Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 24

Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 24
24 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Steindór J. Erlingsson skrifar um geðheil- brigðismál Árið 2007 nam lyfja-kostnaður hins opinbera 7.055 milljónum króna og var hlutur þunglyndislyfja mestur. Í ljósi þess að þjóðin neytir mikils magns slíkra lyfja, meira en nokkur önnur Norðurlandaþjóð, er mikilvægt að upplýsingarnar sem almenningur hefur aðgang að séu réttar. Algengustu þunglyndislyfin eru sk. SSRI-lyf. Í bæklingi GlaxoSmithKlein um þunglyndi, sem liggur m.a. frammi á heilsu- gæslustöðvum, segir að lyfjagjöf sé „eitt mikilvægasta og langvirkasta meðhöndlunarúrræðið sem til er við þunglyndi“ og að henni sé „ætlað að koma aftur á serótónín- jafnvægi í heilanum“. Í bæklingn- um segir enn fremur að sálfræðileg samtalsmeðferð hafi „lítil áhrif á þá röskun í efnajafnvægi heilans sem orsakar sjúkdóminn“. Lítum nánar á þetta meinta efnaójafnvægi og lyfin sem eiga að lækna það. Tilgátan um að serótónínójafn- vægi sé orsök þunglyndis er umdeild. Þegar yfirmaður geðlyfja- ráðgjafarnefndar bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins var inntur álits á mjög gagnrýnni grein um efnaójafnvægistilgátuna, sem birtist árið 2005 í PLoS Medicine, sagði hann tilgátuna „gagnlega myndlíkingu“. Hann legði hana hins vegar ekki á borð fyrir sjúklinga sína. Til marks um þetta bannaði írska lyfjaeftirlitið GlaxoSmith- Klein að staðhæfa í upplýsinga- seðli, sem fylgir þunglyndislyfinu Seroxat þar í landi, að verkun þess komi jafnvægi á serótónínmagn í heila einstaklingsins. Þetta kemur fram í frétt Irish Times frá 10. maí 2003, og er ástæða þessa sögð sú að tengslin milli þunglyndis og magns serótóníns séu ósönnuð. Með þetta í huga er athyglisvert að skoða hvað segir um efnaójafn- vægistilgátuna í upplýsingaseðlin- um sem fylgir Seroxat hér á landi: „Í heilanum er efni sem nefnist serótónín. Hjá fólki sem er þunglynt eða kvíðið er minna serótónín en hjá öðrum. Ekki er að fullu ljóst hvernig Seroxat og önnur lyf í sama flokki [þ.e. SSRI-lyf] verka en það getur verið að þau hjálpi með því að auka magn serótóníns í heilanum.“ Þessi efasemd framleiðanda Seroxats um virkni lyfsins fékk byr undir báða vængi í grein sem birtist í Canadian Medical Associat- ion Journal í janúar í fyrra, þar sem bornar eru saman mismunandi birtar og óbirtar samanburðarrann- sóknir á áhrifum Seroxats og lyfleysu á einstaklinga með þunglyndi. Í ljós kom að andþung- lyndisáhrif Seroxats voru einungis lítið betri en lyfleysunnar: „Þetta þýðir að læknar verða að gefa 100 sjúklingum [Seroxat] til þess að sjá jákvæð áhrif hjá 11 [sjúklingum]. Þolvandamál varpa skugga á þessu vægu áhrif, sem sést á sjúklingum sem hættu í rannsóknunum vegna mikilla aukaverkana og sjúklinga sem tilkynntu um miklar aukaverkanir.“ Í upphafi síðasta árs birtist umdeild rannsókn í PLoS Medicine þar sem fram kom m.a. að virkni sumra annarra SSRI-þunglyndis- lyfja virðist lítið betri en lyfleysu, sem er í samræmi við eldri rannsóknir. Um þessa rannsókn sagði geðlæknir á Landspítalanum í Morgunblaðinu 28. febrúar 2008: „Þetta er áhugavert innlegg sem þarf að skoða betur og í samhengi við gögn sem liggja fyrir og eru mikil að vöxtum og hafa sýnt greinilega meiri árangur af meðferð þunglyndislyfja en þarna er verið að gefa til kynna.“ En af hverju stangast þessar rannsóknir á við fyrirliggjandi upplýsingar? Ein ástæða þessa er að neikvæð- um rannsóknaniðurstöðum er gjarnan stungið undir stól eða birtar sem „jákvæðar“ niðurstöður, sem leiðir til jákvæðari myndar af virkni sumra lyfja en tilefni er til. Þetta hafa rannsóknir staðfest. Í janúar á síðasta ári birtist t.a.m. rannsókn í New England Journal of Medicine þar sem fram kom að af 38 jákvæðum niðurstöðum á þunglyndislyfjum voru allar nema ein birtar. Af 36 neikvæðum niðurstöðum voru einungis 3 birtar sem slíkar, 11 voru birtar þannig að skilja mátti niðurstöðurnar sem „jákvæðar“ og 22 birtust aldrei. Segja greinarhöfundar slíkan feluleik „hafa alvarlegar afleiðing- ar fyrir rannsakendur, þá sem taka þátt í rannsóknunum, geðheilbrigð- isstarfsfólk og sjúklinga“. Það virðist því minni innistæða fyrir efnaójafnvægitilgátunni og lyfjunum sem eiga að laga ójafnvægið en þunglyndisbækling- ur GlaxoSmithKlein gefur til kynna. Til að bæta gráu ofan á svart er ýjað að því við lesandann að sálfræðimeðferð sé gagnslítil í baráttunni við þunglyndi, sem er á skjön við endurteknar rannsóknar- niðurstöður. Í ljósi þeirra miklu fjármuna sem Íslendingar verja árlega til kaupa á þunglyndislyfjum tel ég það lágmarkskröfu að bæklingur GlaxoSmithKlein sé tekinn úr umferð vegna þeirra villandi