Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er sunnudagurinn 21. desember, 356. dagur ársins. 11.22 13.25 15.30 11.39 13.10 14.42 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Ef bókað er fyrir 1. febrúar 2009: Flugsæti, með sköttum og öðrum greiðslum, sem gildir fram og til baka til Köben, London eða Berlínar. Bókunartímabil: 26. desember 2008 –31. janúar 2009. Ferðatímabil: 15. janúar–15. maí 2009. Takmarkað sætaframboð. Ef bókað er eftir 1. febrúar 2009: Jólagjafabréfið verður inneign að upphæð 25.900 kr. Gildir til allra áfangastaða og gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Einfalt að kaupa. Gaman að upplifa. F í t o n / S Í A með ánægju Áttu vini og ættingja sem hafa gaman af ferðalögum? Jólagjafabréf Iceland Express er einföld og skemmtileg leið til að gleðja þína nánustu um jólin. Bókaðu vel heppnaða jólagjöf á www.icelandexpress.is Jólagjafabréf Iceland Express hittir beint í mark 25.900 kr. Verð: Sölutímabili lýkur kl. 18.00, 24. desember 2008. Ferðatímabilið er frá 15. janúar til 15. maí 2009 Ömurlegustu jól sem ég hef lifað voru árið 1993. Ég var nýfráskilinn og nýfluttur inn í íbúðarkytru í miðborginni. Megnið af hafurtaskinu mínu var því ýmist enn í kössum eða hjá minni fyrr- verandi. Kringumstæður mínar höfðu verið þannig að lítið hafði farið fyrir jólaskapinu hjá mér á aðventunni og ofan á það var ég staurblankur. Af þeim sökum ákvað ég að gera ekkert úr jólun- um, heldur herja þess í stað á fjöl- skylduboðin yfir bláhátíðarnar og halda svo áfram með líf mitt eins og ekkert hefði í skorist. Hins vegar gekk einhver pest þessi jól þannig að mamma lagðist í bælið og boðinu á jóladag var aflýst. Þar sem ég átti ekki í nein önnur hús að venda var ég því einn heima í hálfkaraðri og óskreyttri íbúð. Ég sauð mér frosna ýsu sem ég átti og át hana með kartöflum og smjöri. Það var jólasteikin mín. ÉG HEF alloft orðið niðurdreginn um dagana, en aldrei hefur annað eins svartnættisþunglyndi með sjálfsvorkunn og algjöru vonleysi hellst yfir mig og þennan jóladag. Samt var ekkert við kringumstæð- urnar í sjálfu sér sem hefði átt að gera mig dapran. Ýsa er góður matur og húsnæði manns er alla jafna ekki skreytt í hólf og gólf. Ef þetta hefði verið virkur dagur í janúar hefði ekki verið nein ástæða til að kvarta. En þetta var ekki virkur dagur í janúar heldur jóla- dagur. Hann á að vera öðruvísi en aðrir dagar ársins. ÁSTÆÐA þess að ég er að rifja þetta upp er sú að ég get ímyndað mér að þessi jól sé svipað ástatt um marga. Jólaskapið hefur eflaust víða átt erfiðara uppdrátt- ar nú en oft áður út af áhyggjum og fjárhagslegu óöryggi. Aðventan kynni að hafa gert ýmsum erfitt um vik að fyllast sama jólaanda og vanalega. ÉG VIL samt skora á þá sem þannig er ástatt fyrir að hunsa ekki jólin með öllu. Það er beinlín- is mannskemmandi að gera sér engan dagamun á þessum árstíma. Íburður er óþarfur, jafnvel bara til vansa. Pínulítið greni, kerti, jóla- kúla, engill eða stjarna ætti ekki að vera neinum ofraun. Ekki held- ur dós af jólaöli, súkkulaðimoli, sneið af hreindýrakæfu eða annað sem hver tengir sínum jólum. Það er beinlínis sálartortímandi að gera ekkert til að lyfta sér upp eða lífga upp á umhverfi sitt núna í svartasta skammdeginu. ÉG MÆLI allavega ekki með því. GLEÐILEG JÓL. Ömurleg jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.