Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 16
16 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
„Þetta er langerfiðasta spurning sem ég hef
nokkurn tímann fengið,“ segir Hrund Gunn-
steinsdóttir, forstöðumaður Prisma,
nýstárlegs náms sem Listaháskólinn
og Háskólinn á Bifröst fara af stað
með í næsta mánuði, í samvinnu
við Reykjavíkur Akademíuna.
„Mér dettur þó helst í hug að
nefna slummubuxurnar mínar
góðu. Þessar buxur keypti ég
þegar ég var barnshafandi af
yngstu dóttur minni og hafa
reynst mér einstaklega vel.
Þær eru mjúkar alls staðar,
vaxa með manni og
skreppa svo aftur saman
með manni.“ Hrund
segist venjulega snögg að
henda sér í þessar töfrabuxur og mjúka sokka
þegar hún kemur heim úr vinnunni.
Verstu kaupin á Hrund ekki jafnerfitt með
að nefna. „Það eru án alls efa deCode-
hlutabréfin,“ segir hún, enda var hún meðal
þeirra fjölmörgu Íslendinga sem stukku
á þann vagn rétt fyrir síðustu aldamót
og töldu sig vera að gera skotheld kaup.
„Eftir að hafa tekið ákvörðun um að kaupa
þessi hlutabréf sá ég framtíðina í þvílíkt
björtu ljósi. Ég sá fyrir mér að ég gæti flutt
úr fimmtíu fermetra íbúðinni minni inn í
nýja höll með öllu. Mér fannst ég dálítið
snjöll,“ segir Hrund og hlær.
Fljótlega hrundi þó tálsýnin í
jöfnum takti við hlutabréfin, sem nú
eru margfalt minna virði en þegar
Hrund keypti þau.
Útgjöldin
> Verð á heilhveitibrauði, kílóverð miðað við verð á land-
inu öllu í nóvembermánuði hvers árs.
„Þú sýður kalt vatn og hellir því í
plastbala, setur álpappír í botninn og
skvettu af matarsóda
út í. Svo þarftu ekki
annað að gera en
að horfa á silfrið
verða fínt. Ef það er
skygging í munstri á
skartinu, eins og oft
er í gömlu skarti, þá
er þetta haft styttri
tíma ofan í,“ segir Fríða Jónsdóttir,
gullsmiður og skartgripahönnuður.
„Þegar ekki gefst tími í þetta mæli
ég með efni frá Goddard‘s sem heitir
Silver Dip og fæst meðal annars í
Fjarðarkaupum.
HÚSRÁÐ
SILFRIÐ HREINSAÐ Í BALA
■ Fríða Jónsdóttir, gullsmiður og skart-
gripahönnuður, kann ráð við því þegar
fellur á silfrið.
NEYTANDINN: HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR PRISMA
Slummubuxurnar bestu kaupin
96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08
258
260
288
281
324
294 296
344
Hagkaup í Skeifunni mun áfram verða
opið allan sólarhringinn, líkt og raunin
hefur verið undanfarnar sex vikur. Í
tilkynningu frá Hagkaupum kemur fram
að fjöldi fólks sæki verslunina fram til
klukkan tvö um nætur og hefjist ösin
aftur upp úr klukkan sex á morgnana.
Næturopnuninni hafi verið vel tekið
og því verið ákveðið að halda henni
áfram. Þá verði vöruúrval í versluninni
lagað að þörfum þeirra sem versla utan
venjulegs opnunartíma og þjónusta þar
endurbætt.
■ Verslun
Næturopnun Hagkaupa í Skeifunni áfram
Stefnt er að því að losa Svalbarða við alla plast-
poka á þessu ári. Markmiðið er að Svalbarði
verði fyrsta samfélagið í Noregi sem er alfarið
án plastpoka, að sögn norska dagblaðsins
Aftenposten, og á það að koma náttúrunni
til góða.
„Við viljum hafa strangari umhverfiskröfur á
Svalbarða. Ég get ekki ímyndað mér að það verði nokk-
ur pólitísk andstaða við plastpokabanni að því gefnu að
við finnum náttúruvænni valkosti,“ segir Kjell Mork,
formaður sveitarstjórnarinnar í Longyear-bænum á
Svalbarða.
