Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
33,4%
70,7%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Fréttablaðið er með 112%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft... ... alla daga
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008.
FIMMTUDAGUR
8. janúar 2009 — 7. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
DÍSELLA LÁRUSDÓTTIR
Ánægð með kápu úr
smiðju Calvins Klein
• tíska • nám • á ferðinni
Í MIÐJU BLAÐSINS
HEILSA OG LÍFSSTÍLL
Áramótaheit, ráðlegg-
ingar og ótrúleg afrek
Sérblaðið Heilsa og lífsstíll
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
HLÁTUR lengir lífið og telja sumir að hann megi nota til að
vinna úr hvers kyns vandamálum og hugarvíli. Goodheart hlát-
ur-markþjálfun verður kennd hjá Símey, símenntunarmiðstöð
Eyjafjarðar þann 13. janúar. www.simey.is
„Kápan er rosalega flott og er
meira að segja Calvin Klein,“ segir
Dísella Lárusdóttir söngkona og
hlær. „Hún er mjög hlý og fín. Ég
fékk kápuna um þarsíðustu jól frá
eiginmanninum en hann vissi að
ég væri að leita mér að kápu og
valdi hana handa mér.“Dísella segir þó að sinn fatastíll
sé annars mjög einfaldur og að
hún spái ekki mikið í föt. „Ég fer í
þægileg föt og er mikil galla-buxnatýpa, fer bara í gall bog út
eltist ekki við tískustrauma og
yfirleitt man ég ekki hvar ég kaupi
fötin.“
Starfi Dísellu fylgja þó glæsi-kjólar og fallegur fatnaður og við-urkennir hún að hugsa þurfi fyrir
slíku. „Ég verð að leggja svolítið í
það að líta faglega út. Þegar ég
syng á tónleikum þá þarf ég að
vera í fallegum kjólum og vel til
höfð. Hins vegar man ég ekkertendilega h
þar eru þannig að þetta er dásam-legt,“ segir hún hrifin en Dísella
syngur á Vínartónleikum sinfóníu-hljómsveitarinnar og voru þeir
fyrstu haldnir í gærkvöldi. „Þetta
eru fernir tónleikar og hafa um
árabil verið meðal vinsælustu tón-leika hljómsveitarinnar. Þetta er
mjög auðmelt klassísk tónlist oghentar flestum “
Fékk kápuna í jólagjöfDísella Lárusdóttir heldur mikið upp á kápu sem hún fékk í jólagjöf frá eiginmanninum um þarsíðustu jól.
Kápan er merkt Calvin Klein en þó segist Dísella lítið spá í föt og merki heldur skipti þægilegheit mestu.
Kápuna góðu fékk Dísella í jólagjöf frá eiginmanni sínum um þarsíðustu jól. Kápan yljar vel á Íslandi en Dísella syngur á Vínartón-
leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Pattihúsgögn
80%afslætti
valdar vörur á allt að
heilsa og lífsstíll
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Opið til 21
NÝTT KORTATÍMABIL
Femínískir vindar í
guðfræði
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir er
fyrsti kvenprófessorinn við guð-
fræði- og trúarbragðafræðideild
Háskóla Íslands.
TÍMAMÓT 26
Spennandi
verkefni
Eva María Jónsdótt-
ir verður kynnir í
Eurovision.
FÓLK 38
Skiptir um lið
Steinar Bragi segist
ekki munu breytast
þótt hann gangi til
liðs við Forlagið.
FÓLK 46
Kaflaskiptur
leikur
Ísland tapaði
fyrir Túnis,
31-35, í lokaleik
sínum á æfinga-
móti í Svíþjóð
í gær.
ÍÞRÓTTIR 42
DÓMSMÁL Alþingi gekk líklega of
langt í framsali á löggjafarvaldi
þegar gjaldeyrislögum var breytt,
að mati Vilhjálms H. Vilhjálms-
sonar lögmanns. Þetta kemur
fram í grein sem Vilhjálmur
skrifar í Fréttablaðið í dag.
Vilhjálmur segir bráðabirgða-
ákvæði í lögunum fela Seðlabanka
Íslands víðtækar heimildir til að
setja reglur um háttsemi sem
varðar við lög. Auk þess sé
misræmi milli gildandi tollalaga
og reglna Seðlabanka Íslands um
gjaldeyrismál. Tollalög heimili
fólki að fara með jafnvirði allt að
15 þúsund evra úr landi í erlend-
um gjaldmiðli, en í reglum
Seðlabankans er þessi fjárhæð
takmörkuð við jafnvirði 2.940
evra. Þar sem tollalög séu sett af
Alþingi verði reglur Seðlabanka
Íslands að víkja. Þetta misræmi sé
ótækt í réttarríki. - bs / Sjá síðu 24
Lögmaður átelur gjaldeyrislög:
Bendir á ágalla
og misræmi
8
3
5
3
5
ÁFRAM MILT Í dag verður fremur
hæg suðlæg átt. Dálítil rigning
eða súld með köflum sunnan
og vestan til og norðan til með
morgninum og síðan aftur undir
kvöld, en bjart lengst af eystra. Hiti
4-10 stig.
VEÐUR 4
HJÁTRÚ „Auðvitað er ekki hægt að
fullyrða nokkuð um svona lagað
fyrir víst, en allmargar sannfær-
andi röksemdir liggja fyrir því hjá
alvöru sálarrannsóknarfélögum
heims að þetta
sé raunveruleg
ljósmynd af
„draug“, eða
framliðnum eins
og vér nefnum
yfirleitt hina
látnu sem eru
viljandi eða
óviljandi að
reyna að birtast
í okkar heimi,“
segir Magnús Skarphéðinsson,
formaður Sálarrannsóknafélags
Reykjavíkur.
