Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 8
8 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
20% AFSLÁT TUR
Sá er reynt hefur vörur þessar, notar ekki aðrar
af krakka pollagöllum í janúar
FREYR
FREYJA
Pollagalli á krakkana
Pollagalli á krakkana
Mjög sterkur vind- og vatnsheldur
pollagalli. Jakkinn er með
endurskins merkjum á ermum og
teygju í hettu og ermum. Hægt er
að smella hettunni af. Buxurnar
eru með endurskini á skálmum
og teygjur fyrir skó eða stígvél.
Léttur vind- og vatnsheldur
pollagalli. Jakkinn er með
endurskins merkjum á ermum og
teygju í hettu og ermum. Hægt er
að smella hettunni af. Buxurnar
eru með endurskini á skálmum
og teygjur fyrir skó eða stígvél.
1 Hvað létust margir í heima-
og frítímaslysum í fyrra?
2 Hvað er langt síðan hljóm-
sveitin Sigur Rós var stofnuð?
3 Hvenær hefst keppnin um að
taka þátt fyrir Íslands hönd í
Eurovision?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
BANDARÍKIN, AP Andstaðan við
setu Rolands Burris í öldunga-
deild Bandaríkjaþings hefur
eitthvað minnkað, bæði meðal
demókrata og repúblikana á
þinginu.
Demókratar á þingi höfðu heit-
ið því að fallast aldrei á þingsetu
neins, sem Rod Blagojevich, hinn
umdeildi ríkisstjóri í Illinois,
myndi skipa sem arftaka Baracks
Obama í öldungadeildinni.
Burris hugðist mæta til þings,
þegar það kom saman í fyrsta
sinn á þriðjudag, en var neitað
um inngöngu. Málið virðist hins
vegar flóknara en svo, að demó-
kratar geti meinað honum þing-
setu öllu lengur. - gb
Roland Burris í öldungadeildina:
Andstaða þingsins
hefur minnkað
GAZA, AP Ísraelar sögðust í gær
fagna vopnahléstillögum Frakka
og Egypta, en héldu engu að síður
áfram hernaði sínum á þéttbýlu
Gazasvæðinu eftir stutt hlé.
Ísraelar krefjast trygginga fyrir
því að Hamas-samtökin bæði hætti
að skjóta sprengiflaugum á ísra-
elskar íbúðabyggðir og noti ekki
vopnahlé til þess að afla sér víg-
búnaðar á ný, en Hamas-samtökin
krefjast þess á hinn bóginn að Ísra-
elar opni landamæri Gazasvæðis-
ins.
Þriggja klukkustunda hlé á árás-
um Ísraela í gær var notað til þess
að koma matvælum og eldsneyti til
íbúa á Gazasvæðinu, sem búa við
algera neyð. Einnig var hléið notað
til að ná í lík á svæðum, sem þótti
of hættulegt meðan bardagar
geisuðu, auk þess sem særðu fólki
var hraðað að landamærum
Egyptalands þar sem hægt var að
flytja það á sjúkrahús.
Strax að hléinu loknu hófu Ísra-
elar loftárásir á ný, og Hamas-liðar
byrjuðu sömuleiðis að skjóta
heimagerðum sprengiflaugum
sínum yfir landamærin þar sem
hending ein ræður hvort þær valda
tjóni.
Blóðbaðið á Gaza hefur nú staðið
yfir í þrettán daga stanslaust, ef
undan er skilið þetta stutta hlé í
gær. Loftárásir og landhernaður
Ísraela hefur kostað nærri 700
manns lífið, en hátt í helmingur
þeirra eru óbreyttir borgarar, að
því er bæði Palestínumenn og Sam-
einuðu þjóðirnar fullyrða. Að
minnsta kosti 130 hinna drepnu eru
börn.
Þetta eru mannskæðustu árásir
Ísraela á Palestínumenn síðan í sex
daga orrustunni árið 1967, þegar
Ísraelar hertóku bæði Gazasvæðið
og Vesturbakkann.
Árásirnar hafa vakið hörð við-
brögð víðast hvar í heiminum.
Hamas-samtökin sögðust í gær
fagna því að Hugo Chavez, forseti í
Venesúela, hafi rekið sendiherra
Ísraels úr landi, en Ísrael bræddi
með sér hvort svara eigi í sömu
mynt og reka sendiherra Venesú-
ela úr landi.
Barack Obama, sem innan hálfs
mánaðar tekur við forsetaembætti
í Bandaríkjunum, hefur verið
gagnrýndur fyrir þögn sína um
árásirnar á Gaza. Hann gaf þó ótví-
rætt til kynna í gær að hann sé á
öndverðum meiði við George W.
