Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 26
6 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M Ilmandi ábætisréttur Ris á l´amande er einn af eftirlætis ábætisréttum landsmanna um jólin. Ingvar Helgi Guðmundsson finnst best að bragðbæta hann með ilmandi kanilstöngum. HRÍSGRJÓNA- ÁBÆTIR 2 dl grautar-grjón (Pudding Rice) 4 dl vatn 6 dl mjólk 3 stk kanilstangir 30 g smjör 2 tsk. salt 4 msk. sykur 2 tsk. vanillu dropar ½ rjómi, þeyttur 150 g flórsykur vanilludropar eða vanillusykur eftir smekk Sjóðið grjón í vatni með kanilstöngum þar til að þykknar. Bætið síðan mjólk saman við, lækkið hitann og sjóðið þar til grjón eru orðin lin og grautur þykkur. Kælið grjón. Athugið að gott er að gera þetta deginum áður. Bætið þeyttum rjóma og flórsykri saman við grjón og hrærið vel saman með sleif. Setjið vanilludropa eða vanillusykur út í eftir smekk. HINDBERJA- SÓSA 100 g flórsykur 1 dl vatn 100 g hindber, fersk eða frosin 1 tsk. sítrónusafi Blandið öllu saman í matvinnsluvél (blender) og maukið vel saman. RIS A L´AMANDE MEÐ HINDBERJASÓSU Gott orð fer af ris á l´amande að hætti Ingvars Helga Guðmundssonar matreiðslumeistara. Mér finnst best að sjóða kanilstangir með hrís-grjónunum til að fram- kalla nett kanilbragð. Við það verður fyllingin líka meiri og betri og rétturinn gómsætari,“ segir Ingvar Helgi Guðmunds- son, matreiðslumeistari og eig- andi Salatbarsins, um sína útfærslu af eftirréttinum ris á l´amande sem gott orðspor fer af. „Sumir kjósa að sjóða vanillu- stangir með réttinum en kanillinn ljær honum miklu meiri dýpt að mínu mati. Svo er þetta kælt og blandað saman við stífþeyttan rjóma,“ útskýrir Ingvar og segir að notkun á kanil megi rekja til Þýskalands. „Þjóðverjar nota meira börkinn af kaniltrénu á meðan við Íslendingar þekkjum bara kanilsykurinn sem vinsælt er að strá út á grautinn. Segja má að með kanilstöngunum séum við enn frekar að nálgast grjóna- grautinn.“ Hann bætir við að tilvalið sé að búa til ris á l´amande eftir Þor- láksmessu til að fá góðan ilm í húsakynnin að skötuveislu lok- inni. „Þá myndast nefnilega góð kanillykt á heimilinu sem slær á ýldufnykinn sem fylgir skötunni,“ segir hann og hlær. - rve Ingvar segir heillaráð að sjóða kanilstangir með grjónunum. RAUÐ og jóla- leg gler- skál með gull- laufblöðum hentar vel til að bera fram smákökur. Fæst í Tiger á 400 krónur. BAKKI frá Alessi með gullmynstri sem gert er eftir torginu í Feneyjum. Fáanlegt í Mirale á 35.100 krónur. JÓLAÖLIÐ mætti bera fram í þessari grænu akrýlkönnu sem fæst í Byggt og búið og kostar 2.499 krónur. KÖKUFORM sem sameinar kosti hefðbundinna spring- forma og sílikonforma. Botninn er gerður úr postulíni en hliðarnar úr sílikoni. Fæst í Kokku á 3.450 krónur. Hindberjasósa er höfð með réttinum en hana er tiltölulega auðvelt að búa til svo úr verði ljúffeng sósa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R E Kaffi félagið Skólavörðustíg 10 Sími 520 8420 Verslunin KAFFIBOÐ Á horni Grettisgötu og Barónsstíg Sími 562 1029 Waring® blandarinn er hin uppruna- lega mulningsvél frá Ameríku. Tveggja hraða mótorinn er kannski öfl ugri en eldhúsið þarf, en hann fer líka létt með erfi ðustu verk. Bara massíft stál og gler! Auðveldur í þrifum, bara að setja könnuna í uppþvottavélina Ve rð frá Kr. 29.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.