Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 24
4 matur Matarlím er mikið notað í ábætisrétti því það bindur krem, frómas og hlaup og kemur í veg fyrir að það renni út. Matarlím er bragðlaust hleypiefni sem oftast er í blaðformi. Við notkun eru blöðin fyrst mýkt í köldu vatni um stund en síðan undin og sett í lítinn pott ásamt einni skeið af vatni eða öðrum vökva á móti hverju blaði. Síðan eru þau brædd í vatnsbaði. Þegar ávaxtasafi er notaður í það sem á að hleypa er hægt að hita hann og bræða matarlímið í honum. Ef þykkja á eggjahræru eða rjóma- blandað krem má matarlímið ekki vera heitara en um 37 gráður þegar því er hellt í mjórri bunu út í skálina og nauðsynlegt er að hræra vel í á meðan. - gun Vanilluilmur og -bragð fellur flest-um í geð. Vanillan er unnin úr vanillujurt og svörtu vanillustang- irnar sem við þekkjum eru þurrkaðir fræ- belgir jurtarinnar. Vanillujurtin vex í Mexíkó á Kyrrahafs- eyjum og á Madagask- ar. Astekar eru taldir hafa notað vanillu í súkkulaði- drykki en vanillujurtin barst til Evrópu með spænskum land- könnuðum snemma á sautjándu öld og er nafnið dregið af spænska orðinu vainilla. Vanillan fór að ryðja sér til rúms í íslenskri matar- gerð á átjándu til nítj- ándu öld og þá í eftir- réttum eins og ís. Er vanillan eitt vinsælasta bragðefnið í íslenskum ís. Vanilla er dýrt krydd vegna þess hve vinnsla þess er tímafrek en um hálft ár líður frá því að fræbelgir vanillujurtarinnar eru tíndir og þangað til þeir eru til- búnir til notkunar í matargerð. Stangirnar má setja beint út í til dæmis grauta og búðinga og að matreiðslu lokinni má þvo stang- irnar og nota aftur ef þær eru geymdar í loftþéttu íláti. Einnig má skafa innan úr þeim fræin og nota þau. Vanilludropar geta komið í stað- inn fyrir vanillustangir í matar- gerð en þeir innihalda ekki ekta vanillu og jafnast engan veginn á við hana í gæðum. Vanillusykur keyptur í búðum er flórsykur sem er yfirleitt bragðbættur með gervi- vanillu. Hægt er að búa til vanillu- sykur heima með því að stinga vanillustöngum ofan í krukku með flórsykri og loka vel. - rat HRÁEFNIÐ: Vanilla Ilmandi og mjúk 1. Vanillan er unnin úr fræbelgjum vanillujurtarinnar sem vex meðal annars í Mexíkó. 2. Vanillan er eitt vinsælasta bragð- efnið í eftirrétti og ís. 3. Stangirnar má nota aftur og aftur í matargerð. 4. Fræbelgir vanillujurtarinnar eru lagðir í bleyti og svo þurrkaðir í hálft ár. 1 2 3 4 BINDUR KREM, FRÓMAS OG HLAUP Matarlím er mikið notað í eftirrétti. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Fullelduð vara, þarf aðeins að hita upp 500 ml. Grímur kokkur mælir með: Gott er að bæta út í steiktum humahölum eftir að búið er að hita súpuna upp. Gott ráð til að gera góða súpu enn betri. Gríms humarsúpa NÝTT Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum ÁN AUKAEFNA • ÁN MSG • ÁN SÍLÍKON DÍOXÍÐS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.