Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 3
Við erum að búa okkur undir endurbyggingu íslensks efnahagslífs og laga okkur að breyttum aðstæðum. Þann 20. febrúar munum við taka upp nafnið Íslandsbanki.
www.glitnir.is/nyrbankiverdurtil
Nýr banki verður til # 1
Nýir tímar
Við tökum þátt í uppgjöri við fortíðina af heilum hug. Við gerum
allt sem í okkar valdi stendur til að liðsinna óháðum aðilum
í úttekt á starfsemi undanfarinna ára. Mikilvægt er að skapa
sátt í samfélaginu svo unnt sé að beina kröftum að verkefnum
framtíðarinnar.
Breytt umhverfi
Starfsumhverfi okkar hefur gjörbreyst. Í samfélaginu fer fram
endurskoðun á verðmæta- og gildismati. Traustur, áreiðanlegur
og öruggur viðskiptabanki er ríkur þáttur í fjárhagslegri velferð
heimilanna og órjúfanlegur hluti af heilbrigðum atvinnurekstri.
Við viljum rækta þetta hlutverk okkar vel.
Uppbygging á Íslandi
Mikið endurreisnar- og uppbyggingarstarf er framundan á Íslandi.
Okkar verkefni er að vinna með fólki og fyrirtækjum að því að
takast á við viðfangsefnin, hversu erfið sem þau kunna að vera.
Okkur ber að varðveita þau verðmæti sem okkur hefur verið
treyst fyrir. Við munum beita okkur af alefli í uppbyggingarstarfinu,
því fjárhagslegur styrkur fólksins og fyrirtækjanna í landinu er
samtvinnaður velgengni bankans og styrk.
Varðveitum þekkinguna
Hjá bankanum starfa um þúsund starfsmenn sem hafa á
þessu ári tekist á við gríðarlegar áskoranir. Á umrótstímum er
mikilvægt að varðveita þá þekkingu og reynslu sem byggð hefur
verið upp. Vel menntað, reynslumikið og ánægt starfsfólk er
lykillinn að því að við náum þeim markmiðum sem við setjum
okkur í nýjum banka.
Skoðanir viðskiptavina
Við teljum mikilvægt í þessu ferli að hlusta eftir skoðunum og
væntingum viðskiptavina. Í því skyni munum við opna vefsvæði
fyrir skoðanaskipti og setja hugmyndakassa í útibú. Í breyttu
umhverfi eru viðhorf almennings jafnvel enn mikilvægari en áður.
Gegnsætt regluverk
Við munum skerpa á og skýra betur þær reglur sem bankinn
starfar eftir. Lánareglur bankans, starfsreglur stjórnar og
starfsreglur áhættunefndar verða öllum aðgengilegar á vef
bankans. Um langt árabil hafa einstaklingar getað skotið
ákvörðunum bankans um skuldamál sín til umboðsmanns
skuldara hjá bankanum. Hlutverk umboðsmanns hefur nú verið
útvíkkað og eftirleiðis geta fyrirtæki gert slíkt hið sama.
Eitt skref í einu
Nýr banki verður ekki til á einni nóttu. Breytingar munu koma
innan frá með virkri þátttöku starfsfólks. Umhverfi okkar er að
taka miklum breytingum og sú aðlögun sem nú er að eiga sér
stað kallar á hagsýni og ráðdeild. Framkvæmd nafnabreytingar
mun taka mið af því.
Hverri áskorun fylgja ný tækifæri
Sóknarfærin liggja í náttúru Íslands, auðlindum og mannauði
þjóðarinnar. Bankinn hefur ávallt verið í forystu í þjónustu við
fyrirtækin í landinu. Við ætlum að byggja áfram á þeim sterka
grunni og taka virkan þátt í að skapa verðmæti með íslenskum
fyrirtækjum. Þannig styðjum við atvinnusköpun og skjótum
styrkum stoðum undir íslenskt efnahagslíf og heimilin í landinu.
1 5
2 6
3 7
84
Nýr eigandi og ný stjórn hefur tekið við starfsemi Glitnis á Íslandi.
Það er okkar hlutverk að reisa nýjan banka, sem tekur þátt í uppbyggingu
efnahagslífsins og verður einn af máttarstólpum íslensks samfélags.
Mikil vinna er nú framundan. Við þjóðinni blasir nýr veruleiki og mun allt starfsfólk
bankans leggjast á eitt við að móta nýja stefnu í breyttu umhverfi.
Þann 20. febrúar tökum við upp nafnið Íslandsbanki.
Á nýju ári munum
við breytast í Íslandsbanka.
Stjórn og starfsfólk Nýja Glitnis