Fréttablaðið - 08.01.2009, Side 22

Fréttablaðið - 08.01.2009, Side 22
22 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Til eru tvær leiðir til áhrifa í þjóðmálum. Jón forseti fór fyrst aðra, síðan báðar í senn, með misjöfnum árangri. Önnur leiðin er að taka sér stöðu utan virkisveggjanna og reyna með þrotlausu nuddi að þoka málum áleiðis með því að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis. Hin leiðin er að hella sér út í pólitík. Óvíst virðist, hvor leiðin er yfirleitt vænlegri til árangurs til langs tíma litið, velji menn aðra hvora. Jafnvel góðir stjórnmálamenn gera oft ekki annað en að framkvæma þær hugmyndir, sem fyrir þá eru lagðar, iðulega útþynntar með málamiðlunum og of seint. Sjaldgæft er, að stjórnmálamenn eigi sjálfir hugmyndirnar, sem þeir leiða í lög eða framkvæma, en þess eru þó ýmis eftirminnileg dæmi svo sem hugsjónin um friðsamleg mótmæli, sem Mahatma Gandí leiddi um sína daga til fullnaðarsigurs gegn yfirráðum Breta á Indlandi. Það var blaðamaðurinn og fræðimað- urinn Jón Sigurðsson, ekki stjórnmálamaðurinn, sem á sinni tíð tryggði Íslandi frjálsa verzlun við útlönd. Það tók hann tólf ár, frá 1843, þegar hann byrjaði að skrifa um málið, til 1855, þegar skipan verzlunarinnar var breytt. Það þurfti með líku lagi þrotlaust nudd (Jón forseti notaði orðið nudd um eigin málflutning) um langt árabil til að fá Sjálfstæðis- flokkinn til að ljá máls á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, og flokkurinn notaði umþóttunartím- ann til að keyra Ísland í kaf, og trúlega einnig sjálfan sig. Það tók sama flokk heilan mannsaldur að leiða veiðigjald í lög og þá svo þunna blöndu, að hún hefur í rauninni engu breytt. Hingað og ekki lengra Við, sem höfum látið okkur duga að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis, höfum flest fylgt einni reglu út í æsar. Þótt við segjum stjórnvöld- um góðfúslega til syndanna hér heima og reynum að draga sem fæst undan, hegðum við okkur jafnan gagnvart útlendingum eins og erindrekar Íslands og drögum þá ýmislegt undan, svo að hvergi falli blettur á Ísland. Við erum fjölskylda. Þótt okkur hafi mörgum lengi þótt, að hér standi varla steinn yfir steini hvorki á vettvangi stjórnmálanna né í réttarkerfinu, sem er skilgetið afkvæmi stjórnmálastéttarinnar, höfum við aldrei tekið svo djúpt í árinni, þegar við tölum við útlend- inga. Við höfum í reyndinni hegðað okkur út á við eins og meðvirkir makar í hjónabandi við drykkjusjúkling. Eins og margir vita, reynast drykkjusjúklingar sjaldan verðir slíkrar þolinmæði, nema þeir taki sig á, og þar að kemur, að makarnir segja: hingað og ekki lengra. Við, sem fjöllum um Ísland í ræðu og riti erlendis og ekki aðeins hér heima, þurfum nú að gera upp við okkur, hvort rétt sé og forsvaranlegt að halda tryggð við gömlu regluna, úr því að stjórnvöld sýna enn sem komið er engin áþreifanleg merki um iðrun, skilning eða yfirbót. Er þá ekki kominn tími til að söðla um? – og segja útlendingum refjalaus- an sannleikann um það, sem hér hefur verið og er enn að gerast? Hvað finnst þér? Spurningin varðar samvizku hvers og eins, heiður Íslands, líf og sóma. Engin undanbrögð Þegar allt virtist leika í lyndi, höfðu útlendingar engan sérstak- an áhuga á íslenzkum innanlands- málum. Nú er staðan gerbreytt. Neyðin steypist nú grimm og köld yfir