Fréttablaðið - 21.12.2008, Side 8
21. desember 2008 SUNNUDAGUR
Verið velkomin í Nettó
Mjódd - Salavegi - Hverafold
Akureyri - Höfn - Grindavík
ww.netto.is
Góðir harðir pakkar!
GILDIR 21. DESEMBER
w
w
w
.m
ar
kh
on
nu
n.
is
TRIXIN Í TAKKASKÓNUM
1.799 kr
HEYR HIMNASMIÐUR
1.798 kr
MAMMA MIA!
2.599 kr
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
21
0
11
.2
00
8
Skíðapakkar
20% afsláttur
Skíðadeildin er í Glæsibæ
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
MENNTUN „Íslenska er mjög fallegt
tungumál,“ segir Veronica Piazza,
sautján ára ítalskur skiptinemi,
sem nýlega fékk 10 í einkunn í
íslenskuprófi fyrir erlenda nema í
Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Meðaleinkunn Veronicu úr jóla-
prófunum er 9,14 og er árangur
hennar enn glæsilegri sé litið til
þess að hún kunni ekki stakt orð í
íslensku þegar hún kom til lands-
ins fyrir tæpum fjórum mánuðum
á vegum AFS-samtakanna.
Fyrstu vikurnar talaði íslensk
fósturfjölskylda Veronicu bæði
íslensku og ensku við hana en svo
var tekin ákvörðun um að á heimil-
inu yrði bara töluð íslenska. Það
hefur hjálpað henni mikið við að
ná tungumálinu. Hún segir íslensku
vera allt öðruvísi en ítölsku og enn
skilji hún ekki allt sem við hana er
sagt.
Veronica kemur frá smábæ
skammt frá Mílanó á Ítalíu. Hún
segist hafa valið að koma til Íslands
þar sem henni hafi þótt landið svo
framandi. „Á Ítalíu er lítið talað
um Ísland en margir spurðu mig af
hverju ég færi ekki til Bandaríkj-
anna. Ég hef hins vegar alltaf haft
áhuga á að kynnast Íslandi, land-
inu og menningunni,“ segir Veron-
ica.
„Ítalir hafa þá hugmynd um íbúa
Norðurlandanna að þeir séu svo
kaldir í viðmóti. Að þeir tali ekkert
og ég var svolítið hrædd um þetta
þar sem ég er ekkert ofsalega opin
í samskiptum. Ég held þó að ég
hafi lært að til að kynnast fólki sé
mikilvægt að taka fyrsta skrefið.
Ég reyni því að kynnast fólki og
þannig hef ég lært margt þessa
mánuði sem ég hef búið á Íslandi,“
segir Veronica.
Henni finnst Íslendingar þó svo-
lítið skrítnir. „Fyrst eru þeir feimn-
ir en svo þegar maður kynnist
þeim þá eru þeir svo hlýir og ynd-
islegir. Í fyrstu var ég svolítið átta-
villt þar sem á Ítalíu er venjan að
faðma fólk og kyssa, jafnvel þótt
þú þekkir það ekki. Ég komst þó
fljótt að því að þannig eru Íslend-
ingar ekki,“ segir Veronica og
hlær.
„Mér líður vel á Íslandi. Ég bjóst
ekki við að Íslendingar væru svona
yndislegt fólk og ég er mjög ánægð
hérna hjá íslensku fjölskyldunni
minni. Svo hef ég eignast fullt af
góðum vinum,“ segir Veronica sem
ráðgerir að dvelja á Íslandi fram í
júní á næsta ári.
olav@frettabladid.is
Ítalskur skiptinemi
með 9,14 í einkunn
Veronica Piazza, ítalskur skiptinemi, fékk tíu í einkunn í íslenskuprófi fyrir
erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún segir að Ítalir telji Norð-
urlandabúa kalda í viðmóti en að Íslendingar séu feimnir, hlýir og yndislegir.
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Veronica Piazza
ásamt íslenskri vinkonu sinni, Elísu Birtu
Ingólfsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÖGGÆSLUMÁL Rúmlega þrjátíu nemendur voru
nýverið brautskráðir úr Lögregluskóla ríkisins. Þar af
voru sjö konur.
Arnar Guðmundsson skólastjóri sagði þetta ár
einstakt í 40 ára sögu lögreglumenntunar á Íslandi því
45 nemendur hefðu verið brautskráðir frá skólanum í
apríl og að viðbættum þeim 32 sem nú væri verið að
brautskrá yrðu samtals 77 nemendur brautskráðir á
árinu.
Arnar sagði að fimmtán nemendur væru nú um það
bil að ljúka námi á fyrstu önn grunnnáms og búið væri
að velja 31 nemanda til að hefja nám á fyrstu önn í
janúarbyrjun 2009. Hann sagði að mikið álag hefði
verið á alla starfsmenn skólans á þessari haustönn og
þakkaði þeim sérstaklega fyrir áhuga og dugnað.
Varðandi starfsemi framhaldsdeildar Lögregluskóla
ríkisins nefndi Arnar sérstaklega námskeið um akstur
með forgangi. Skólinn mun leiða sérstakt átak á því
sviði. Á næstu misserum er gert ráð fyrir að þjálfa
300 til 350 lögreglumenn í forgangsakstri.
Í ræðu sinni minnti Arnar nemendur á að lögreglu-
starfið væri erfitt, lögreglumenn þyrftu að búa yfir
hugrekki og ráðkænsku; hafa stjórn á sér og vera
heiðarlegir. - jss
NÝIR LÖGREGLUMENN Skólastjóri Lögregluskólans sagði við
brautskráningu að það væru góðir eðliskostir lögreglumanna
að vera prúðmenni.
Lögregluskóli ríkisins brautskráði nýverið 32 nemendur:
Tugir nýrra lögreglumanna