Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HLÁTUR lengir lífið og telja sumir að hann megi nota til að vinna úr hvers kyns vandamálum og hugarvíli. Goodheart hlát- ur-markþjálfun verður kennd hjá Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þann 13. janúar. www.simey.is „Kápan er rosalega flott og er meira að segja Calvin Klein,“ segir Dísella Lárusdóttir söngkona og hlær. „Hún er mjög hlý og fín. Ég fékk kápuna um þarsíðustu jól frá eiginmanninum en hann vissi að ég væri að leita mér að kápu og valdi hana handa mér.“ Dísella segir þó að sinn fatastíll sé annars mjög einfaldur og að hún spái ekki mikið í föt. „Ég fer í þægileg föt og er mikil galla- buxnatýpa, fer bara í gallabuxur og út með hundana. Auðvitað er þó gaman að klæða sig upp öðru hverju en þá er það bara eitthvað sem mér þykir flott en ekki það sem er dýrast eða í tísku,“ segir hún einlæg og bætir við kímin að kannski sé hún ekki rétta mann- eskjan í svona tískuumfjöllun. „Ég eltist ekki við tískustrauma og yfirleitt man ég ekki hvar ég kaupi fötin.“ Starfi Dísellu fylgja þó glæsi- kjólar og fallegur fatnaður og við- urkennir hún að hugsa þurfi fyrir slíku. „Ég verð að leggja svolítið í það að líta faglega út. Þegar ég syng á tónleikum þá þarf ég að vera í fallegum kjólum og vel til höfð. Hins vegar man ég ekkert endilega hvar ég fékk kjólana. Þegar ég sé þann rétta þá bara gríp ég hann.“ Þessa dagana er Dísella meðal annars að syngja með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. „Þetta er nátt- úrulega algjör draumur. Þetta er mín hljómsveit, sú besta í heimi! Pabbi minn og afi voru í hljóm- sveitinni og ég þekki flesta sem þar eru þannig að þetta er dásam- legt,“ segir hún hrifin en Dísella syngur á Vínartónleikum sinfóníu- hljómsveitarinnar og voru þeir fyrstu haldnir í gærkvöldi. „Þetta eru fernir tónleikar og hafa um árabil verið meðal vinsælustu tón- leika hljómsveitarinnar. Þetta er mjög auðmelt klassísk tónlist og hentar flestum.“ Dísella heldur síðan til Banda- ríkjanna og syngur á tónleikum í New Jersey í lok janúar. „Þar tek ég þátt í Gliere Concerto sem er rússneskur konsert eftir Rein- hardt Gliere sem var uppi á róm- antíska tímanum. Þetta er konsert fyrir kóloratúra sópran og sinfón- íuhljómsveit. Ofboðslega falleg tónlist sem ég er spennt yfir að fá að syngja.“ hrefna@frettabladid.is Fékk kápuna í jólagjöf Dísella Lárusdóttir heldur mikið upp á kápu sem hún fékk í jólagjöf frá eiginmanninum um þarsíðustu jól. Kápan er merkt Calvin Klein en þó segist Dísella lítið spá í föt og merki heldur skipti þægilegheit mestu. Kápuna góðu fékk Dísella í jólagjöf frá eiginmanni sínum um þarsíðustu jól. Kápan yljar vel á Íslandi en Dísella syngur á Vínartón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 80%afslætti valdar vörur á allt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.