Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 58
42 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Iceland Express deild kvk Valur-Hamar 61-60 (36-26) Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 23 (10 frák., 10 varin), Þórunn Bjarnadóttir 12 (8 frák.), Guðrún Sesselja Baldursdóttir 12, Tinna Björk Sigmunds dóttir 10 (6 stoðs.), Lovísa A Guðmundsdóttir 4 (14 frák., 4 varin). Stig Hamars: La Kiste Barkus 25 (14 frák.), Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 13, Íris Ásgeirsdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 6, Fanney Lind Guð mundsdóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 1. Signý Hermannsdóttir hjá Val varði síðasta skot leiksins og tryggði sínu liði sigurinn og sér þrefalda tvennu. Grindavík-Keflavík 66-82 (39-40) Stig Grindavíkur: Íris Sverrisdóttir 13 (7 fráköst), Helga Hallgrímsdóttir 13 (6 fráköst), Ingibjörg Jakobsdóttir 13, Lilja Sigmarsdóttir 8 (11 fráköst), Jovana Stefánsdóttir 7 (9 fráköst), Berglind Magnúsdóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 5 (6 fráköst, 8 stoðs.), SandraGrétarsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 29, Pálína Gunnlaugsdóttir 15, Hrönn Þorgrímsdóttir 10, Marín Karlsdóttir 7, Ingibjörg Vilbergsdóttir 5, Rannveig Randversdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 3. KR-Snæfell 69-54 (35-29) Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 17, Hildur Sig urðardóttir 17, Sigrún Ámundadóttir 16, Guðrún Þorsteinsdóttir 9, Guðrún Arna Sigurðardóttir 6, Guðrún Ámundadóttir 4. Stig Snæfells: Kristen Green 15, Berglind Gunn arsdóttir 14, Sara Andrésdóttir 11, María Björns dóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, , Unnur Ásgeirsdóttir 2. N1 deild kvenna Stjarnan-Grótta 30-17 (16-9) Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Alina Petrache 4, Kristín Jóhanna Clausen 3, Sólveig Lára Kjernested 3, Hildur Harðardóttir 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Fanney Ingvarsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Indíana Jóhannsdóttir 1, Ester Ragnarsdóttir 1. Mörk Gróttu: Ragna Karen Sigurðardóttir 5, Laufey Guðmundsdóttir 4, Elsa Óðinsdótitr 2, Karólína Bærhenz 1, Hildur Andrésdóttir 1, Auður Ómarsdóttir 1, Sigrún Jónsdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Anett Köbli 1. Enski deildarbikarinn Derby-Man. Utd 1-0 1-0 Kris Commons (30.). Skoska úrvalsdeildin Motherwell-Hearts 1-0 1-0 Chris Porter (11.). Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn hjá Hearts. ÚRSLIT > Emil í skiptum fyrir Dalla Bona? Emil Hallfreðsson er á meðal þeirra leikmanna sem Regg- ina er tilbúið að hlusta á kauptilboð í, samkvæmt Gabriele Martino, yfirmanni íþróttamála hjá félaginu. Reggina leit- ast nú eftir að styrkja leikmannahóp sinn og meðal þeirra leikmanna sem orðaðir eru við félagið er Sam Dalla Bona hjá Napólí, fyrrverandi leikmaður Chelsea og AC Milan. „Dalla Bona er áhugaverður leikmaður en í augnablik- inu erum við með of marga miðjumenn. Ef Emil færi frá okkur myndi opnast möguleiki. Best væri náttúrulega að skipta bara á leikmönnunum. Ég bíð nú bara eftir símtali frá Napólí,“ sagði Martino í viðtali á útvarpsstöðinni Radio Marte. Napólí lýsti opinberlega yfir áhuga sínum á Emil í fyrra en óvíst er hvort hann sé enn á óskalista þess. Ólafur Stefánsson