Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 12
12 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Vonarstrætisleikhúsið var
stofnað árið 2007 af tveim-
ur fyrrverandi leikhússtjór-
um Leikfélags Reykjavíkur,
þeim Vigdísi Finnbogadótt-
ur, fyrrum forseta Íslands,
og Sveini Einarssyni.
Fyrsta viðfangsefni hóps-
ins er leiklestur á verkinu
Kaupmannahöfn eftir Mi-
chael Frayn í Iðnó.
„Það er eins með leikhúsið og skát-
ana. Eitt sinn skáti, ávallt skáti.
Eitt sinn í leikhúsi, ávallt með hug-
ann við leikhúsið,“ segir Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti Íslands og leikhússtjóri Leik-
félags Reykjavíkur (LR) í Iðnó á
árunum 1972 til 1980. Vigdís og
Sveinn Einarsson, sem gegndi
stöðu leikhússtjóra LR á árunum
1963 til 1972, eru stofnendur Von-
arstrætisleikhússins, sem stendur
fyrir leiklestri á verkinu Kaup-
mannahöfn eftir Michael Frayn í
Iðnó í næstu viku.
Vonarstrætisleikhúsið var form-
lega stofnað árið 2007 fyrir atbeina
fyrrverandi leikhússtjóranna
tveggja og er Kaupmannahöfn
fyrsta viðfangsefni þess. Að sögn
Vigdísar er markmið hópsins að
vekja athygli á leikritum sem efnis
síns vegna eru líkleg til að vekja
umræðu um málefni líðandi stund-
ar. „Okkur hefur lengi dreymt um
að setja Kaupmannahöfn upp hér
á landi, en fengum ekki til þess
fjárveitingu þegar við sóttum um
á síðasta ári. Þess vegna brugðum
við á það ráð að leiklesa verkið,
enda hentar það prýðilega til leik-
lesturs,“ segir Vigdís.
Kaupmannahöfn var frumsýnt í
breska Þjóðleikhúsinu árið 1998
og hefur farið sigurför um heim-
inn. Kveikjan að verkinu var fræg-
ur fundur danska nóbelsverð-
launahafans Niels Bohr og fyrrum
nemanda hans, þýska vísinda-
mannsins Werners Heisenberg
árið 1941.
Sveinn Einarsson. sem leikstýr-
ir leiklestrinum í Iðnó, segir þenn-
an fund vísindamannanna þekktan
sem einn þann afdrifaríkasta í
sögu raunvísinda á tuttugustu öld.
„Til þessa dags hefur engum
manni tekist að færa sönnur á
hvað fór þeim á milli, en fundur-
inn gat haft heimsögulegar afleið-
ingar. Í verkinu er velt upp mörg-
um og stórum spurningum
varðandi kapphlaupið um kjarna-
klofnunina, og svo blandast mann-
eskjulega dramað auðvitað inn í
líka. Þessi fundur var mjög við-
kvæmt mál.“ segir Sveinn.
Vigdís segir verk á borð við
Kaupmannahöfn eiga erindi á
öllum tímum. Það fjalli um sið-
ferðilega ábyrgð og kalli á almenna
umræðu. Einnig sé ánægjulegt að
starfa með Sveini Einarssyni, sem
Vigdís tók af sem leikhússtjóri LR
á sínum tíma. „Ég og Sveinn höfum
verið miklir vinir lengi og unnið að
mörgum góðum málum saman. Ég
sinni hlutverki blaðafulltrúa innan
leikhópsins, þannig að það mætti
segja að ég sé komin hringinn,“
segir Vigdís og hlær. Hún bætir
við að ef vel takist til með leiklest-
urinn á Kaupmannahöfn sé aldrei
að vita nema frekara framhald
verði á starfseminni.
