Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HLÁTUR lengir lífið og telja sumir að hann megi nota til að vinna úr hvers kyns vandamálum og hugarvíli. Goodheart hlát- ur-markþjálfun verður kennd hjá Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þann 13. janúar. www.simey.is „Kápan er rosalega flott og er meira að segja Calvin Klein,“ segir Dísella Lárusdóttir söngkona og hlær. „Hún er mjög hlý og fín. Ég fékk kápuna um þarsíðustu jól frá eiginmanninum en hann vissi að ég væri að leita mér að kápu og valdi hana handa mér.“ Dísella segir þó að sinn fatastíll sé annars mjög einfaldur og að hún spái ekki mikið í föt. „Ég fer í þægileg föt og er mikil galla- buxnatýpa, fer bara í gallabuxur og út með hundana. Auðvitað er þó gaman að klæða sig upp öðru hverju en þá er það bara eitthvað sem mér þykir flott en ekki það sem er dýrast eða í tísku,“ segir hún einlæg og bætir við kímin að kannski sé hún ekki rétta mann- eskjan í svona tískuumfjöllun. „Ég eltist ekki við tískustrauma og yfirleitt man ég ekki hvar ég kaupi fötin.“ Starfi Dísellu fylgja þó glæsi- kjólar og fallegur fatnaður og við- urkennir hún að hugsa þurfi fyrir slíku. „Ég verð að leggja svolítið í það að líta faglega út. Þegar ég syng á tónleikum þá þarf ég að vera í fallegum kjólum og vel til höfð. Hins vegar man ég ekkert endilega hvar ég fékk kjólana. Þegar ég sé þann rétta þá bara gríp ég hann.“ Þessa dagana er Dísella meðal annars að syngja með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. „Þetta er nátt- úrulega algjör draumur. Þetta er mín hljómsveit, sú besta í heimi! Pabbi minn og afi voru í hljóm- sveitinni og ég þekki flesta sem þar eru þannig að þetta er dásam- legt,“ segir hún hrifin en Dísella syngur á Vínartónleikum sinfóníu- hljómsveitarinnar og voru þeir fyrstu haldnir í gærkvöldi. „Þetta eru fernir tónleikar og hafa um árabil verið meðal vinsælustu tón- leika hljómsveitarinnar. Þetta er mjög auðmelt klassísk tónlist og hentar flestum.“ Dísella heldur síðan til Banda- ríkjanna og syngur á tónleikum í New Jersey í lok janúar. „Þar tek ég þátt í Gliere Concerto sem er rússneskur konsert eftir Rein- hardt Gliere sem var uppi á róm- antíska tímanum. Þetta er konsert fyrir kóloratúra sópran og sinfón- íuhljómsveit. Ofboðslega falleg tónlist sem ég er spennt yfir að fá að syngja.“ hrefna@frettabladid.is Fékk kápuna í jólagjöf Dísella Lárusdóttir heldur mikið upp á kápu sem hún fékk í jólagjöf frá eiginmanninum um þarsíðustu jól. Kápan er merkt Calvin Klein en þó segist Dísella lítið spá í föt og merki heldur skipti þægilegheit mestu. Kápuna góðu fékk Dísella í jólagjöf frá eiginmanni sínum um þarsíðustu jól. Kápan yljar vel á Íslandi en Dísella syngur á Vínartón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 80%afslætti valdar vörur á allt að

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.