Innflutningur á náttúruvænum pokum er þegar hafinn. Þeir pokar brotna
niður og hverfa í náttúrunni.
■ Íbúar á Svalbarða
Vilja banna plastpoka
Í kjölfar þess að stafrænar mynda-
vélar urðu algengar dró mjög úr
hefðbundinni framköllun ljós-
mynda. Einhverjir hafa svo lent í
því að tapa ljósmyndum sínum sem
geymdar hafa verið í tölvum sem
bregðast eða er stolið. Aðrir sakna
einfaldlega þess að handleika og
skoða myndir í myndaalbúmum.
Hver sem ástæðan kann að vera
virðist sem útprentun mynda hafi
aftur aukist.
„Fólk tekur ekki færri myndir en
áður en af því það er búið að sjá
myndirnar í myndavélinni, í tölv-
unni eða í sjónvarpinu er minni
áhersla lögð á að prenta myndirnar
á ljósmyndapappír,“ segir Jón Stef-
án Karlsson, eigandi Úlfarsfells
ehf.
Jón Stefán segir ljósmyndaprent-
un vera eitt af því sem fólk ætli sér
alltaf að gera, en komi ekki alltaf í
verk. Hann hvetur fólk til að koma
myndum sínum á ljósmyndapappír.
„Að minnsta kosti bestu myndunum
því fólk hefur verið að tapa hundr-
uðum mynda sem það hefur sett á
harða diskinn í tölvunni sinni, sem
svo hrynur,“ segir Jón Stefán.
Í sama streng tekur Gerður Ósk-
arsdóttir, eigandi Filmverks ehf. á
Selfossi. „Maður er búinn að heyra
ljótar sögur af því að fólk hafi glat-
að myndunum sínum. Fólk er að
vakna upp við það að tölvur og disk-
ar eru kannski ekki varanleg
geymsla fyrir myndirnar og því sé
betra að eiga útprentuð eintök,“
segir Gerður.
Jens Ormslev, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Pixlar ehf., segir
mikla niðursveiflu hafa komið í
framköllun ljósmynda eftir að staf-
rænar myndavélar komu á markað-
inn. Á undanförnum mánuðum hafi
framköllun svo aftur aukist jafnt og
þétt. „Fólk er farið að finna það að
það vill hafa þetta eins og í gamla
daga, í albúmi heima hjá sér en ekki
bara í tölvunni,“ segir Jens.
En þrátt fyrir þessa aukningu
hefur framköllunarþjónustufyrir-
tækjum fækkað mikið á undanförn-
um árum. Sigurjón Haraldsson,
framkvæmdastjóri Myndhraða,
segir harða samkeppni ríkja á mark-
aðnum. Hann segir 3.300 krónur
ekki raunverð fyrir hundrað mynd-
ir. „Það er of lágt verð en þetta er
það sem viðgengst á markaðnum,“
segir Sigurjón. olav@frettabladid.is
Ljósmyndirnar úr tölv-
unum í myndaalbúmin
AUGNABLIKIÐ „FEST Á FILMU“ Stafrænum myndavélum af ýmsum gerðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og þær að
miklu leyti komið í stað hefðbundinna myndavéla þar sem myndir eru festar á filmu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VERÐ Á 100 LJÓSMYNDUM
Pixlar ehf. 2.900 krónur
Hans Petersen 2.900 krónur
Ljósmyndavörur 2.900 krónur
Úlfarsfell ehf. 3.000 krónur
Myndhraði 3.300 krónur
Hraðfilman sf. 3.300 krónur
Filmverk ehf. 3.600 krónur
Verð miðast við uppgefið besta verð á
framköllun á 100 ljósmyndum í stærðinni
10x15 sentimetrar.
Frá og með 12. janúar verða Íslending-
ar, sem og aðrir ferðamenn frá löndum
sem eru undanþegin vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna, að sækja um rafræna
ferðaheimild á vef bandarískra innflytj-
endayfirvalda, https://esta.cbp.dhs.gov.
Hægt er að stilla síðuna á íslensku og
ætti því ekki að flækjast fyrir Íslending-
um.