skrifaði á þriðjudag undir tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen. Endapunkturinn á skrautlega sögu er því kominn en Ólafur ætlaði upprunalega að ganga í raðir danska C-deildarliðsins AG Handbold. „Ég var búinn að ákveða þetta um jólin þegar ég fékk tíma til þess að fara almennilega yfir málin. Þetta er náttúrulega mikil áskorun og getur farið í allar áttir sem er spennandi. Ég vona samt að þetta verði góð og skemmtileg reynsla,“ sagði Ólafur sem segist einnig vera mjög spenntur fyrir því að leika með Guðjóni Vali Sigurðssyni. Hjá Löwen hittir Ólafur einnig fyrir stráka sem hann hefur áður kynnst á ferlinum. „Það er einhver kaótísk ólga í mér sem fer í einhverja óreiðu aftur. Þetta er orðið fínt á Spáni en Spánn er besta land sem ég hef spilað í. Ég lærði mikið þar og svolítil synd að fara frá þeim en ég held að það sé ágætis leið síðustu tvö árin að gera eitthvað nýtt og brjálað. Vonandi endar ferillinn svo vel, en takmark- ið er að vinna deildina og Meistaradeildina. Það er hin nýja áskorun,“ sagði Ólafur. Hann mun leika undir stjórn Noka Serdarusic hjá Löwen en hann gerði Kiel að stórveldi þau 15 ár sem hann þjálfaði þar. „Þjálfarinn ku vera harður og erfiður en hefur árangurinn með sér. Verður áhugavert að vinna með honum. Ég hef svo sem lent í mörgum skrautlegum þjálfurum en þetta verður vonandi skemmtilegt. Ég stefni á að taka þetta á gleðinni, njóta mín og vonandi spila vel,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega deila skyttustöðunni með þýska landsliðsmanninum Holger Glandorf sem Löwen reynir að kaupa þessa dagana. „Hann er svakaleg stórskytta og fínn gaur líka. Ég yrði bara þakklátur fyrir að fá einhvern góðan með mér því ég hef ekki orku í að halda uppi eins manns sýningu. Vonandi held ég mínum 15 mínútum í hvorum hálfleik sem ég stefni á að nýta mjög vel,“ sagði Ólafur sem lék ekki sýningarleik í Þýskalandi í gær eins og einhverjir fjölmiðlar höfðu greint frá. Hann hafnaði boði um að taka þátt í leiknum. ÓLAFUR STEFÁNSSON: BÚINN AÐ SKRIFA UNDIR TVEGGJA ÁRA SAMNING VIÐ RHEIN-NECKAR LÖWEN Ætla mér að taka þetta á gleðinni og njóta mín HANDBOLTI Ísland hafnaði í fjórða sæti á æfingamóti í Svíþjóð. Það varð ljóst eftir að liðið tapaði fyrir Túnis, 35-31, í bronsleiknum. Strákarnir léku mjög vel lengst- um og leiddu leikinn en köstuðu frá sér sigrinum síðasta stundar- fjórðunginn. Strákarnir tóku sér nokkrar mínútur í að hitna og þegar þeir hrukku í gírinn hreinlega keyrðu þeir yfir Túnisana. Ásgeir Örn Hallgrímsson var gjörsamlega óstöðvandi með fimm mörk í fyrri hálfleik og að minnsta kosti fjórar stoðsendingar. Flestar á Róbert sem skilaði sínum bolt- um í netið. Það vantaði meiri skotógn fyrir utan gegn Egyptum og Ásgeir svaraði kallinu. Vörnin var síðan mögnuð og Björgvin Páll stórkost- legur þar fyrir aftan með ellefu varin skot í fyrri hálfleik. Strákarnir náðu mest sex marka forystu, 14-9, en misstu forskotið í tvö mörk fyrir hlé er leikar stóðu 15-13. Ragnar Óskarsson meiddist í fyrri hálfleik og það riðlaði nokk- uð leikskipulaginu. Sóknarleikur- inn ekki eins beittur í síðari hálf- leik með Loga á miðjunni og Sigurberg fyrir utan. Hvorugur náði sér á strik rétt eins og Rúnar Kárason sem fann sig alls ekki á þessu móti. Varnarleikurinn gaf einnig stór- kostlega eftir