Bush, fráfarandi forseta, þegar
hann ítrekaði að ástæða þess að
hann vill ekki tjá sig sé sú, að
bandarísk stjórnvöld geti ekki haft
tvenns konar afstöðu í málinu. Þess
vegna vilji hann láta Bush eftir að
tala um þetta þangað til forseta-
skiptin verða. gudsteinn@frettabladid.is
Stutt vopna-
hlé notað til
hjálparstarfs
Ísraelar hafa drepið að minnsta kosti 130 börn með
árásum sínum á Gaza, sem hafa staðið í þrettán
daga. Vopnahléstillaga frá Frökkum og Egyptum
vekur veikar vonir. Stutt hlé gert á árásunum í gær.
FJÓRTÁN MANNS JARÐSUNGNIR Fjórtán manns voru grafnir í Jabaliya-flóttamanna-
búðunum á Gazasvæðinu í gær. Allir fórust þeir þegar Ísraelar gerðu á þriðjudag árás
á skóla, sem Sameinuðu þjóðirnar reka, en þangað hafði fjöldi fólks leitað skjóls
undan árásunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Reykjavíkurborg hefur
gert afsláttarsamning við Jóhann
Ólafsson og Co., umboðsaðila
OSRAM á Íslandi, um kaup á
ljósaperum næstu tvö árin.
Borgin gekk til samninga við
fyrirtækið að undanfenginni
verðkönnun.
Samkvæmt upplýsingum frá
Jóhanni Ólafssyni og Co. nota
fyrirtæki og stofnanir Reykjavík-
urborgar um 20 þúsund ljósaper-
ur á ári. Nema viðskipti borgar-
innar við fyrirtækið um tíu
milljónum króna á ári. - bþs
Samið um ljósaperukaup:
Reykjavík notar
tuttugu þúsund
ljósaperur á ári
LÖGREGLUMÁL Skynsamlegt var að
móta þá stefnu að efla sérsveit Rík-
islögreglustjóra í mars 2004, segir
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra. Hann segir sérstakan sak-
sóknara í Baugsmálinu hafa eflt
saksókn efnahagsbrota og nýr sér-
stakur saksóknari vegna banka-
hrunsins geri það einnig.
Björn segir í tölvupósti til Frétta-
blaðsins að unnið hafi verið að upp-
byggingu sérsveitarinnar í sam-
ræmi við það sem samþykkt hafi
verið í ríkisstjórn. Uppbyggingin
hafi skilað því sem stefnt var að.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að rekstrarfé sérsveitarinnar hafi
aukist um 45 prósent milli áranna
2005 og 2007. Rekstrarfé efnahags-
brotadeildar dróst á sama tímabili
saman um tæplega níu prósent.
Björn segir samanburðinn ekki
gefa heildarmyndina, þar sem til
viðbótar við það sem þar komi
fram hafi settur saksóknari í
Baugsmálinu og samstarfsmenn
hans starfað að saksókn efnahags-
brota. Til þess hafi verið aflað fjár
af fjáraukalögum.
Spurður hvort efla þurfi efna-
hagsbrotadeildina segir Björn að
nú sé unnið að því að koma á lagg-
irnar embætti sérstaks saksóknara
sem rannsaka á bankahrunið. Gert
sé ráð fyrir 50 milljóna króna fjár-
veitingu til embættisins.
„Ég tel, að til framtíðar verði
tekið mið af störfum hans og
umsvifum við skipulag efnahags-
brotarannsókna,“ segir Björn. - bj
Dómsmálaráðherra segir sérstaka saksóknara efla saksókn efnahagsbrota:
Uppbygging sérsveitar skilað sínu
BAUGSMÁLIÐ Sérstakur saksóknari í
Baugsmálinu efldi saksókn efnahags-
brota, segir Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ROLAND BURRIS
Rod Blagojevic,
ríkisstjóri í Illinois,
er sakaður um að
hafa reynt að selja
þingsæti Obamas
hæstbjóðanda.
FERÐAÞJÓNUSTA Unnið er að því
innan ferðaþjónustunnar að
fjölga fuglaskoðurum meðal
ferðamanna sem koma hingað til
lands. Í tilefni af því boðar
Útflutningsráð til fundar á
föstudaginn.
Þar mun meðal annars ráðgjaf-
inn Connie Lovel, sem hefur tekið
þátt í uppbyggingu svipaðra
verkefna á Falklandseyjum,
kynna niðurstöður sínar og
tillögur. Hún heimsótti fjölda
staða hér á landi á síðasta ári.
Fundurinn stendur frá klukkan
9 til 16.30. Hann er öllum opinn
og ókeypis inn.
- hhs
Útflutningsráð boðar til fundar:
Vilja auka hlut
fuglaskoðunar
VEISTU SVARIÐ?