Farþegar þurfa sjálfir að sækja um
þessa ferðaheimild (ESTA) og æskilegt
er að sótt sé um minnst 72 tímum fyrir
brottför þó reynt sé að afgreiða umsóknir með minni fyrirvara. Flestum verður
svarað um hæl. Þegar ferðaheimild hefur einu sinni verið veitt gildir hún í tvö
ár, en fyrir hverja ferð til Bandaríkjanna þarf að fara aftur á heimasíðu ESTA og
uppfæra ferðaupplýsingar fyrir hverja ferð.
Rafræna ferðaheimildin mun leysa I-94W formið af hólmi, að reynslutíma
loknum, en það er græna formið sem ferðalangar til Bandaríkjanna kannast við
að fylla út í flugvélunum. Fyrst um sinn verður einnig notast við I-94W formið
en mælst er til að farþegar hafi með sér prentaða ESTA-kvittun fyrir flug.
■ Ferðalög
Rafræn ferðaheimild til Bandaríkjanna
Leigubílstjórar hjá Hreyfli-Bæjarleiðum söfnuðu 6,3 milljónum til
styrktar átaki Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini.
Keyrt var undir bleikum ljósum í október og nóvember
og söfnuðust peningarnir með sölu á bleikum slaufum
auk þess sem hluti hvers fargjalds rann til átaksins.
Bleikar slaufur voru seldar fyrir 4.990.000
krónur og 1.300.000 krónur söfnuðust í pöntuðu
fargjaldi.
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags
Íslands segir að settum takmörkum hafi verið náð og með
söfnuninni hafi tekist að fjármagna nýjan greiningarbúnað að fullu.
■ Söfnun
Bleikir leigubílar söfnuðu 6,3 milljónum
Óska eftir að kaupa enskt
Lingafon námskeið
Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið
útgefi ð 1978 eða síðar. En útgáfuár bóka er skráð
áberandi fremst í bókum. stg. 20.000 kr.
Upplýsingar í síma 865 7013
Björgvin Ómar Ólafsson
Fátt er betra fyrir sálartetrið en að
fá sér ís, nema ef vera skyldi
súkkulaði. Í skammdegismyrkrinu
er upplagt að gúffa í sig ís – en
muna bara að svitna í klukkutíma á
móti. Blessaður ísinn hefur hækkað
eins og annað. Heiðdís skrifar: „Ég
var í Kringlunni og ákvað að fá mér
ís í ísbúðinni hjá Hagkaupum. Í
fyrsta sinn á ævinni hætti ég við að
kaupa mér ís af því að hann var of
dýr. Lítill bragðarefur er kominn í 790 krónur
hjá þeim. Miðstærð var á 890 og stór á 990
krónur. Mig grunaði að ísinn hefði hækkað
undanfarið en þetta var of mikið. Tæpar 800
krónur fyrir smá ís og smá nammi! Ég sá
fram á að fá aldrei ís aftur! Því fór ég í
verðkönnunarleiðangur í Fákafenið í Erlu-ís.
Vissulega hefur verðið þar einnig hækkað en
var samt viðráðanlegra. Hjá þeim kostaði
lítill bragðarefur 590 kr., miðstærð
690 kr. og stór 790 kr. Dýrt, en aðeins
skárra.“
Ég gerði litla bragðarefskönnun. Í
Ísbúðinni í Smáralind er sama háa
verðið og í Kringlunni. Ísbúðin
Garðabæ er staðsett að Litlatúni 1-3.
Þar eru þrjár stærðir bragðarefs á
690, 790 og 890 krónur og eins og hjá
öllum hinum fær maður þrjár
tegundir af nammi eða ávöxtum í
refinn sinn. Í ísbúðinni í Álfheimum er
verðið 620, 720 og 820 krónur og nákvæm-
lega sama verð er hjá Brynju á Akureyri. Því
miður segjast þau ekkert á leiðinni í bæinn
með ísinn sinn góða. Margir vilja meina að
„gamli ísinn“ hjá Ísbúð Vesturbæjar á
Hagamel sé svipaður Brynjuís á bragðið. Þar
er „þeytingurinn“ á 550, 650 og 800 krónur –
klárlega besti díllinn í bænum!
Neytendur: Heiðdís hætti við að fá sér ís
Bragðarefir á ýmsu verði