Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 2
2 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
HEILSA „Í fyrstu hugsaði ég bara
um að verða grönn og fyrstu
vikurnar hrundu af mér kílóin,“
segir Eva Margrét Einarsdóttir,
sem hefur grennst um 30 kíló á
sex árum eftir
að hún fór að
stunda hlaup.
Margrét
hleypur nú allt
að 90 kílómetra
á viku og varð
Íslandsmeistari
kvenna í
Laugavegs-
hlaupinu 2008.
„Það er ekki
bara andleg og líkamleg líðan
sem hefur gjörbreyst ... heldur er
félagslega hliðin líka kostur.
Sigurvegaratilfinningin fleytir
manni svo áfram á flestum
stöðum í lífinu,“ segir hún.
- þlg / sjá Heilsa og lífsstíll
Léttist um 30 kíló á sex árum:
Hljóp í sig lífs-
þrótt og gleði
EVA MARGRÉT
EINARSDÓTTIR
Er mataræðið
óreglulegt?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar
máltíðir – allt þetta dregur úr innri
styrk, veldur þróttleysi, kemur
meltingunni úr lagi og stuðlar að
vanlíðan. Regluleg neysla LGG+
vinnur gegn þessum áhrifum og
flýtir fyrir því að jafnvægi náist
á ný. Dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
LÖGREGLUMÁL Kristján Svein-
björnsson sem nýlega sagði af sér
embætti forseta bæjarstjórnar á
Álftanesi var áður yfirheyrður af
lögreglu vegna nafnlausra
ummæla á vef Álftanesbæjar.
Miklar deilur hafa staðið um
Miðskóga 8 sem er sjávarlóð fram-
an við einbýlishús Kristjáns Svein-
björnssonar. Eigendur lóðarinnar
vilja byggja þar íbúðarhús en
meirihluti Á-listans í bæjarstjórn
stendur gegn því.
Hinn 20. nóvember síðastliðinn
birtist á umræðuvef Álftanesbæj-
ar nafnlaus færsla með grófum
ásökunum á hendur Hlédísi Sveins-
dóttur, sem er einn af eigendum
Miðskóga 8. Daginn áður var reynt
að setja sams konar færslu inn á
bloggsíðu eigenda lóðarinnar.
Eftir að skrifin birtust á vef Álft-
nesbæjar sagði Hlédís á bloggsíðu
sinni að þau væru mesta níð og
lygar sem hún hefði séð ritað um
nokkurn mann. „Þessi skrif voru
birt á ábyrgð sveitastjórnar Álfta-
ness og vefstjóra og var þessi
óhróður á vefsíðunni allt þar til
lögmaður minn sendi sveitarstjóra
og vefstjóra harðort bréf um að
hér væru á ferðinni meiðyrði af
verstu sort,“ skrifaði Hlédís sem
kærði málið til lögreglu.
Vegna málsins var umræðuvef
Álftanesbæjar lokað. „Þeir sem
kunna að hafa orðið fyrir aðdrótt-
unum vegna skrifa einstaklinga á
umræðuvef sveitarfélagsins eru
beðnir velvirðingar á því,“ sagði
vefstjórinn í tilkynningu.
Rannsókn lögreglunnar leiddi til
tölvu á Grand Hóteli á Reykjavík.
Myndir úr eftirlitskerfi sýndu
karlmann ganga inn í tölvuher-
bergi hótelsins rétt áður en fyrr-
greindar færslur voru settar inn.
Myndirnar voru bornar undir eig-
endur Miðskóga 8 sem töldu ljóst
að maðurinn væri Kristján Svein-
björnsson og var hann kallaður til
skýrslutöku.
Kristján staðfestir að lögreglan
hafi haft samband við hann og
spurt hann út í málið. „Síðan veit
ég ekki meira. Ég veit ekki til þess
að þetta hafi verið tengt mér á
nokkurn annan máta,“ segir Kristj-
án sem vill hvorki svara því hvort
hann skrifaði ummælin né heldur
hvort hann hafi verið á hótelinu
þegar skeytið var sent og vísar á
lögmann sinn.
Stuttu eftir þetta, eða um miðjan
desember, sagði Kristján af sér
embætti forseta bæjarstjórnar og
sem bæjarfulltrúi á Álftanesi
vegna „persónulegra mála“ að því
er sagði í yfirlýsingu.
