Fréttablaðið - 21.12.2008, Side 37

Fréttablaðið - 21.12.2008, Side 37
matur 9 LostætiTVÆR EFTIRRÉTTAKÖKUR Þessi baka er mjög einföld en það tekur einungis um tíu mín-útur að laga hana og fimmtán mínútur að baka hana,“ segir Áslaug Þorgeirsdóttir, heimilisfræðikenn- ari. Bakan hentar því vel þegar lítill tími er til stefnu. „Síðan má laga hana fyrirfram og bera fram ýmist heita, volga eða kalda,“ segir Áslaug. „Svo má í raun setja hvaða ávexti sem er í hana. Bakan er til dæmis góð með eplum eða rabarbara.“ Bakan minnir að mörgu leyti á hjónabandssælu en er þó uppfinn- ing Áslaugar. „Ég bæti við möndlum og kókos og skipti stundum út blá- berjunum fyrir rabarbara. Í haust tíndi ég mikið af bláberjum sem ég á í frystinum og rabarbarann tek ég úr garðinum,“ segir hún og nefnir að kakan sé bæði góð sem eftirrétt- ur og á kaffiborðið. „Sumar kökur eru að mínu mati alls ekki kökur á kaffihlaðborð heldur bara eftirrétt- ir, en þessi gengur í báðum tilfell- um,“ segir hún og brosir. -hs Gómsæt bláberjabaka Heitar ávaxtabökur henta einkar vel sem eftirréttur og lumar heimilisfræðikennarinn Áslaug Þorgeirsdóttir á einni góðri sem minnir um margt á hjónabandssælu. Áslaug útbýr oft bláberjaböku fyrir ýmis boð og tilefni og býst fastlega við því að hún verði á boðstólum um jólin. 1½ dl hveiti 1 dl sykur 3 dl gróft haframjöl ½ tsk. matarsódi 150 g bráðið smjör 250–300 g bláber (fersk eða frosin) ½ dl kókosmjöl ½–1 dl möndluflögur Blandið hveiti, sykri, haframjöli og matarsóda saman í skál. Setj- ið bráðið smjör út í og hrær- ið vel saman með sleif. Deig á að vera sundurlaust. Setjið 2/3 af deigi í smurt eld fast form (stærð um það bil 20 sinnum 30 sentimetrar), dreifið úr því en þjappið ekki. Setjið bláber yfir. Setjið kókos mjöl og möndlu- flögur saman við afgang af deigi og dreifið yfir bláberin. Bakið í miðjum ofni við 180°C í 15 til 20 mínútur. Berið fram með þeytt- um rjóma. Ekki þarf að láta fros- in ber þiðna. BLÁBERJABAKA ÁSLAUGAR Bláberjabakan er einföld en þó afar bragðgóð, sérstaklega með þeyttum rjóma eða ís. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.