Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 16
 21. desember 2008 SUNNUDAGUR Er síminn til þín? Lifðu núna Settu flottan síma í jólapakkann Nokia 2630 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 15.900 kr. Sony Ericsson K660i 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr. F í t o n / S Í A Bók um forsetann prýdd stolnum fjöðrum? UMRÆÐAN Ástþór Magnús- son skrifar um bók um forseta Íslands Í nýútkominni bók um forseta er sagt að forsetinn hafi tekið að brjósti sér kjörorð mitt í forsetakosningum og „virkjað Bessastaði“. Ég geri hér alvarlega athuga- semd enda hefur Ólafur Ragnar Grímsson gersamlega brugðist friðarsinnum sem vildu sjá forseta Íslands sem boðbera friðar á alþjóðavett- vangi og Ísland sem miðstöð friðar og lýðræðisþróunar. Forsetinn dró mig og aðra á asnaeyrunum í fjölda ára og hafði að engu fjölda áskorana um að virkja Bessastaði. Forsetinn hefur svikið kosningaloforðin gefin í beinum sjónvarpsumræðum í aðdraganda forsetakjörs 1996 um að beita sér í friðarmálum. Þegar ég hef gengið á fund forsetans um þessi mál hefur hann farið undan í flæmingi og í besta falli svarað með kurteislegu froðusnakki. Bréfum mínum og áskorunum Friðar 2000 um að leggja friðarmálum lið hefur ekki verið svarað. Þá neitaði forsetinn að leggja okkur lið að koma hér á fót alþjóðlegum friðarháskóla þar sem m.a. yrði þróað beint lýðræði, þrátt fyrir víðtækan erlendan stuðning við hugmyndina m.a. úr búðum Sameinuðu þjóðanna. Í skjalasafni forsetaembættisins ættu einnig að finnast viðvar- anir okkar frá 2001 gegn því að Íslendingar styðji stríðsáætlan- ir Bush Bandaríkjaforseta. Forsetinn þagði þunnu hljóði meðan tugþúsundir voru drepnir og limlestir með stuðningi íslensku þjóðarinnar. Þá minni ég á að fyrsta embættisverk Ólafs Ragnars Grímssonar var að sæma hershöfðingjann á Keflavíkur- flugvelli fálkaorðunni. Fráleitt er að halda því fram að forsetinn hafi tekið að brjósti sér mín kjörorð. Ég óska opinberrar afsökunar frá höfundi bókarinnar, Guðjóni Friðrikssyni, á slíkri nauðgun á mínum baráttumálum. Rúmum 12 árum eftir forsetakjörið erum við enn á byrjunarreit. Herstöðin á Keflavíkurflug- velli sem gæti orðið miðstöð alþjóðlegr- ar friðargæslu er að mestu ónýtt. Óheillakrákan sem náði forsetaembætt- inu með blekking- um og situr nú fjórða kjörtímabilið á Bessastöðum hefur eytt dýrmæt- um tíma í stuðning við fjárglæframenn sem stunduðu áhlaup á rótgróin íslensk fyrirtæki, þar á meðal óska- barn þjóðarinnar, til að strippa út öllu verðmætu í eina stærstu Ponsí svikamyllu heims. Þrátt fyrir að aðferðir slíkra fjármálaskúrka séu ekki nýjar af nálinni, lagði hámenntaður prófessorinn embætti forseta Íslands að veði. Þjóðin situr eftir með sárt ennið og sviðna jörð. Úr því að ég er að tjá mig um þessa bók er rétt að vekja athygli á því að í hana vantar gersamlega kaflana um moldvörpustarfsemi forsetans og hans stuðningsmanna. Mín fyrstu kynni af þeim óheiðar- leika var í aðdraganda forsetakosninganna 1996, þegar ÓRG í eigin persónu rakkaði mig niður við útlend- inga. Þar sem þarna á meðal voru aðilar sem við báðir þekktum bárust mér fregnir af þessu. Þá kom til mín fólk sem var að heyra þann rógburð frá starfsmönnum á framboðs- skrifstofu ÓRG við Hverfis- götu, að ég hefði hagnast á vopnasmygli. Við seinni forsetakjör létu moldvörpur forsetans sitt ekki eftir liggja. Kosningabaráttan 2004 hófst með grátsöng frá Ísafirði um að grunnskólabörn yrðu af skólaferðalagi ef ég færi í framboð vegna þess gífurlega kostnaðar sem myndi leggjast á sveitarfélagið að lýðurinn fengi að mæta í skólana þar að kjósa. Upphaf ársins 2008 sló þó öll fyrri met þegar fjölmiðlar í eigu stuðningsmanna forsetans voru nýttir dag eftir dag til að hylla forsetann og grafa undan hugsanlegum mótframboðum. Síðan kórónað með því að draga oddvita yfirkjörstjórnar Norður á skjáinn til að telja þjóðinni trú um það að það væri nauðgun á lýðræðinu ef mótframboð bærist gegn forsetanum. Höfundur bauð sig fram til forseta Íslands 1996 og 2004. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.