Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 18
18 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta:103 Velta: 185 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 352 -0,97% 961 -2,08% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ +8,13% ALFESCA +3,75% MAREL +0,76% MESTA LÆKKUN STRAUMUR -11,41% BAKKAVÖR -4,87% ICELANDAIR -1,12% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,15 +3,75% ... Atlantic Airways 174,00 +0,00 ... Atlantic Petroleum 680,00 +0,30% ... Bakka- vör 2,15 -4,87% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,33 +8,13% ... Føroya Banki 120,00 +0,00% ... Icelandair Group 13,25 -1,12% ... Marel Food Systems 79,30 +0,76% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,63 -11,41% ... Össur 96,30 -0,93% Breyttur Bjarni á skjánum Nokkra athygli vakti þegar Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri, Glitnis steig fram með grein sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar og ekki síður viðtalið sem við hann var tekið í kjölfarið í Kastljósi Sjónvarpsins. Í greininni og á skjánum birtist annar Bjarni en sá sókndjarfi frumkvöðull fjármálalífsins sem margir muna eftir. Auðmjúkur viðurkenndi hann mistök hjá forsvarsmönnum bankanna, ekki síður en á væng stjórnmálanna og hjá stofnunum ríkisins og um leið að hann hefði búið svo um hnúta að Glitnir fengi endurgreiddar um 370 milljónir króna sem samið hafði verið um vegna starfs- loka hans. Tvær flugur í einu höggi Maður í fjármálageiranum velti því fyrir sér hvort Bjarni hefði gert sér hingað ferð til að standa fyrir máli sínu, eða hvort hann hafi notað tækifærið þar sem nú væri til umfjöllunar mál Vilhjálms Bjarnasonar á hendur stjórn Glitnis vegna starfslokasamninga Bjarna. Líkast til þyrfti hann að bera vitni, sagði maðurinn og velti fyrir sér hvort endurgreiðslan tengist þessu máli. Ólíklegt verður það þó að teljast því Bjarni endurgreiddi umsamin laun, en mál Vilhjálms snýst um þá ákvörðun stjórnarinnar að kaupa af Bjarna hlutabréf hans í bankanum á yfirverði. (Sem ef til vill skýrist af yfirlýsingum nýrra eigenda bankans um stórkostlegan vöxt í vændum.) Málið var þingfest í maílok en þá sáu líkast til fáir fyrir hrun íslensku bankanna og minna var fjargviðrast yfir ofurlaunakjörum, þótt krísa lausafjárþurrðar í fjármálaheiminum hefði þá þegar geisað í um hálft ár. Í næstu viku verður málið til meðferðar í dómi. Peningaskápurinn ... Íslenskir kaupsýslumenn hafa lent í vandræðum þar sem Danske bank neitar að senda Bandaríkjadali hing- að til lands. Málið er sagt tæknilegt en hefur snúist um lítið traust á íslensk- um bönkum. Talsmaður bankans vill lítið tjá sig um málið en væntir lausnar fljótlega. „Vandamálin sem hafa snúið að trausti á íslensku bönkunum og Íslandi hafa verið svo mörg og misjöfn. En þetta hefur allt verið að róast og þetta er eitt af því fáa sem er eftir,“ segir Sigríður M. Torfadóttir, hjá Seðlabanka Íslands. Danske bank hefur ekki miðlað Bandaríkjadölum hingað til lands frá bankahruninu. Við hrunið neitaði bankinn alfar- ið að senda nokkurn gjaldeyri hingað. Síðan hófu þeir að senda hingað danska krónu og aðra miðla, en hvorki fengust pund né dalir. „Þetta gleymdist bara í hávað- anum sem varð hér í október, en um leið og við tókum málið upp aftur þá fóru pundin strax í gegn, en þeir eru enn þá að skoða dollar- ann. Þeir hafa viljað fá staðfest- ingu á því að það sé tryggt að greiðslur sem hingað eru sendar berist réttum viðtakanda en verði ekki frystar í viðkomandi banka eins og gerðist með greiðslur til gömlu bankanna, sem í einhverj- um tilvikum frusu í Bandaríkjun- um,“ segir Sigríður. Danske bank veitti Sigríði þau svör í gærmorgun að málið væri tæknilegs eðlis og snerist um hvers konar SWIFT skeyti skyldi nota í þessum sendingum. „Vænt- anlega kemur lausn í málið næstu daga,“ segir Sigríður. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa vandamál af þessu tagi ekki komið til hjá öðrum erlend- um bönkum svo Seðlabankanum sé kunnugt um. Kaupsýslumaður sem Frétta- blaðið ræddi við segir að hann flytji vörur frá Kína og selji í Dan- mörku. Hann hafi hins vegar skipt við íslenskan banka og Danske bank. Við svo búið fái hann dansk- ar krónur hingað til lands og þurfi að skipta þeim í Bandaríkjadali hér, við mun hærra verði en ytra, til þess að greiða fyrir vörur í Kína. Þetta ástand hafi varað mán- uðum saman. Talsmaður Danske bank vildi í samtali við Fréttablaðið ekki veita upplýsingar um málið að öðru leyti en því að það væri tæknilegt og þess vænst að úr leystist fljót- lega. ingimar@markadurinn.is VIÐ ÚTIBÚ DANSKE BANK Í KAUPMANNAHÖFN Hnökrar hafa verið á millifærslum á erlendum gjaldeyri hingað til lands frá Danske Bank. Þar á bæ hefur verið borið við tæknilegum örðugleikum, sem eingöngu virðast snúa að Bandaríkjadal. MYND/DANSKE BANK Danske bank neitar að senda dollara til Íslands Flaga rambaði á barmi gjaldþrots eftir hrun bankanna í október. Flaga Holdings, stærsti lánar- drottinn félagsins, sem skráð er í Bandaríkjunum, breytti í kjölfar- ið skuldum í hlutafé til að forða félaginu frá gjaldþroti, fá upp í kröfur og koma í veg fyrir upp- sagnir starfsfólks. Félagið á nú rúm 90 prósent hlutafjár í Flögu og hefur eign annarra nær þurrkast út. Ekki eru upplýsingar um það hverjir fara fyrir Flögu Holdings. Nýja Kaupþing á kauprétt að hlut í félaginu en hefur ekki nýtt hann. Fyrir björgunaraðgerðir var ekki útlit fyrir að Flaga gæti stað- ið við skuldbindingar sínar þar sem stærstu hluthafar voru ófær- ir um að setja fé í reksturinn. Í framhaldinu var óháð verð- bréfafyrirtæki fengið til að gera virðismat á Flögu sem dró þá ályktun í ljósi stöðunnar að hluta- féð væri einskis virði. Í kjölfarið var hlutafé Flögu lækkað verulega til að mæta upp- söfnuðu tapi. Það var 720 milljón- ir króna en er nú hálf milljón. Lögmannsstofan Lex sendi um áramótin hluthöfum Flögu bréf í nafni Flögu Holdings og bauð málamyndagreiðslu, eina krónu fyrir hvern hlut í samræmi við lækkun hlutafjár. Samkvæmt því fær sá sem átti milljón hluti í Flögu sjö hundruð krónur. Starfsemi Flögu var flutt til Bandaríkjanna fyrir tæpum þremur árum og var flestu íslensku starfsfólki sagt upp. Engin starfsemi er hér í dag. Fyrirtækið er með stærstu svefnrannsóknarfyrirtækjum í heimi. Exista og gamla Kaupþing, við- skiptabanki Flögu, voru stærstu hluthafar félagsins. Flaga var skráð í Kauphöllina þar til í maí í fyrra. Bankinn var þjóðnýttur í bankahruninu í október síðast- liðnum og hefur Exista glímt við verulega fjárhagsörðugleika upp frá því. - jab SVEFNTÆKIN SETT SAMAN Flaga, eitt af stærstu fyrirtækjum á sviði svefnrann- sókna, er á gjörgæslu eftir hremmingar stærstu hluthafa. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Flögu bjargað fyrir horn Stærsti lánardrottinn svefnrannsóknafyrirtækisins Flögu hefur tekið félagið yfir. TÍU STÆRSTU Í FLÖGU Félag Hlutfall Exista 22,01% Kaupþing 19,15% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 11,33% ResMed Inc 6,62% Eignarhaldsfélagið Stofn ehf. 5,04% Kaupþing ÍS-15 3,77% BOP ehf. 3,54% Helmke Ingrid Margret Priess 2,61% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,08% Landsbankinn Luxembourg SA 2,03% „Þessi eina samræmda fasteigna- skrá hefur verið að byggjast upp undanfarin ár og nú fannst mönn- um eðlilegt að heiti stofnunarinn- ar endurspeglaði þróunina,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignaskrár Íslands. Fasteignaskráin er nýtt heiti Fasteignamats ríkisins og tók nafnabreytingin gildi um áramót. Engar breytingar verða á starf- semi stofnunarinnar. Haukur segir að fram undir aldamót hafi fasteignaskráin ein- göngu