íslenzk heimili og fyrirtæki, sem fæst sleppa undan kruml- unni. Tugþúsundir erlendra sparifjáreigenda hafa tapað geipifé á viðskiptum við íslenzka banka. Minningin um óðaverð- bólgu áranna milli stríða lifir enn í þýzkum fjölskyldum, svo að Þjóðverjar hafa megna óbeit á fjármálaóreiðu. Þeir hefðu vísast við eðlilegar aðstæður lagt kapp á að tryggja Íslandi aðgang að Evrópusambandinu við vildar- kjörum, en nú er velvild þeirra í uppnámi. Fórnarlömb bankanna utan lands og innan vilja nú fá að vita, hvernig allt var í pottinn búið. Þau vilja fá að vita, hvers vegna stjórnvöld leyfðu bönkun- um að vaxa landinu yfir höfuð á örfáum árum og skilja eftir sig sviðna jörð. Þau vilja fá að vita, hvers vegna ríkisstjórnin hefur ekki enn fengizt til að fela útlendingum rannsókn banka- hrunsins. Þau vilja vita, hvort skilanefndir bankanna hafa selt eignir út úr bönkunum á gráu svæði milli greiðslustöðvunar og gjaldþrots. Þau vilja fá að vita, hvort þrálátur orðrómur um, að bankarnir hafi einn eða fleiri stundað fjárböðun fyrir rúss- neska auðkýfinga, á við rök að styðjast. Það yrði varla til að auka hróður Íslands í útlöndum, ef íslenzkir blaðamenn héldu áfram að leiða málið hjá sér og létu erlendum blaðamönnum einum eftir að draga fram sannleikann. Eitt er víst: erlendir blaðamenn munu halda áfram að fletta ofan af bankahruninu, aðdraganda þess og úrvinnslu, að kröfu erlendra lesenda. Íslendingar mega ekki láta sitt eftir liggja, hvorki blaðamenn né aðrir. Ærinn er samt sæmdarmissirinn. Sáttin er brostin Í DAG | Breyttar forsendur ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um ábyrgð auðmanna Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Lands- bankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunveru- legar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endur- skoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn“ hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski – kannski! – að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður. Hverju einustu krónu til baka ÖGMUNDUR JÓNASSON Kall tímans Þeir sem ætla sér frama í pólitík þurfa nauðsynlega að hafa gott vald á skáldlegu líkingamáli og skraut- hverfingum hvers konar. Sæunn Stef- ánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, á framtíðina fyrir sér að þessu leyti. Í samtali við Vísi í gær ræddi hún um spennuna innan Framsóknar- flokksins og segir hana ekki þurfa að koma á óvart. „Við eigum kost á því að vera fyrsti flokkurinn til að svara kalli tímans um endurnýjun og endurmat,“ segir Sæunn. Að svara kalli tímans um endurnýjun og endurmat. Sem stundum er kallað að hafa gengið sér til húðar. 32=45,7 Mögulega var brotið blað í sögu les- endagreina í gær þegar 32 hagfræð- ingar tóku sig til og skrifuðu saman grein í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni: „Einhliða upptaka evru er engin töfralausn.“ Sjálfsagt er ekki hlaupið að því fyrir jafnstóran hóp að rita svo knappa grein. Meginmál textans og ítarefni eru alls 1.521 orð. Ef gert er ráð fyrir að hver og einn hafi lagt jafn mikið í púkkið gera það um 45,7 orð á hagfræðing. Töfralausnir Þegar fræðimenn ræða um töfra- lausnir ættu þeir ef til vill að rifja upp og hafa í huga þrjár forspárreglur sem vísindamaðurinn og rithöfund- urinn Arthur C. Clarke setti eitt sinn fram. 1. Þegar virtur, aldinn vísinda- maður heldur því fram að eitthvað sé mögulegt hefur hann ábyggilega rétt fyrir sér. Þegar hann heldur því fram að eitthvað sé ómögu- legt hefur hann mjög líklega rangt fyrir sér. 2. Eina leiðin til að komast að takmörkunum hins mögulega er að sveigja af leið og stefna á hið ómögulega. 