Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 10
10 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
ÚKRAÍNA, AP Rússar hafa skrúfað
fyrir allt gas til þeirra Evrópu-
ríkja sem fá gas sitt frá Rúss-
landi með leiðslum sem liggja um
Úkraínu. Evrópusambandið
sakar bæði Rússa og Úkraínu-
menn um að halda neytendum í
gíslingu vegna deilu sinnar um
gasverðið.
Um áttatíu prósent af öllu gasi,
sem selt er frá Rússlandi til Evr-
ópuríkja fer um Úkraínu, en
afgangurinn fer í gegnum smærri
gasleiðslur um Hvíta-Rússland
og Tyrkland.
Ríkin eru misjafnlega vel undir
þetta búin, sum þeirra eiga gas-
birgðir til langs tíma en önnur
ekki. Í Búlgaríu, Rúmeníu og
víðar liggur við neyðarástandi og
víða brá fólk á það ráð að útvega
sér aðra eldsneytisgjafa, einkum
við eða kol.
Tímasetningin er slæm, bæði
vegna vetrarhörkunnar sem nú
herjar á austurhluta álfunnar og
vegna jólahalds á Balkanskaga,
þar sem jóladagur var í gær sam-
kvæmt tímatali rétttrúnaðar-
kirkjunnar.
Rússar tapa töluverðum tekj-
um af gassölu til Evrópu vegna
lokunarinnar. Deilan stafar af því
að Rússar vilja að Úkraínumenn
borgi sama verð og Evrópuríki
fyrir gasið, en Úkraínumenn
krefjast þess í staðinn að fá
hærra greiðslur fyrir að flytja
gasið til Evrópuríkja. - gb
Á annan tug Evrópuríkja í vandræðum með húshitun um hávetur:
Rússar skrúfuðu fyrir gasið
STJÓRNMÁL Magnús Stefánsson,
þingmaður Framsóknarflokksins,
hefur afráðið að gefa ekki kost á
sér í embætti
formanns
flokksins.
Nýr formað-
ur verður
kjörinn á
flokksþingi
Framsóknar um
aðra helgi.
„Ég velti
þessu fyrir mér
fram að
áramótum og
tók svo ákvörðun í rólegheitum,“
segir Magnús sem vill ekki
upplýsa hvað réði ákvörðuninni.
Hann hefur ákveðið hvaða
frambjóðanda hann styður en vill
ekki gefa upp hver það er. - bþs
Formannsstaðan í Framsókn:
Magnús gefur
ekki kost á sér
MAGNÚS
STEFÁNSSON
PARÍS Eiffel-turninum var lokað í gær
vegna mikillar ísingar.
PARÍS, AP Vetur konungur minnti
rækilega á sig á meginlandi
Evrópu í gær. Frost var í lofti og
meðal annars þurfti að loka
Eiffel-turninum, einu helsta
aðdráttarafli ferðamanna í París,
vegna snjókomu og ísingar. Allt
að tíu sentimetra djúpur snjór
mældist víða í Frakklandi. Í
Þýskalandi mældist snjórinn
mest um sextán sentimetra
djúpur.
Aflýsa þurfti mörgum flug-
ferðum frá flugvöllum í Frakk-
landi og Þýskalandi. Veðurstofa í
Þýskalandi spáir því að hitinn
haldist undir frostmarki næstu
daga.
- kg
Kuldaboli gerir vart við sig á meginlandinu:
Eiffel-turninum lokað
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Tækniþróunarsjóður kynnir nýjar áherslur í starfsemi sinni
og sprotafyrirtæki kynna nýsköpun á sýningu í
Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.
og nýsköpun
Vaxtarsprotar
Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9. og 10. janúar.
Dagskrá föstudag 9. janúar 14:00 - 17:00
14:00 Ávarp iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar
14:15 Nokkur verkefni styrkt af Tækniþróunarsjóði, kynning og sýning
Dagskrá laugardag 10. janúar 12:00 - 17:00
12:00 Sýning sprotafyrirtækja opnuð
13:00 Brúarsmíði sjóða og sprota,
Tækniþróunarsjóður, Nýsköpunarsjóður, Impra og Innovit
Þátttakendur
Marorka • Mentor • Mentis Cura • ORF • Kine • Stjörnu-Oddi • Handpoint • Eff2
Clara • TellmeTwin • Matís • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Almenningur er hvattur til að kynna sér starfsemi sprotafyrirtækja og opinberan
stuðning við nýsköpun.