Árni Bergmann þýddi verkið
yfir á íslensku en flytjendur eru
Valgerður Dan, Jakob Þór Einars-
son og Þorsteinn Gunnarsson. Að
undanförnu hefur hópurinn verið
við stífar æfingar á heimili Sveins
við Tjarnargötuna. „Í gegnum árin
hefur margoft verið æft hérna við
gamla borðstofuborðið mitt, skal
ég segja þér. Heilu útvarpsleikrit-
in hafa verið tekin hér upp,“ segir
leikstjórinn og skellir upp úr.
Kaupmannahöfn verður leikles-
ið þriðjudaginn 14. og miðvikudag-
inn 15. janúar næstkomandi. Miða-
sala er í Iðnó. kjartan@frettabladid.is
Vigdís komin hringinn
SVEINN EINARSSON OG VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Sveinn og Vigdís stofnuðu Vonarstrætisleikhúsið árið 2007. Í næstu viku hefst
leiklestur á verkinu Kaupmannahöfn eftir Michael Frayn í Iðnó, en Kaupmannahöfn er fyrsta viðfangsefni leikhússins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Getur verið að þetta
hafi heyrst áður?
„Afstaða ESB er mjög skýr.
Við styðjum ekki eða sam-
þykkjum einhliða upptöku
evru.“
OLLI REHN, STÆKKUNARSTJÓRI
EVRÓPUSAMBANDSINS
Morgunblaðið 7. janúar
Hvurslags er þetta
eiginlega?
„Við vorum ekki einu sinni
spurð hvort töfin hefði valdið
okkur vandræðum.“
SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR SEM VAR UM
BORÐ Í FLUGVÉL SEM TAFÐIST
DV 7. janúar
RV
U
N
IQ
U
E
01
09
01
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Ný og betri RV tilboð, á nýju ári
- fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili,
sem vilja spara og hagræða!
Nýr o
g len
gri
opnu
nartím
i í
verslu
n RV
mán
ud o
g fim
mtud
800 -2
100
þriðju
d, m
iðviku
d og
föstu
d 8
00 -18
00
lauga
rd 10
00 -16
00
Vesturlands
vegur
Bæjarháls
Réttarháls
Há
lsa
br
au
tH
öf
ða
ba
kk
i
■ Þótt ótrúlegt
megi virðast er
bréfsíminn eldri
en talsíminn.
Skoski uppfinninga-
maðurinn Alexander Bain
fær oftast heiðurinn af fyrsta
bréfsímanum, árið 1843. Frederick
Blackwell betrumbætti faxið og
sýndi á heimssýningunni í London
1851.
Tíu árum síðar, 1861, kom fyrsta
faxvélin á markað og átti Ítalinn
Caselli heiðurinn af henni. Fyrsta
samtalið í síma varð ekki fyrr en
1876. Árið 1900 bjó Þjóðverjinn
Arthur Korn til myndsíma og var
hann notaður til að senda myndir
af eftirlýstum glæpamönnum á
milli landa.
BRÉFSÍMINN
ELDRI EN SÍMINN
„Ég er á fullu í tökum á lögfræðingaþættinum
Rétti sem fer í loftið um miðjan janúar,“ segir
Víkingur Kristjánsson leikari. „Það eru nokkrir
dagar eftir í tökum, þeim lýkur væntanlega í
þessari viku eða þeirri næstu.“ Tökurnar,
sem hófust í nóvember, verða því að
klárast um það leyti sem fyrsti þátturinn
fer í loftið. Það verður að teljast nokkuð
óvenjulegt að leikarar fái svo fljótt að sjá
afrakstur erfiðis síns. „Oftast nær
þarf maður nú að bíða tölu-
vert lengur, svo þetta er mjög
skemmtilegt.“
Réttur er lögfræðikrimmi sem
sýndur verður á Stöð 2. Í
þáttunum leika þau Víkingur,
Magnús Jónsson og Jóhanna
Vigdís Arnardóttir lögmenn á lög-
fræðistofunni Lögum og rétti sem
eru harðir í horn að taka. „Handritið að þátt-
unum er mjög áhugavert. Þeir eru líka aðeins
öðruvísi en þeir þættir sem hafa verið framleidd-
ir fyrir íslenskt sjónvarp að undanförnu. Þetta
eru vissulega glæpaþættir en horft frá öðru
sjónarhorni en vant er. Þar að auki eru þetta
sjálfstæðir þættir, eitt mál leyst í hverjum
þætti. Það er nokkuð skemmtilegt.“
Víkingur segist kunna vel við sig í lögmanns-
hlutverkinu. Hann býst þó síður við að
söðla um og snúa baki við leikara-
störfunum. Hann hefur líka nóg að
gera og sér ekki fram á verkefnaskort.