3. Nægjan- lega framþróaða tækni er ekki hægt að greina frá töfrum. bergsteinn@frettabladid.isM erkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstr- arkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahags- brotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Þessar tölur gefa skýra mynd af forgangsröðun stjórnvalda und- anfarin ár: Sá hluti lögregluliðs landsins, sem getur borið vopn, hefur verið stórefldur en minni áhugi hefur verið á því að styrkja undirstöður rannsókna á mögulegum afbrotum í viðskiptalífinu. Þetta lítur óneitanlega undarlega út. Ísland er friðsamt land og nánast óþekkt að glæpamenn beiti skotvopnum. Byssur koma yfir- leitt ekki við sögu nema þegar einhver sveiflar haglabyssu á fyll- eríi, eða skrítin mál koma upp, eins og þegar unglingspiltur stal skammbyssu föður síns í síðustu viku og skaut einu skoti að kvöldi til í vegg leikskóla hverfisins. Engin ástæða er til að gera lítið úr þeirri hættu sem getur skap- ast við slíkar uppákomur. Það þarf hins vegar örugglega ekki fjöl- mennt lið af þrautþjálfuðum og þungvopnuðum sérsveitarmönn- um til að takast á við þær. Slík sveit er engu að síður orðin til hjá Ríkislögreglustjóra. Á hinum endanum, þar sem atvinnutól lögreglumanna eru ekki skammbyssur og táragas heldur Excel og reiknivélar, hefur verið dregið úr fjárveitingum. Sú staðreynd skýtur auðvitað mjög skökku við því á sama tíma hefur íslenskt viðskiptalíf þanist út og orðið margfalt flóknara en þegar nokkrir ríkir heildsalar stjórn- uðu því að miklu leyti. Það er tiltölulega auðveldur leikur að gagnrýna stjórnvöld fyrir þessar áherslur. En þó ekki fyllilega sanngjarnt, því í málefnum sérsveitarinnar er frammistaða stjórnvalda jafn rökrétt og góð og hún er órökrétt og metnaðarlaus gagnvart efnahagsbrotadeild- inni. Á sínum tíma var það ákvörðun Alþingis að efla sérsveitina. Þegar sú ákvörðun var tekin var ófriðlegra um að litast en um langa hríð í okkar heimsálfu og nýjar hættur við sjóndeildar- hringinn. Að auki hafði Ísland skömmu áður hafið fulla þátttöku í Schengen-samstarfinu, og sá þar með um eftirlit við ytri landa- mæri Evrópusambandsins. Heimsmyndin var sem sagt allbreytt frá því sem hún var nokkrum árum fyrr. Nú má deila lengi um hvort Íslandi stafi raunveruleg ógn af til dæmis hryðjuverkaárás eða að hér komi fram vopnuð gengi glæpamanna. Væntanlega geta þó flestir verið sammála um að ekki er hægt að útiloka þá hættu með öllu. Og það þýðir að stjórn- völdum ber skylda til að hafa hér vel búið og þjálfað lögreglulið ef slíkar aðstæður kæmu upp. Við höfum lært af biturri reynslu að ekki borgar sig að loka aug- unum fyrir mögulegum hættum. Allir sem þekktu til fjármálalífs landsins vissu að möguleikinn á algjöru kerfishruni var til staðar. Hann þótti hins vegar svo hverfandi agnarsmár að stjórnvöld og bankastofnanir kusu að láta eins og hann væri ekki til. Það var dýrkeypt sjálfsblekking. Sérsveitin og efnahagsbrotadeildin: Ímynduð eða raunveruleg ógn JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.