JÓLAHALD Í RÚSSLANDI Í Rússlandi var
jóladagur haldinn hátíðlegur í gær, 7.
janúar, samkvæmt tímatali rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar. Á myndinni
má sjá Dmitrí Medvedev forseta og
Svetlönu eiginkonu hans í jólamessu í
Frelsarakirkjunni í Moskvu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ELDIVIÐUR SAGAÐUR Í Bosníu hafði
þessi verkamaður nóg að gera við að
saga niður eldivið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL „Ávinningurinn er
bæði vinnusparnaður hjá lögregl-
unni og aukin skilvirkni við rann-
sóknir barnaklámsmála,“ segir
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, um nýjan
íslenskan hugbúnað í baráttunni
gegn barnaklámi, sem lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu mun taka í
notkun á næstu
mánuðum.
Björn Bjarna-
son dómsmála-
ráðherra, lög-
reglustjórinn á
höfuðborgar-
svæðinu og fyr-
irtækið Eff2
Technologies
hafa undirritað
tímabundinn
verk samn ing um þróun, uppsetn-
ingu og afnot af ofangreindu hug-
búnaðarkerfi fyrir lögregluna.
Búnaðurinn gerir lögreglu kleift
að bera kennsl á barnaklám og
annað ólögmætt efni í tölvum sem
hafa verið haldlagðar. Með þessu
samstarfi lögreglunnar og Eff2
Technologies verður Ísland fyrsta
landið í heiminum sem notar slíka
lausn í baráttunni gegn barna-
klámi og öðru ólögmætu efni.
Tæknin sem gerir þetta mögu-
legt ber heitið Videntifier Forens-
ic og verður fullþróuð í nánu sam-
starfi við lögregluna á
höfuðborgarsvæðinu.
Stefán segir þessa tækni bjóða
upp á aukna möguleika til að rann-
saka uppruna og dreifingu barna-
kláms og að ná þannig frekar til
þeirra sem framleiða þetta efni
og dreifa í stórum stíl. Slíkt yrði
þá unnið í náinni samvinnu við
lögregluyfirvöld í öðrum löndum.
Eff2 Technologies er sprotafyr-
irtæki úr Háskólanum í Reykja-
vík, stofnað síðla árs 2007. Það
hefur unnið til verðlauna fyrir
Videntifier-verkefnið bæði hér
heima og á erlendri grundu.
„Þetta hófst í lok árs 2003 þegar
við Herwig Lejsek hófum að vinna
saman að rannsóknarverkefni við
Háskólann í Reykjavík,“ segir
Friðrik Heiðar Ásmundsson, einn
fjórmenninganna sem standa að
hugbúnaðargerðinni. „Afurð
þessa verkefnis var ný gagna-
grind sem við höfum fengið einka-
leyfi á og er grunnstoð Videntifi-
er Forensic í dag.“ Friðrik segir
stefnt að því að afhenda lögregl-
unni búnaðinn í næsta mánuði.
Kerfið verði að fullu tekið í notk-
un næsta sumar.
Videntifier getur munað hvern-
ig allt að hundrað þúsund klukku-
tímar af vídeóefni líta út, og leitað
í vídeósöfnum á allt að hundrað-
földum rauntíma. Videntifier ber
kennsl á vídeóefni jafnvel þótt því
hafi verið breytt umtalsvert til
dæmis með þjöppun, textun,
skekktum hlutföllum, snúningi
eða speglun, svo dæmi sé tekið.
jss@frettabladid.is
Íslenskur hug-
búnaður gegn
barnaklámi
Íslenskt hugbúnaðarkerfi verður tekið í notkun hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Það
gerir lögreglu kleift að bera kennsl á barnaklám og
ólögmætt efni í tölvum sem hafa verið haldlagðar.
HUGBÚNAÐARMENN Forsvarsmenn Eff2 Technologies, Kristleifur Daðason, Baldur
Jóhannesson, Friðrik Heiðar Ásmundsson og Herwig Lejsek vinna við búnaðinn sem
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nota til að berjast gegn barnaklámi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STEFÁN EIRÍKSSON
STJÓRNMÁL Stjórn Kvennahreyf-
ingar Samfylkingarinnar
fordæmir innrás Ísraelshers á
Gazasvæðið.
Í tilkynningu frá stjórninni
segir meðal annars að loftárásir
og innrás hersins bitni helst á
íbúum svæðisins sem þegar búi
við kröpp kjör. Ekkert réttlæti
ofbeldi gegn saklausum borgur-
um; konum, börnum og öldruð-
um. Þá tekur stjórn kvenna-
hreyfingarinnar undir með
Friðarráði ísraelskra og palest-
ínskra kvenna og krefst þess að
árásum Ísraelshers á Gaza verði
hætt án tafar.
- ovd
Kvennahreyfing Samfylkingar:
Fordæma inn-
rás Ísraelshers