Bandarískur lögmaður, Stuart
Peacock, dvaldi ásamt fjölskyldu á
Íslandi yfir hátíðarnar og náði
einstakri mynd í Hólavallakirkju-
garði á jólanótt. Og verður ekki
betur séð en þar séu draugar á
ferð. - jbg / sjá síðu 46
Einstök ljósmynd:
Draugar á ferð í
Hólavallagarði
VIÐSKIPTI Hugmyndir um innlausn
gjaldeyrissamninga á öðru en
skráðu gengi stangast á við yfir-
lýsingu Íslands við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn. Gunnar Tómasson
hagfræðingur segir þetta þýða að
framvirka gjaldeyrissamninga
sjávarútvegsfyrirtækja eða ann-
arra við gömlu bankana verði að
færa í hina nýju á skráðu gengi.
Í 22. lið yfirlýsingarinnar segir:
„Enn fremur skuldbindum við
okkur til að leggja ekki frekari
höft á gjaldeyrisviðskipti né að
koma á fjölgengisfyrirkomulagi.“
Það þýðir að hugmyndir Einars K.
Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, lífeyris-
sjóðanna, sjávarútvegsfyrirtækja
og fleiri um tilbúið gengi brjóta í
bága við yfirlýsinguna. Framvirku
samningarnir standa, þótt gengið
sé orðið þeim sem þá gerðu óhag-
stætt núna þar sem það er hærra.
Hugmyndir þeirra sem vilja
gera upp gjaldeyrissamninga
miðað við hærra gengi en nú er
eru undir sömu sök seldar. Þar má
nefna fyrirtækið Kjalar sem vill
gera sína samninga upp miðað við
markaðsgengi þeirra á gjalddaga,
14. október. Þá kostaði evran 305
krónur hjá evrópska seðlabankan-
um og vill fyrirtækið miða við það,
en er tilbúið til málshöfðunar ella.
„Neyðarlögin heimila okkur ekki
að sækja rétt okkar gagnvart
skilanefnd Kaupþings. En hins
vegar munum við verja þennan
rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur
okkar um þennan skuldajöfnuð,“
segir Hjörleifur Jakobsson, for-
stjóri Kjalars.
Gunnar starfaði hjá AGS í aldar-
fjórðung. Hann segir hið sama
gilda um hugmyndir Kjalars og
sjávarútvegsráðherra; í báðum til-
vikum sé gert ráð fyrir tvöföldu
gengi sem sé óheimilt. Hann segir
mörg dæmi um ríki sem fengið
hafa aðstoð sjóðsins og reyna að
nota aðferðir sem þessar. Niður-
staða sjóðsins sé alltaf sú sama,
hvaða aðferð sem þau beiti. Sjóð-
urinn frysti lán til viðkomandi
lands þar til slíkt hafi gengið til
baka. - kóp, bj, ikh / Sjá síðu 4
Tvöfalt gengi þýðir
frystingu lána AGS
Uppgjör gjaldeyrissamninga verður að miða við markaðsgengi þar sem óheim-
ilt er að hafa fleiri en eitt gengi skráð hér á landi. Annað væri brot á viljayfirlýs-
ingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gæti fryst lán frá honum til landsins.
STUART PEACOCK
VILJA SKÝRINGAR Fjöldi starfsmanna St. Jósefsspítala beið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra meðan hann fundaði
á Hótel Hilton. Starfsmennirnir vildu fá skýringar vegna breytinga á starfsemi spítalans, en mikil óánægja er þeirra á meðal. Ráð-
herra lofaði að hitta starfsmenn í Hafnarfirði í dag. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
REYKJAVÍK Reykjavíkurborg mun
selja húsin við Laugaveg 4 og 6 til
verktaka. Fjárhagsáætlun gerir
ráð fyrir að 20 milljónir fari í
húsin á næsta ári, sem nýttar
verða til útlitshönnunar. Borgin
keypti húsin í fyrra á 580 milljónir
króna, en kaupin voru nokkuð
umdeild. Fjárhagsáætlun gerir
ráð fyrir að 560 milljónir fari í
uppbyggingu húsanna við Lækjar-
götu 2 og Austurstræti 22, sem
borgin keypti fyrir 584 milljónir
króna. Frá þeirri upphæð dróst þó
umtalsvert vátryggingarfé.
Fjárhags áætlun við uppbyggingu
er um einn milljarður.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri
framkvæmda- og eigna sviðs
Reykjavíkur, segir ætlunina að
byggja húsin við Austurstræti
upp, en selja húsin við Laugaveg
til uppbyggingar. Það skýri mun-
inn á fjárframlagi til húsanna.
„Skipulagið gerir ráð fyrir að
Reykjavíkurborg gangi frá útliti
húsanna, en verktakar hafi heldur
frjálsar hendur um hvernig tengja
má við Skólavörðustíg og húsið á
bak við. Hvað Austurstrætið varð-
ar eru þar mjög ströng skilyrði og
borgin mun byggja þar upp áður
en selt verður.“
Hrólfur tekur fram að fram-
kvæmdir séu háðar því að takist
að tryggja lánsfjármagn. - kóp
Reykjavíkurborg ætlar ekki að endurbyggja Laugaveg 4 og 6:
Framkvæmdir bíða kaupenda