Fréttablaðið - 21.12.2008, Síða 41

Fréttablaðið - 21.12.2008, Síða 41
matur 13 Vinkonurnar Guðrún Brynja og Guðrún Ína hafa staðið saman í konfektgerð fyrir hver jól í næstum aldarfjórðung. Börnin hafa á ýmsum aldursskeiðum aðstoðað þær og svo hafa karlarnir auðvitað gætt sér á fram- leiðslunni. Konfektgerð er bæði auðveld og fljótleg. Hnetursmjör, núggat og Rice Crispies er meg- inuppistaðan í þessum molum sem sniðugt er að setja í litrík bréf. Fletjið marsipan út og smyrjið núggati yfir og að lokum fyllingu. Rúllið upp og skerið í mátulega stórar lengjur. Hjúpið síðan með súkkulaði og látið stífna í ísskáp. Fallegt er að skreyta brauðin til dæmis með grænum marsipan- laufblöðum og rauðum kokkteil- berjum og strá flórsykri yfir, eða bræða hvítt súkkulaði (Odense- dropa) og sprauta yfir þau. Um jól er ómissandi að njóta eftirrétta í enda máltíðar, en ábætisréttir eru fremur nýtilkomnir í sögu vest- rænnar matarmenningar. Fyrir tíma sykuriðnaðar, og áður en fólki af millistétt fjölgaði til muna á 20. öld- inni, voru sætindi aðeins á borðum hefðarfólks, eða í hæsta máta afar sjaldséð góðgæti á stórhátíð- um. Eftir því sem sykur varð ódýrari og auðfengnari þróaðist gerð ábætisrétta hratt, og vinsældir þeirra sömuleiðis. Eftirréttir kallast víða um heim dessertar. Orðið er myndað úr frönsku máltæki sem merk- ir „að hreinsa af borðinu“, enda hugsaðir sem lokaréttur í enda máltíðar, þegar annað hefur verið tekið af borðum. Algengir eftirréttir eru tertur, smákökur, sætindi, ávextir, hnetur, ís og búðingar. Nú til dags eru ábætisréttir gjarnan bornir fram sem smáréttir eða aðalréttir. Mörg veitingahús veraldar sérhæfa sig í ábætisréttum og vinsælt er að njóta eftirrétta og tertna án þess að heil máltíð fylgi. PUNKTURINN YFIR I-IÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.