Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 22
2 matur FREISTANDI ÆVINTÝRI Hrefna Sigurjónsdóttir VERSLUN SÆLKERANS MATREIÐSLUBÓKIN matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Arnþór Birkisson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjóns- dóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablað- ið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: Café Konditori Copenhagen sérhæfir sig í tertu- og kökugerð og býður upp á hinar ýmsu kræsingar sem margar eru með dönsku ívafi. Bakaríið var stofnað árið 1997 af þeim Tine Buur Hansen og Þormari Þorbergssyni en er nú í eigu Arnars Snæs Rafnssonar. „Okkar sérstaða er fyrst og fremst að bjóða upp á mikið úrval af ferskum rjómatertum og hér gengur fólk að þeim vísum. Auk þess erum við með rjóma- smástykki, danska kransakökubita og svo auðvitað allt sem heitir vínarbrauð í bland við rúnstykki, dönsk rúgbrauð og fleira,“ segir Arnar. „Fyrir jólin gerum við svo alltaf Ris á l´amande sem fólk getur pantað og sótt dagana fyrir jól en það er hátíðareftirréttur sem er mörgum að skapi. Þá eru Tonka-trufflur sérlega vinsælar fyrir jólin, ásamt piparkökum, lagtertum og sykurhúðuðum hnetum.“ Í bakaríinu að Suðurlandsbraut 4a er líka boðið upp á súpu, létta rétti og smurbrauð í hádeginu en þar er auk þess mikið úrval af alls kyns sérvöru og má þar nefna brauðolíur, pestó, marmelaði, sultur og smurosta. Café Konditori Copenhagen Þessi uppskrift kemur héðan og þaðan. Ég hef sett hana saman eftir mínu höfði úr nokkrum réttum,“ segir María Níelsdóttir, sem gefur uppskrift að sykursætri jóladags- bombu úr makkarónum, marengs, rjóma, ávöxtum og súkkulaði. María býr bombuna til allt árið sem eftirrétt en heitið dregur hún af fjölskyldujóladagsboði Maríu og systur hennar þar sem jóla- dagsbomban þykir ómissandi. „Rétturinn er mjög auðveldur og maður er fljótur að gera hann,“ segir María og bendir á að mjög gott sé að útbúa makkarónurnar, rjómann og marengsinn aðeins áður en berin og kremið eru sett á. En fær maður ekki sykursjokk? „Nei, ekki þegar maður er búinn að byggja sig upp með konfekti og smákökum allan desember,“ segir María hlæjandi og bætir við að fyrir mikla sælkera sé hægt að brytja kókosbollur í rjómann eða hafa sælgæti ofan á með berjun- um og ávöxtunum. - sg BOMBA Á JÓLADAG María og Anna Margrét, dóttir hennar, hlakka til að gæða sér á bombunni. Auðvelt og fljótlegt er að búa til jóla- dagsbombuna. 150 g makkarónur ½ l rjómi púðursykurmarengs ber/ávextir krem Kremjið makkarónur (um það bil 150 g) í botn á móti eða skál, bleytið upp með ananassafa. Setjið ½ lítra af þeyttum rjóma ofan á. Brytjið púðursykurmarengs ofan í rjómann. Hægt er að kaupa púðursykurmar- engs eða baka (þeytið vel 4 eggjahvítur og 2 dl púðursykur og bakið í 40 mínútur við 100-120° C). Setjið jarðarber, bláber, vínber, banana og fleira ofan á. Hellið kremi óreglulega yfir. KREM 4 eggjarauður 50 g flórsykur 80 g súkkulaði (suðu- súkkulaði eða með appelsínubragði) 40 g smjör Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman. Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og hrærið varlega út í hina blönduna. Í staðinn fyrir krem má eins bræða 100 g súkkulaði og hella yfir. JÓLADAGSBOMBA Jóladagsbomba Maríu Níelsdóttur er ómissandi í árlegt fjölskylduboð sem haldið er á jóladag en einnig vinsæl sem eftirréttur allt árið um kring. Auðvelt og fljótlegt er að búa bombuna til. Nammi namm! Af Bestu lyst 3 Af bestu lyst 3 er þriðja bókin í þessum flokki eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Fyrri bækurnar hafa notið mikilla vinsælda og er nú verið að endurprenta fyrstu bókina vegna mikillar eftirspurnar. Í matreiðslubókinni er að finna uppskriftir að nýjum og nútímalegum réttum sem jafnframt eru hollir og ein- faldir. Meðal þess sem finna má í bókinni eru uppskriftir að hægelduðum kryddjurtalaxi, fylltum kjúklingabringum, baunabuffi með heitu tómat- salati og hollum og girnileg- um brauðum og kökum, auk fjölda annarra heilsusamlegra sælkerarétta. Hverri uppskrift fylgja upplýsingar um næringargildi réttarins, meðal annars um hitaeiningar, fitumagn og magn mettaðrar fitu, próteina og kolvetna. Punkturinn yfir i-ið í hverri veislu er eftirrétt-urinn. Hvort sem aðalrétturinn hittir í mark eða ekki þá má bjarga ýmsu með góðum eftirrétti. Eða eins og máltækið segir, allt er gott sem endar vel. Þegar kemur að því að útbúa eftirrétt er fjöl- breytnin mikil. Fyrst ber að leiða hugann að því hvers konar áhrifum maður vill ná fram. Er hugmyndin að ljúka hátíðinni með heitri og bragðmikilli böku þar sem fyllt er í magahólfin með rjóma eða á að vekja bragðlaukana til lífsins með fersku sorbet? Þéttar kökur úr dökku súkkulaði, flauelsmjúkur rjómaís með brakandi stökkum sælgætisbitum, ferskir ávextir með smá sætindum eða volg ávaxtabaka og tilheyrandi. Allt bráðnar þetta í munni og sælutilfinningin hríslast um líkamann þegar slaknar á taugum og skynfærin þenjast. Ljóst er að úrvalið er mikið í ævintýraheimi eftirréttanna og ekki að furða að Hans og Gréta hafi látið glepjast af sælgætishúsi nornarinnar forðum daga. Litríkt og ilmandi sætmeti er ómótstæðilegt og er það kannski það sem allir góðir eftirréttir eiga sameiginlegt – þeir eru sætir. Að vísu missætir en sætir þó. Gaman getur verið að blanda saman sætu og beittu, súru bragði eins og til dæmis lime og sítrónu við mjúkan rjóma eða rjómaost og slettu af sykri. Key lime ostakakan, sem ég fékk eitt sinn á Flórída, líður mér seint úr minni. Þar ríkti fullkom- ið jafnvægi hins léttsúra ávaxtar og sætrar rjómaostsblöndunnar. Tiramisú-kakan sem ég fékk á veitingastað í Róm var líka ógleymanleg og brostu Pino-bræðurnir í kampinn þegar ég óaði, ummaði og stundi af nautn. Oftast gildir þó að best er að borða eftirrétti skynsamlega svo hin undursam- lega vellíðan umbreytist ekki í flökur- leika. Í raun kristallast togstreita freisting- anna í góðum eftirrétti. Þú mátt fá þér smá og njóta til fulls en ef þú ferð yfir strikið þá gæti þér hefnst fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Til hátíða- brigðaE Eftir- réttur Kökur Hvunndags/til hátíðabrigða Sætindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.