„Ég hef verið heppinn með verkefni
og þau hafa hlaðist upp hjá mér.
Það er ýmislegt í pípunum hjá mér
en það er vissara að bíða með að
segja frá því þangað til búið er að
skrifa undir samning.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VÍKINGUR KRISTJÁNSSON LEIKARI
Kann vel við sig í hlutverki lögmanns
Brynhildur Guðjónsdóttir leik-
kona hlaut Íslensku bjartsýnis-
verðlaunin í gær. Það var Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti, sem tilkynnti val dómnefnd-
ar og Ólafur Ragnar Grímsson,
núverandi forseti, sem afhenti
Brynhildi viðurkenningargripinn
og verðlaunafé sem nemur einni
milljón króna.
Verðlaunin eru, líkt og segir í
tilkynningu um þau, í senn viður-
kenning og hvatning fyrir íslenska
listamenn.
Þetta var í 28. sinn sem Íslensku
bjartsýnisverðlaunin voru afhent,
en það var Garðar Cortes sem
fyrstur hlaut verðlaunin árið 1981.
Það er Alcan á Íslandi sem er bak-
hjarl verðlaunanna og hefur verið
frá árinu 2000, og forseti Íslands
hefur verið verndari þeirra frá
upphafi. - ss
Íslensku bjartsýninsverðlaunin veitt í Iðnó í gær:
Brynhildur fékk bjartsýnisverðlaunin
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR OG ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Vigdís Finnboga-
dóttir tilkynnti val dómnefndar bjartsýnisverðlaunanna og Ólafur Ragnar Grímsson
afhenti Brynhildi verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég held að Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson geti orðið bjargvættur fyrir
flokkinn,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona, betur þekkt sem Diddú,
um formannsslaginn í Framsóknar-
flokknum. „Hinir frambjóðendurnir
hafa verið áberandi framsóknarmenn
en hann kemur þarna ferskur inn því
fólk hefur ekki verið að samsama
hann flokknum. Hann er líka eitthvað
svo skeleggur, sér hlutina í réttu
ljósi og kemur fram með raunhæfar
lausnir. Þannig að innkoma hans er
gleðifrétt fyrir flokkinn.“
En fleiri en Sigmundur Davíð
hafa ákveðið að láta til sín taka í
Framsókn en nýlega varð ljóst að
Guðmundur Steingrímsson, varaþing-
maður Samfylkingarinnar og sonur
Steingríms Hermannssonar, hefur
ákveðið að ganga til liðs við fram-
sóknarmenn. „Honum var greinilega
svo ofboðið að hann ákvað bara að
fara heim ef svo mætti segja. Það
er oft svona þegar mönnum verður
mikið við þá leita þeir í það sem þeir
þekkja best.“
Diddú segist annars ekki bera neinn
sérstakan hlýhug til Framsóknar-
flokksins. „Þetta er reyndar afskap-
lega gott fólk í flokknum sem ég hef
haft kynni af en þetta er ekki minn
flokkur.“
SJÓNARHÓLL
DIDDÚ RÆÐIR UM FORMANNSSLAG-
INN Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM
Kannski er
bjargvættur-
inn fundinn
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR
söngkona