Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 40
HNETUSMJÖRSKONFEKT 3 msk. hnetusmjör ½ stk. núggat (½ stórt stykki) 250 g kókosmjöl (um það bil) 300 g Rice Crispies (um það bil) 200 g flórsykur (um það bil) suðusúkkulaði Bræðið hnetusmjör og núggat saman í potti. Bætið síðan kókosmjöli, Rice Crispies og flórsykri út í eftir smekk, þó mest af Rice Crispies. Setjið í lítil konfektbréfform með teskeið á meðan blandan er heit. Bræðið suðusúkkulaði og setjið yfir eftir að blandan er komin í formið. Geymið í frysti. PIPARMYNTUKÚLUR 3 stk. eggjahvítur flórsykur piparmyntudropar, eftir smekk Hrærið saman í hrærivél með hnoðara eggjahvítum og flórsykri þar til blandan er orðin þétt í sér og laus frá skál. Bætið pipar- myntudropum í deig eftir smekk. Auðvelt á að vera að móta kúlur úr deiginu. Ef ekki eru gerðar kúlur strax er deig vafið inn í rakan klút til að koma í veg fyrir að það þorni. Mótið kúlur og setjið á bökunar- plötu. Látið standa þar til deig hefur þornað hæfilega (um það bil ein klukkustund). Bræðið suðusúkkulaði og hjúpið kúlur með því. Geymið í frysti. MARSIPANBRAUÐ 100 g af möndlum, pekanhnet- um eða heslihnetum 1 stór krukka kokkteilber 150 til 200 g döðlur, gráfíkjur eða rúsínur 5-7 msk. af koníaki, sherry, Grand Mariner eða púrtvíni eftir smekk Blandið hráefni að ofan daginn áður en gera á brauð. Látið standa í ísskáp yfir nótt. Setjið allt í matvinnslu- vél og maukið. KONFEKT MEÐ HNETUSMJÖRI, PIPARMYNTU OG MARSIPANI Bæði er sérstaklega einfalt og fljótlegt að búa þessa mola til og svo hafa þeir fall- ið rosaleg vel í kramið hjá fjöl- skyldum okkar,“ segir Guðrún Ína Einarsdóttir um konfekt sem hún og vinkona hennar, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, hafa galdrað fram fyrir hver jól í nán- ast aldarfjórðung, eða 24 ár. Þær kynntust í gegnum börnin sín þegar fjölskyldurnar bjuggu í sömu blokkinni. Segja má að sam- eiginlegur áhugi á matargerð hafi orðið kveikjan að vinskapnum og snemma skapaðist hefð fyrir því að búa til konfekt fyrir jólin. Og þótt öll þessi ár séu liðin hefur hún haldist. „Auðvitað höfum við skipt ein- hverjum tegundum út svona af og til, en af hverju að breyta til ef hlutirnir virka vel,“ spyr Guðrún Ína. Hnetusmjörskonfekt, marsip- anbrauð og piparmyntukúlur eru meðal þess góðgætis sem hefur fengið að halda sér og segir Guð- rún Ína gott að geta gripið til molanna þegar gesti ber að garði. „Þá þarf ekkert endilega að borða á jólunum, heldur er gott að eiga þá með kaffinu.“ - rve Sívinsælt hátíðarsælgæti Vinkonurnar Guðrún Ína Einarsdóttir og Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir hafa síðast- liðin 24 ár kætt vini og vandamenn með heimagerðu konfekti um jólin. Marsipanbrauð má skreyta á ýmsa vegu, til dæmis með grænum marsipan- laufblöðum og kokkteilávöxtum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vinkonurnar fylgja ekki lengur upp- skrift við gerð piparmyntu- kúlanna. MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 OPIÐ í dag frá 10–20 Verið velkomin í FÁKAFEN 9 ( við hliðina á ísbúðinni ) 15% afsláttur af öllum ALESSI vörum í dag TILBOÐ Opið Mánudag 10–22 Þorláksmessu 10–22 Aðfangadag 10–12 www.mirale.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.