Fréttablaðið - 30.12.2008, Side 36
20 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Í alvörunni maður!
Kanntu ekkert annað
Kinks-lag en
I‘m on an Island?!
Mig
langar
heim!
Strax?
Ertu
eitthvað
slappur?
Nei.
Ég sá strák í
hvítri skyrtu
þarna sem var
miklu flottari
en mín!
Haha!
Þú ert
bara í
stuði!
Númer tólf
í röðinni!
Við erum að
fara heim!
Þetta er of
mikið!
Hvað
núna?
Nú kemur
það besta.
Við setjum hárið
þitt í kassa og
sendum til
„Hár fyrir börn“.
Og sam-
tökin finna
börn sem
hafa not
fyrir hárið.
Þetta er eins
og dauð
rotta.
Ekki þegar
maður er
nýbúinn að
vera í krabba-
meinsmeðferð
Þetta var flott
maður
Þú syngur
eins og fugl. Þar er ég sammála.
Pabbi, það
snjóaði í
gær!
Er
það?
Þú verður
að koma
út og sjá,
hann nær
upp að
mitti!
Er það?
Vá!
Ég hef ekki
séð svo mik-
inn snjó síðan
ég var krakki!
Komdu!
Sjáðu,
upp að
mitti!
Þú meinar
upp að
höku!
Úff!
Þegar áramótin nálgast fer um mig fiðringur, mér finnast þau spennandi og nýársnótt ævintýraleg mjög. Það
er svo hátíðlegt, gaman og hollt að fara
yfir árið sem er að líða og velta fyrir sér
árinu fram undan. Ég hef í ár heitið því
að setja mér áramótaheit aldrei þessu
vant, og hafa það meira að segja ekki
frumlegt: Fara að verja tíma í hreyfingu
og líkamsrækt einhvers konar, held að
það stefni í óefni hjá mér ef ég verð jafn
löt við að hreyfa mig 2009 og ég var 2008.
Miðað við efnahagsspár er þungt ár fram
undan en eftir að vinkona mín nýkomin frá
útlöndum sagði að allir væru að staglast á
því að febrúar yrði hræðilegur á Íslandi, þá
hef ég líka ákveðið að tala ekki um að
febrúar verði hræðilegur.
Og í stað þess að velta mikið vöngum yfir
komandi ári, sem hvort eð er er ekki hægt
að sjá fyrir, þá held ég að gamlárskvöld
verði miklu skemmtilegra í ár ef umræður í
boðum snúast frekar um liðin áramót. Útrás-
arliðið getur til dæmis rifjað upp minning-
ar af glæsiveislum í útlöndum. Við sem
misstum af þeim veislum getum rifjað
upp skemmtileg kvöld í partíum sem
stóðu fram undir morgun. Eða var varið á
hinum ýmsu skemmtistöðum, Traffík,
Tunglinu, Hótel Íslandi, Skíðalandinu,
Iðnó (samkvæmisleikur, hver þessara
staða er enn til?). Skipst á svaðalegum
sögum um misheppnuð og vel heppnuð
áramót.
Af nógu er að taka og örugglega margar
skemmtilegar sögur sem eiga eftir að
fljúga í samkvæmunum. Og þó að það sé
um að gera að eyða ekki of fjár í flugelda á
þessum síðustu og verstu þá ættu allir að
gera sér ferð á sölustaði björgunarsveit-
anna og styrkja gott starf þeirra með
flugeldakaupum. Gleðilegt ár!
Andi liðinna áramóta
NOKKUR ORÐ
Sigríður Björg
Tómasdóttir
Framleitt af 3 Sagas & Helga Hermanns-
syni í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Sýningar hefjast 6. febrúar nk. í Borgar-
leikhúsinu. Miðasala í síma 568 8000
eða á borgarleikhus.is
Fyrstu sýningar:
6. febrúar
7. febrúar
8. febrúar
11. febrúar
12. febrúar
13. febrúar
20. febrúar
21. febrúar
Miðasalan hefst
kl. 10 í dag!
Fyrstir koma, fyrstir fá.1