verið haldin um fasteigna- mat. Árið 1999 hafi brunabótamat verið fært til fasteignamatsins og þinglýsingar vegna fasteigna árið 2001. Síðar hafi verið færðar þang- að jarðaskrá og lögbílaskrá og loks í hittifyrra álagning fast- eignagjalda og fasteignaskatts. „Fasteignaskráin er eina upp- lýsingakerfið sem er sameiginlegt öllum sveitarfélögum og ríkinu. Þetta endurspeglar hvað fast- eignamálin koma víða við í samfé- laginu,“ segir Haukur. - ikh Fasteignaskrá verður til Vöruskipti við útlönd voru hag- stæð um 2,5 milljarða króna í nóvember, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða en inn fyrir 40,6. Hag- stofan bendir á að í þessum mán- uði hafi meðalverð erlends gjald- eyris verið 93,3 prósentum hærra en í sama mánuði árið 2007. Viðskiptajöfnuður í nóvember árið 2007 var hagstæður um fimm milljarða króna miðað við gengið í nóvember í fyrra, að því er fram kemur í yfirliti Hagstof- unnar. Hallinn á vöruskiptum við útlönd fyrstu ellefu mánuði árs- ins 2008 var tæpir 29 milljarðar króna. Það er mikil breyting frá árinu á undan þegar hallinn á sama tímabili nam yfir 111 millj- örðum króna. - ikh Viðsnúningur milli ára Exista bíður niðurstöðu málaferla Kaupþings í Bretlandi og hefur veitt bankanum aðgang að öllum gögnum vegna undirbúnings máls- höfðunar. Þetta kemur fram í til- kynningu félagsins í gær. Fram kemur að sem stærsti hlut- hafi Kaupþings hafi Exista kannað grundvöll málaferla vegna greiðsl- u stöðvunar Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags Kaup- þings í Bretlandi. „Í ljósi þess að Kaupþing banki hefur afráðið að höfða mál gegn breskum stjórn- völdum, hyggst Exista bíða niður- stöðu málaferla Kaupþings áður en ákvörðun verður tekin um frekari málarekstur,“ segir í tilkynning- unni. - óká Bíða niður- stöðu málaferla „Eftir að við sáum ummæli Þór- dísar [J. Sigurðardóttur, stjórnar- formanns Teymis] í fjölmiðlum töldum við þau stangast á við sam- runaáætlun Hive og Sko. Þá send- um við inn kvörtun til Samkeppn- iseftirlitsins á mánudag,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Starfsmenn Samkeppniseftir- litsins brugðust við kvörtuninni í gær og leituðu gagna um áætluð brot og samráð í skúffum, skotum og ruslafötum í húsakynnum Teymis og dótturfélaga. Að því loknu tók tæknideildin til starfa en hún tók afrit af rafrænum gögnum úr tölvum starfsmanna. Þórdís sagði í kjölfar brottrekst- urs Hermanns Jónassonar, fyrr- verandi forstjóra Tals, fyrirtæk- inu óheimilt að gera samning við önnur fyrirtæki en Vodafone um aðgang að farsímanetum næstu fimm árin. Hermann hafði áður gert samning við Símann. Samkeppniseftirlitið sagði í til- kynningu í gær skilyrði fyrir sam- runa Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals, hafa miðast að því að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals og að full og óskor- uð samkeppni ríki á milli Tals og Vodafone. Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður Tals, sagði í greina- gerð sem hann sendi frá sér í gær samning Tals við Símann afar hag- stæðan enda hafi vaxtakjörin verið betri en Vodafone hafi boðið auk þess sem fyrirtækið hafi svik- ið samninga um verðbreytingu. Í tilkynningu frá stjórn Teymis í gær er ásökunum Samkeppniseft- irlitsins, Símans og rangfærslum minnihluthafa Tals vísað á bug. Samtímis fagnar stjórnin því að eftirlitið leiti af sér allan grun um viðskiptahætti fyrirtækjanna og hvetur til að rannsókn verði hrað- að svo málið dragist ekki á lang- inn. - jab STAÐIÐ Í DYRUNUM Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, ræðir hér við Snorra Magnússon, lögreglumann, sem stóð vaktina í dyragættinni á meðan starfsmenn Samkeppniseftirlitsins leituðu gagna innandyra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Húsleit hjá Teymi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.