Gjafakort frá Þjóðleikhúsinu Björg Lárusdóttir Hólaberg 34 Halldór Jóhannesson Viðarrima 44 Taktu þátt á visir.is Vinningshafar Vinninga skal nálgast í móttöku Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24. Opið alla virka daga frá klukkan 8-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.