Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 6
6 21. desember 2008 SUNNUDAGUR
ORKA „Þegar Grindavík seldi okkur
var miðað við að æskilegt væri að
Hitaveita Suðurnesja yrði í eigu
opinberra aðila. En í ljósi þess að
núverandi meirihluti er myndaður
af Reykjanesbæ og Geysi Green
Energy, og í ljósi nýrra laga frá
Alþingi, eru þær forsendur brostn-
ar,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson,
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur.
Orkuveitan samþykkti nýverið
að selja hlut sinn í Hitaveitu Suður-
nesja, og hefur fulltrúi VG í stjórn
Orkuveitu, Svandís Svavarsdóttir,
gert athugasemd við að ekki sé
tryggt að auðlindirnar haldist í eigu
almennings.
Guðlaugur bendir á að meiri-
hlutasamstarf GGE og Reykjanes-
bæjar sé sterkt. Reynt hafi verið að
fá hluthafasamþykkt fram, sem átti
að tryggja hagsmuni minnihlutans,
en því hafi verið hafnað.
„Við höfum því skilið það svo að
menn ætluðu í uppskiptingu fyrir-
tækisins og það hefur engu skipt
hvort um sveitarfélög er að ræða
eða ekki,“ segir hann. Hitaveitan sé
nú allt annað fyrirtæki en þegar
hluturinn var keyptur.
Þann 1. desember var Hitaveitu
Suðurnesja skipt í tvennt. HS-Veita
á að sjá um dreifingu orkunnar, og
HS-Orka um framleiðslu og sölu
hennar. Samkvæmt nýjum orkulög-
um skulu opinberir aðilar eiga
dreifingarfyrirtæki, en einkaaðilar
mega eiga framleiðslufyrirtæki.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæj-
arstjóri Grindarvíkur tekur í svip-
aðan streng og Guðlaugur, nú sé
„nýr tími í öllu tilliti“.
„Ég myndi segja að ríkið sjálft
hafi gefið tóninn í þessu þegar það
steig fram og seldi sinn hlut. Þá
hófst þessi darraðadans allur. En
HS-Veita verður þó í eigu almenn-
ings áfram,“ segir hún. Jóna hefði
líka viljað sjá hluthafasamþykkt
ganga í gegn.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Reykjanesbæjar segir bæjarfélag-
ið hafa áhuga á að styrkja stöðu
sína í veitufyrirtækinu. „Við höfum
sýnt því mikinn áhuga og það fer
enginn [opinber aðili] út úr henni
nema með því að selja öðrum slík-
um,“ segir hann. Reykjanesbær
muni engu að síður halda einhverj-
um hlut í samkeppnisfyrirtækinu
HS-Orku. Ekki náðist aftur í Árna
til að spyrja hann um hluthafasam-
þykktina, sem var hafnað.
klemens@frettabladid.is
Það hefur
engu skipt
hvort um
sveitarfélög er að
ræða eða ekki.
GUÐLAUGUR G. SVERRISSON
STJÓRNARFORMAÐUR OR
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
\
0
8
3
8
6
8
Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna
króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn.
Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért
þú með strax frá upphafi árs, getur þú tólffaldað möguleikana.
Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá
aðalumboði og umboðsmönnum um allt land.
Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú
auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum,
í síma 800 6611 eða á hhi.is.
SAMGÖNGUR „Þetta er algjör hand-
arbaksvinna,“ segir Loftur
Jóhannsson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra,
FÍF.
Flugumferðarstjórar hjá Flug-
málastjórn Keflavíkurflugvallar
fengu í september bréf um að
störf þeirra yrðu lögð niður og
Flugstoðir ohf. tækju við
ráðningarsamningi þeirra 1. jan-
úar 2009.
Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra tilkynnti á föstudag að
ekkert yrði af fyrirhuguðum
flutningi um áramótin heldur
tækju þeir við starfi í nýju opin-
beru hlutafélagi Keflavíkurflug-
vallar ohf. sem tekur við rekstri
Flugmálastjórnar Keflavíkur-
flugvallar. Loftur segir að flug-
umferðarstjórum hafi ekki verið
tilkynnt þetta sjálfum.
„Það fyrsta sem við sáum um
þetta var frétt á mbl.is á föstu-
daginn,“ segir Loftur, en FÍF
hefur enn ekki borist formleg til-
kynning þess efnis. Samgöngu-
ráðherra hefur heldur ekki falast
eftir fundum við félagið.
Stjórn FÍF sendi frá sér til-
kynningu í gær þar sem segir að
stjórnin líti svo á að flugumferðar-
stjórarnir hafi verið ráðnir til
Flugstoða og verði þar starfs-
menn frá og með 1. janúar 2009,
en ekki starfs-
menn Kefla-
víkurflug-
vallar ohf.