„Nú er til vinnslu meiðyrðamál
gagnvart gerandanum og stjórn-
sýslukæra á sveitarfélagið sem er
ábyrgt fyrir birtingu níðsins,“
segir Hlédís Sveinsdóttir.
gar@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is
Forseti bæjarstjórnar
hætti eftir rógskæru
Myndir úr öryggiskerfi virðast sýna þáverandi forseta bæjarstjórnar Álftaness
við tölvuherbergi Grand Hótels þaðan sem rógur um lóðareiganda var sendur á
umræðuvef bæjarins. Forsetinn sagði af sér eftir yfirheyrslu hjá lögreglunni.
Davíð, spilið þið sem sagt
ekkert þungarokk?
„Nei, við sláum fyrst og fremst á
létta strengi.“
Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari og
tónlistarmaður, leitar að gítarleikara í
hljómsveit sína en „engar bollur“ koma
til greina.
BANDARÍKIN, AP Fimm forsetar
Bandaríkjanna hittust í Hvíta
húsinu í Washington í gær.
George W. Bush, núverandi
forseti, bauð arftaka sínum,
Barack Obama, ásamt föður
sínum, George H. W. Bush, Bill
Clinton og Jimmy Carter í Hvíta
húsið, tæpum tveimur vikum
áður en forsetaskipti verða.
Fyrir fundinn sagðist Bush
yngri reikna með því að Obama
myndi spyrja þá alla spurninga,
en „ef ekki, þá skiptumst við bara
á stríðssögum“.
Síðast var boðið til fundar af
þessu tagi í Hvíta húsinu árið
1981. Hugmyndin um að endur-
taka leikinn kviknaði á fundi
þeirra Bush og Obama nýverið.
- gb
Óvenjuleg samkoma:
Fimm forsetar í
Hvíta húsinu
FIMM Í EINU Bush eldri, Obama, Bush
yngri, Clinton og Carter saman í Hvíta
húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Skömmu fyrir
áramót var um 30 rafmagnsnudd-
stólum og nokkrum dýnum stolið
við innbrot í fyrirtæki í Hafnar-
firði. Stólarnir eru af gerðinni
Luxory Royal í svörtu leðri, Gary-
hvíldarstólar alkæddir svörtu
leðri og með rafstýringu, Roman
dökkbrúnir leðurhvíldarstólar og
Rinoa-tungusófar, svartir og
dökkbrúnir, leðurklæddir með
hvíldarstól í enda. Dýnurnar eru
King Elegance og Queen Com-
fort air. Þeir sem geta veitt
upplýsingar um málið eru beðnir
um að hafa samband við lögregl-
una á höfðuborgarsvæðinu í síma
444-1100. - jss
Lögregla leitar aðstoðar:
Lýst eftir 30
nuddstólum
HEILBRIGÐISMÁL Gunnar K. Gunn-
arsson, forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Vestmannaeyja, segir að þær
breytingar á starfsemi í heilbrigðis-
þjónustunni sem heilbrigðisráð-
herra hefur kynnt geti ekki átt við
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Til stendur að hún verði sameinuð
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
„Rannsóknarstofa Selfoss og
Vestmannaeyja geta aldrei unnið
saman, það eru ekki samgöngur til
þess,“ segir hann. „Og með það að
vaktsvæði heilsugæslanna verði
sameinuð; ég get ekki séð að menn
taki vakt í Vestmannaeyjum og á
Selfossi til skiptis. Hvernig eigum
við að sameina sjúkraflutninga í
Vestmannaeyjum og uppi á landi?
Það er ljóst að margt af þessum
breytingum sem eiga við uppi á
landi geta ekki átt við hjá okkur.“
- jse
Forstjóri heilbrigðisstofnunar:
Undrandi á heil-
brigðisráðherra
HEILBRIGÐISMÁL „Hafnfirðingar
hafa áður þurft að slá skjaldborg
um spítalann og ég er nokkuð viss
um að þeir muni ekki sitja undir
þessu,“ segir Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um
fyrirhugaðar breytingar sem á að
gera á St. Jósefsspítala-Sólvangi.
Hann er afar óánægður með að
bæjaryfirvöld skyldu ekki hafa
verið höfð með í ráðum varðandi
breytingarnar. „Við höfum farið
fram á það að fá fund með heil-
brigðisráðherra þar sem rætt
verður um framtíð spítalans og
önnur mál sem þessu tengjast.“
Hann segir að Hafnfirðingar hafi
engin haldbær rök fengið fyrir
breytingunum.
