Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 50
34 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is 3 2FY RI R 3 FYRIR 2 AF ÖLLUM SKIPTIBÓKUM Við borgum þér fyrir þrjár en þú borgar bara fyrir tvær. markaður H TH T Janúar og febrúar-dúettinn er í hugum margra leið- inlegasta tvíeyki ársins. Þetta gildir þó ekki um kvikmyndaáhugafólk enda rekur á fjörurnar margar af bestu kvikmyndum hvers árs á þessu tímabili. Reyndar hefst kvikmyndaárið 2009 með íslenskri kvikmynd, heimildarmyndinni Sólskinsdreng eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem fjallar um einhverfu. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli en hún segir sögu Margrétar Dag- marar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum, Kela, til hjálpar. Hann er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Í tilefni af frum- sýningunni munu Taylor Crowe og faðir hans, Dr. David Crowe, sækja landið heim en Taylor er með hæsta stig einhverfu líkt og Keli. Nánar verður rætt við Mar- gréti í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn. Þeir sem kjósa frekar þægilega afþreyingu hafa einnig úr nægu að velja. Will Smith skiptir um gír í kvikmyndinni Seven Pounds eftir sama leikstjóra og gerði Pur- suit of Happyness. Í stað þess að berjast fyrir tilvist heimsins þá hyggst Smith breyta lífi sjö mann- eskja eftir að hafa orðið sama fjölda að bana í umferðarslysi. Guy Ritchie snýr síðan aftur í undirheima eftir að hafa reynt, með fremur misheppnuðum hætti, að koma kvikmyndaferli fyrrver- andi eiginkonu sinnar á flug. Rict- hie er á svipuðum slóðum og í Snatch og Lock Stock en kvik- myndin RocknRolla segir frá bar- áttu breskra glæpamanna um yfirráð yfir rússneskri fasteigna- svikamyllu. Meðal þeirra sem leika í RocknRolla má nefna skoska sjarmatröllið Gerard Butler sem lék aðalhlutverkin í Bjólfskviðu og 300. Mynd helgarinnar kemur þó án nokkurs vafa frá meistara Clint Eastwoood. Hún heitir Changeling og skartar sjálfri Ang- elinu Jolie í aðalhlutverki. Mynd- inni hefur þegar verið spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún hlaut meðal annars tvær tilnefn- ingar til Golden Globe-verðlauna. Christine er einstæð móðir í miðri heimskreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Hún uppgötvar sér til mikillar skelfingar að syni hennar hefur verið rænt og reynir að fá aðstoð lögreglunnar en talar þar fyrir daufum eyrum. Í kjöl- farið fara fjölmiðlar á stjá og upp úr kafinu kemur að sonur Christ- ine er ekki eina barnið sem hefur horfið sporlaust. Týnt barn og breskur krimmi SÓLSKINSDRENGUR FRIÐRIKS Heim- ildarmyndin Sólskinsdrengurinn hefur þegar vakið mikla athygli, en hún fjallar á mannlegan hátt um einhverfu. ÓSKARINN Kvikmyndinni Changeling er spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Kvikmyndin The Dark Knight gæti brotið blað í sögu Óskars- verðlaunanna því nú telja flestir að hún eigi öruggt sæti meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar verða til Óskarsverðlauna. Í vik- unni var tilkynnt að samtök fram- leiðenda hefðu tilnefnt hana sem bestu kvikmynd ársins. Keppir hún þar við Frost/Nixon, The Cur- ious Case of Benjamin Button og Slumdog Millionaire eftir Danny Boyle. Áður hafði félag leikara í Hollywood tilnefnt Heath Ledger fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þetta gefur til kynna að andlát Heaths Ledger sé kvikmyndagerð- arfólki ofarlega í huga og telja fréttaskýrendur að þetta muni hafa mikil áhrif á tilnefningarnar sem kunngerðar verða 22. janúar. Reyndar urðu kvikmyndagagn- rýnendur hálf hvumsa þegar til- nefningar til Golden Globe voru kynntar en The Dark Knight hlaut ekki náð fyrir augum þeirrar dóm- nefndar. Annars gætu Óskarsverðlaunin orðið um margt merkileg því flest- ir telja hasarmyndina The Dark Knight sigurstranglega en fast á hæla hennar fylgir teiknimyndin Wall-E sem margir telja að gæti mætt sterk til leiks. Og það yrði nú saga til næsta bæjar ef hasar- blaðahetja og teiknimyndafígúra myndu berjast um sigurinn í Kodak-höllinni. Dark Knight gæti brotið blað á Óskarnum SIGURSTRANGLEGUR Heath Ledger þykir eiga Óskarinn vísan fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í Dark Knight. Margir binda jafnvel vonir við að hún verði kosin besta mynd ársins. Aðdáendur alvöru hasarmynda ættu að leggjast á bæn og biðja góðan guð um að vernda kvik- myndina The Expendables. Því ekki er nóg með að handritshöf- undurinn sé Sylvester Stallone heldur leikur kappinn líka aðal- hlutverkið. Það eitt og sér ætti náttúrulega að nægja fyrir aðdá- endur Stallones, sem eru fjölmarg- ir, en mótleikarar Sly í myndinni eru af þeirri „stærðargráðu“ að hörðustu harðhausunum gæti vöknað um augun. Í gær var nefnilega tilkynnt að Mickey Rourke hefði bæst í leik- hóp Stallone en fyrir eru þeir Jason Statham, Jet Li, Dolph Lund- gren og bardagameistarinn Randy Couture sem aðdáendur UFC ættu að kannast við. En svo söguþráðurinn komist örugglega til skila hafa þeir Ben Kingsley og Forest Whitaker samþykkt að leika í myndinni. Myndin segir frá hópi þrettán málaliða sem fá nánast ómögulegt verkefni. Þeir eiga nefnilega að steypa af stóli suður-amerískum einræðisherra sem stjórnar landi sínu með harðri hendi. Rourke verður ekki hluti af þessum hópi heldur leikur þessi fornfrægi leik- ari vopnasala sem dregst óvænt inn í atburðarásina. Stallone er þegar byrjaður að leita að tökustöðum og kemur Brasilía vel til greina ef marka má frétt á vefsíðu kvikmyndatíma- ritsins Empire. Að endingu er svo rétt að árétta að Stallone situr að sjálfsögðu sjálfur í leikstjóra- stólnum. Hasarmyndahetjur sameinast Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunn- ar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leik- verkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaút- færsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlut- verkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirn- ar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleið- enda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir. Tilbrigði við Rómeó og Júlíu JÚLÍA James Mangold er sagður ætla að leikstýra kvikmyndinni Júlíu sem fjallar um afkomanda einhverra þekkt- ustu elskenda í heimi, Rómeó og Júlíu. > EMPIRE FRUMSÝNIR T2 Kvikmyndatímaritið Empire fékk að skyggnast að tjaldabaki Transformers 2 sem Michael Bay leikstýrir. Fyrri mynd- in naut gríðarlegra vinsælda og er T2 beðið með mikilli eftirvæntingu. Þeim sem vilja finna smjörþefinn af hasarnum er bent á heimasíðu Empire, empireon- line.co.uk. ÓTRÚLEGUR HÓPUR Sly Stallone, Mickey Rourke og Dolph Lundgren í sömu mynd er eitthvað sem allir alvöru harðhausar hafa beðið eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.