„Það getur
vel verið að
menn séu til-
búnir að fara
til Keflavíkur-
flugvallar ohf.
en það yrði
ekki nema
samsvarandi
samningar
yrðu gerðir og gerðir voru við
Flugstoðir í janúar 2007,“ segir
Loftur. Ekki náðist í Kristján L.
Möller vegna málsins. - vsp
Félag íslenskra flugumferðarstjóra gagnrýnir vinnubrögð samgönguráðherra:
Algjör handarbaksvinna
LOFTUR
JÓHANNSSON
SJÁVARÚTVEGUR Að svo stöddu er
ekki hægt að mæla með loðnu-
veiðum á komandi vetrarvertíð,
miðað við niðurstöður mælinga í
nýafstöðnum rannsóknarleið-
angri Hafrannsóknastofnunar.
Veiðistofninn, tveggja til
þriggja ára gömul loðna,
reyndist 270.000 tonn, en gert er
ráð fyrir að hann sé um 400.000
tonn til að hægt sé að leggja til
loðnukvóta.
Undanfarin ár hefur ekki
tekist að mæla endanlega stærð
stofnsins fyrr en á fyrstu
tveimur mánuðum ársins og
verður því mælt að nýju í janúar.
- kóþ
Hafrannsóknastofnun:
Engin loðna á
komandi vertíð
Er eðlilegt að innflytjendur
þurfi að standast íslenskupróf
til að fá ríkisborgararétt?
JÁ 88%
NEI 12%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu búin(n) að kaupa allar
jólagjafirnar?
Segðu skoðun þína á vísir.is
STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn í
Árborg hvetja stjórnvöld til að
taka einhliða upp annan gjaldmið-
il, óháð
inngöngu í
Evrópusam-
bandið.
„Takmarkað-
ur áhugi hefur
verið á ESB hjá
mörgum og við
vildum vekja
athygli á því að
menn hoppi
ekki á ESB sem
einu lausnina í gjaldeyrismálum,“
segir Eyþór Arnalds, oddviti
bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins í Árborg. Í tilkynningu
sem sjálfstæðismenn í Árborg
sendu frá sér í gær segir:
„Verðmæti sem felast í sjálfstæð-
inu eru mikil og þau ber að
varðveita með öllum ráðum.“
Fáir fulltrúar landsbyggðarinn-
ar eru í Evrópunefnd Sjálfstæðis-
flokksins að sögn Eyþórs og þetta
var því kjörið tækifæri til að láta
heyrast í grasrótinni í Árborg.
„Þetta á að vera samtal milli
Evrópunefndarinnar og grasrót-
arinnar, en ekki eintal,“ segir
Eyþór. - vsp
Sjálfstæðismenn í Árborg:
Vilja einhliða
upptöku ann-
ars gjaldmiðils
EYÞÓR ARNALDS
Ók undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði
ökumann fólksbifreiðar á þjóðveg-
inum við Baulu í Borgarfirði í gær.
Við athugun reyndist maðurinn vera
undir áhrifum fíkniefna. Hann var því
fluttur á lögreglustöð en sleppt að
lokinni yfirheyrslu.
LÖGREGLURFRÉTTIR
Segir forsendur brostnar
fyrir opinberri eigu HS
Orkuveita Reykjavíkur ætlar að selja hluta sinn í Hitaveitu Suðurnesja, sem Grindavík seldi OR, með það í
huga að fyrirtækið yrði í almannaeigu. Stjórnarformaður OR segir forsendur þessa brostnar. Fyrirtækinu
hefur verið skipt og er stefnt að því að dreifingarhlutinn, HS-Veita, verði í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær er stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja, með 34 prósenta
hlut, og nýtir hann í meirihlutasamstarfi við Geysi Green Energy, sem á 32
prósent.
Minni hluthafar eru Orkuveita Reykjavíkur, með 16 prósenta hlut, Hafnar-
fjarðarbær með 15 prósent, og Grindavík, Garður og Vogar, sem eiga innan
við eitt prósent hvert.
Orkuveitan ætlaði að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar í fyrirtækinu en óvíst
er um þau kaup, sérstaklega í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, sem
hefur sagt að Orkuveitan megi einungis eiga 10 prósenta hlut.
EIGENDUR HITAVEITUNNAR
Þegar 15 prósenta hlutur ríkisins í HS var auglýstur til sölu vorið 2007 tók
einkavæðinganefnd fjármálaráðherra fram að hann yrði einungis seldur til
einkaaðila. Sveitarfélögum var þannig bannað að gera tilboð.
RÍKIÐ EINKAVÆÐIR
HITAVEITA SUÐURNESJA Allt bendir til að framleiðsla og sala fyrirtækisins verði að
meirihluta til í eigu einkaaðila.
KJÖRKASSINN