Almar Grímsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði,
tekur í sama streng. „Ég hef talað
við heilbrigðisráðherra og reynt
að fá þessari ákvörðun hnikað,“
segir hann. Hann segist ekki hafa
heyrt nokkur fagleg rök fyrir
breytingunum og því var hann
spurður hvort hann héldi að pólit-
ískar ástæður byggju þar að baki.
„Sá grunur læðist að fólki og ég er
þar ekki undanþeginn,“ svarar
hann. Spurður hvort afstaða hans
sé ekki óheppileg þar sem hann sé
fulltrúi Sjálfstæðisflokks líkt og
heilbrigðisráðherrann. „Nei, það
er ekki óheppilegt að fara eftir
eigin sannfæringu og ég held að
þessar breytingar séu ekki í anda
þess sem Sjálfstæðisflokkurinn
stendur fyrir.“ - jse
Hafnfirðingar segjast engin fagleg rök hafa fengið fyrir breytingunum:
Sætta sig ekki við breytingarnar
LÚÐVÍK GEIRSSON Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur farið fram á fund með
heilbrigðisráðherra en fagleg rök fyrir
breytingum á starfsemi St. Jósefsspítala-
Sólvangi hefur hún ekki fengið að sögn
bæjarstjóra.
KRISTJÁN
SVEINBJÖRNSSON
HLÉDÍS
SVEINSDÓTTIR
HEIMASÍÐA ÁLFTA-
NESS Umræðu-
svæði á heimasíðu
bæjarfélagsins
var lokað vegna
ítrekaðra brota á
reglum.
VIÐSKIPTI Skilanefnd gamla Glitnis
segir samráð og samþykki fyrir-
tækja hafa legið við því þegar þrjú
lánasöfn voru sett að veði gegn lán-
veitingu í Seðlabanka Evrópu. Hluti
lánasafnanna voru kvótaveð sem
eru nú í höndum bankans. Skila-
nefnd hefur samið um að færa yfir-
ráð yfir þeim veðum til Íslands og
eru samningar þar um á lokastigi.
„Við vonumst til þess að samn-
ingar náist og okkur verði treyst til
að hafa umsjón með lánunum og sjá
um innheimtu og skila Seðlabank-
anum síðan afborgunum, þar til
skuldin er að fullu greidd,“ segir
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar. Þess vegna sé mjög mikil-
vægt að félögin sem um ræðir lendi
ekki í vanskilum og tryggi sér end-
urfjármögnun um leið og aðstæður
leyfa.
Árni segir skilanefndina hafa lagt
mikið á sig til að efla traust bankans
ytra. „Ef aðrir aðilar hefðu leyst
veðin til sín á brunaútsölu og lánin
hefðu verið gjaldfærð hefði getað
komið upp vond staða.“ Ábyrgð lán-
þeganna um að standa í skilum sé
því mikil.
Hluti samkomulagsins gengur út
á að fasteignalán sem dótturfélag
bankans í Lúxemborg á, og lánuð
hafa verið einstaklingum ytra, hafi
verið notuð til að greiða niður lán
hjá Seðlabanka Evrópu. - kóp
Skilanefnd segir samráð hafa verið haft við eigendur fyrirtækja um kvótaveð:
Yfirráð kvótaveða til Íslands
ÁRNI TÓMASSON Formaður skilanefnd-
ar segir samninga í gangi um að færa
yfirráð yfir kvótaveðum til Íslands, en
þau eru nú hjá Seðlabanka Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn
gengu á milli tveggja fylkinga
sem áttu í útistöðum um klukkan
hálf átta í gærkvöldi á gatnamót-
um Lönguhlíðar og Mávahlíðar.
Að sögn lögreglunnar voru
þarna tíu til fimmtán ungir menn
meðal annars frá Ítalíu, Portúgal
og Kólumbíu. Sökum tungumála-
örðugleika fékk lögreglan ekki
botn í það hvað mennina greindi á
um. Lögreglan segir það koma
fyrir að hún þurfi að hafa afskipti
af fylkingum sem þessum þó ekki
rati það alltaf í fjölmiðla. - jse
Lögreglan gekk á milli:
Kom í veg fyrir
hópslagsmál
SPURNING DAGSINS