í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sig seka um að sofna á verðinum, skila sér ekki nógu hratt til baka og var refsað með mörgum ódýrum mörkum. Þeir héldu þó frumkvæðinu allt þar til tíu mínútur lifðu leiks er Túnis jafnaði, 20-20. Þá kom smá kippur, Ísland komst yfir 24-22, en þá hrundi leikur liðsins algjörlega á báðum endum. Túnisar gengu á lagið og hrein- lega völtuðu yfir íslenska liðið á lokamínútunum. Niðurstaðan óþarfa fjögurra marka tap, 31-35, í leik þar sem Ísland var lengstum sterkari aðilinn. „Þetta var mjög kaflaskipt. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en svo fjaraði undan okkur þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Það kom hræðilegur kafli þegar við misnot- uðum þrjú dauðafæri í röð þegar við hefðum getað náð tveggja marka forskoti og það var dýrt þegar upp var staðið,“ segir lands- liðsþjálfarinn Guðmundur Guð- mundsson. Ragnar Óskarsson og Hreiðar Guðmundsson meiddust báðir í gær en Aron Pálmarsson og Einar Hólmgeirsson voru búnir að togna í nára fyrr á mótinu. „Við máttum illa við því að missa Ragga þar sem við erum nú orðnir mjög þunnskipaðir. Við eigum eftir að leggjast yfir þetta og ákveða hvort við þurfum ekki að kalla inn nýja leikmenn fyrir æfingarmótið í Danmörku sem byrjar á föstudag. Mögulega gætum við kallað til einhverra leikmanna sem eru að spila með 2012 landsliðinu í Frakklandi en við sjáum til,“ segir Guðmundur. - hbg / - óþ Köstuðu frá sér sigrinum Ísland tapaði fyrir Túnis, 31-35, í lokaleik sínum á æfingamóti í Svíþjóð. Eftir fínan leik í 45 mínútur hrundi leikur íslenska liðsins eins og spilaborg. Vináttulandsleikur: Ísland-Túnis 31-35 (15-13) Mörk Íslands (skot): Ásgeir Örn Hallgrímsson 6 (9), Logi Geirsson 6/2 (17/4), Róbert Gunnars- son 5 (6), Vignir Svavarsson 4 (5), Rúnar Kárason 4 (8), Sigurbergur Sveinsson 2 (4), Sturla Ásgeirs- son 2 (5), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Þórir Ólafsson 1 (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/2 (50/5) 34%. ÖFLUGUR Ásgeir Örn Hallgríms- son átti fínan leik gegn Túnis í gær og skoraði sex mörk, en þar af skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FÓTBOLTI Coca-Cola Championship félagið Derby gerði sér lítið fyrir og lagði Englandsmeistara Manchester United 1-0 í fyrri leik félaganna í undanúrslitum deildarbikarsins á Pride Park í Derby í gærkvöld. Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, hvíldi marga af lykilmönnum sínum gegn Derby í gær og Coca-Cola Championship félagið gekk á lagið og gaf United ekkert eftir. Það var því í raun alls ekki gegn gangi leiksins þegar Kris Commons kom Derby yfir með þrumuskoti á 30. mínútu. United komst lítt áfram eftir mark Derby og því brá Ferguson á það ráð að gera tvöfalda skiptingu á 63. mínútu þar sem stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney komu inn á til að fríska upp á leik gestanna. Ronaldo komst næst því að skora fyrir United á 77. mínútu þegar skot hans beint úr auka- spyrnu fór rétt fram hjá marki Derby en niðurstaðan var óvæntur 1-0 sigur Derby. Seinni undanúrslitaleikur félaganna fer fram á Old Trafford 20. janúar. - óþ Deildarbikarinn á Englandi: Kris Commons afgreiddi United BARÁTTA Englandsmeistarar Man. United lentu í stökustu vandræðum í gærkvöld gegn Derby. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.