Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 37
matur 9 LostætiTVÆR EFTIRRÉTTAKÖKUR Þessi baka er mjög einföld en það tekur einungis um tíu mín-útur að laga hana og fimmtán mínútur að baka hana,“ segir Áslaug Þorgeirsdóttir, heimilisfræðikenn- ari. Bakan hentar því vel þegar lítill tími er til stefnu. „Síðan má laga hana fyrirfram og bera fram ýmist heita, volga eða kalda,“ segir Áslaug. „Svo má í raun setja hvaða ávexti sem er í hana. Bakan er til dæmis góð með eplum eða rabarbara.“ Bakan minnir að mörgu leyti á hjónabandssælu en er þó uppfinn- ing Áslaugar. „Ég bæti við möndlum og kókos og skipti stundum út blá- berjunum fyrir rabarbara. Í haust tíndi ég mikið af bláberjum sem ég á í frystinum og rabarbarann tek ég úr garðinum,“ segir hún og nefnir að kakan sé bæði góð sem eftirrétt- ur og á kaffiborðið. „Sumar kökur eru að mínu mati alls ekki kökur á kaffihlaðborð heldur bara eftirrétt- ir, en þessi gengur í báðum tilfell- um,“ segir hún og brosir. -hs Gómsæt bláberjabaka Heitar ávaxtabökur henta einkar vel sem eftirréttur og lumar heimilisfræðikennarinn Áslaug Þorgeirsdóttir á einni góðri sem minnir um margt á hjónabandssælu. Áslaug útbýr oft bláberjaböku fyrir ýmis boð og tilefni og býst fastlega við því að hún verði á boðstólum um jólin. 1½ dl hveiti 1 dl sykur 3 dl gróft haframjöl ½ tsk. matarsódi 150 g bráðið smjör 250–300 g bláber (fersk eða frosin) ½ dl kókosmjöl ½–1 dl möndluflögur Blandið hveiti, sykri, haframjöli og matarsóda saman í skál. Setj- ið bráðið smjör út í og hrær- ið vel saman með sleif. Deig á að vera sundurlaust. Setjið 2/3 af deigi í smurt eld fast form (stærð um það bil 20 sinnum 30 sentimetrar), dreifið úr því en þjappið ekki. Setjið bláber yfir. Setjið kókos mjöl og möndlu- flögur saman við afgang af deigi og dreifið yfir bláberin. Bakið í miðjum ofni við 180°C í 15 til 20 mínútur. Berið fram með þeytt- um rjóma. Ekki þarf að láta fros- in ber þiðna. BLÁBERJABAKA ÁSLAUGAR Bláberjabakan er einföld en þó afar bragðgóð, sérstaklega með þeyttum rjóma eða ís. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.