upplýsinga sem hann inniheldur. Einnig skora ég á stjórnvöld að hlúa vel að öðrum meðferðarúrræðum fyrir þung- lynda einstaklinga. Höfundur er vísindasagnfræðingur. UMRÆÐAN Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar um gjaldeyrislög Margt bendir til þess að Alþingi hafi geng- ið of langt í framsali á löggjafarvaldi þegar lögum um gjaldeyrismál var breytt í lok nóvember 2008. Að auki er misræmi milli gildandi tollalaga og reglna Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Mis- ræmið er í því fólgið að tollalög heimila fólki að fara með jafn- virði allt að 15.000 evrur úr landi í erlendum gjaldmiðli, en í regl- um Seðlabanka Íslands er þessi fjárhæð takmörkuð við 500.000 krónur, u.þ.b. 2.940 evrur. Þar sem tollalög eru sett af Alþingi verða reglur Seðlabanka Íslands að víkja. Framsal á löggjafarvaldi Í 69. gr. stjórnarskrár segir að engum verði gert að sæta refs- ingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar hátt- semi, en með lögum í stjórnar- skrárákvæðinu er átt við sett lög frá Alþingi. Alþingi samþykkti nýverið breytingar á lögum um gjaldeyrismál. Í lögunum er ákvæði til bráðabirgða sem felur í sér framsal á löggjafarvaldi frá Alþingi til Seðlabanka Íslands. Með valdframsalinu eru Seðla- banka Íslands fengnar víðtækar heimildir til að ákveða með reglusetningu hvaða háttsemi er refsiverð og hver ekki. Þessa heimild hefur Seðlabanki Íslands nýtt sér og gefið út reglur nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál. Í 11. gr. reglna Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál segir: Óheimilt er að flytja út gjaldeyri í reiðufé umfram jafnvirði 500.000 kr. hjá hverjum aðila í hverjum almanaksmánuði. Í 13. gr. reglnanna segir síðan að brot gegn reglunum varði allt tveggja ára fangelsi samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Hér er um ræða víðtækt valdframsal frá Alþingi til Seðlabanka Íslands til að ákveða refsinæmi háttsemi og fer nærri að löggjafinn hafi gengið of langt í framsali á lög- gjafarvaldi þannig að í bága fari við 69. gr. stjórnarskrár. Ónýt refsiheimild Í 2.mgr. 27. gr. tollalaga segir: Ferðamenn og farmenn, sem koma til landsins frá útlöndum eða fara frá landinu til útlanda, skulu ótilkvaddir gera grein fyrir hærri fjárhæð en sem nemur 15.000 evrum, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, sem þeir hafa meðferðis í reiðufé. Í 1. mgr. 162. gr. tollalaga segir síðan: Hafi ferðamaður eða far- maður meðferðis hærri fjárhæð í reiðufé en sem nemur 15.000 evrum, miðað við opinbert við- miðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, meðferðis við komu til landsins eða brottför frá landinu er handhöfum tollgæsluvalds heimilt að leggja hald á fjármunina ef grunur leikur á um að þeir verði notaðir við fram- kvæmd brots gegn refsiákvæð- um almennra hegningarlaga. Í tollalögum er ekki lögð refs- ing við því að brjóta gegn 2. mgr. 27. gr. laganna, en tollgæslan getur lagt hald á fjármuni ef grunur leikur á að þeir verði not- aðir til að brjóta almenn hegn- ingarlög. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. tollalaga þarf því ekki að gera grein fyrir fjármunum að jafn- virði 15.000 evra eða minna við brottför eða komu til landsins. Af því leiðir að flutningur á þeirri fjárhæð yfir landamæri Íslands er refsilaus samkvæmt ákvæð- um tollalaga. Heimildin til að flytja allt að 15.000 evrur, eða u. þ.b. 2.550.000 íslenskar krónur (gengi 170) í erlendum gjaldeyri til og frá landinu í reiðufé er því í settum lögum frá Alþingi. Í 11. gr. reglna Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál er hámarkið sem hver aðili má flytja úr landi af erlendum gjaldeyri í reiðufé 500.000 íslenskar krónur eða u.þ.b. 2.940 evrur (gengi 170). Síðla árs, eftir breytingu Alþingis á lögum um gjaldeyris- mál og útgáfu reglna Seðlabanka Íslands, haldlagði tollgæslan háa fjárhæð í erlendum gjaldeyri hjá ferðamanni sem var á leið úr landi. Fjárhæðin var langt yfir þeim mörkum sem tiltekin er í tollalögum og þ.a.l. margfalt hærri en sú fjárhæð sem til- greind er í reglum Seðlabanka Íslands. Svo virðist sem tollgæsl- unni hafi á þessum tímapunkti ekki verið kunnugt um breyting- ar á lögum um gjaldeyrismál því fjárhæðin sem var haldlögð tók mið af tollalögum en ekki lögum og reglum um gjaldeyrismál. Hér vegast því á sett lög frá Alþingi og reglur Seðlabanka Íslands. Af almennum lögskýr- ingarreglum er ljóst að reglur Seðlabanka Íslands verða að þoka gagnvart settum lögum frá Alþingi og því verður ekki refsað fyrir útflutning á gjaldeyri að jafnvirði allt að 15.000 evra, u. þ.b. 2.550.000 kr., á grundvelli reglna Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Reglurnar eru því ónýt refsiheimild. Misræmi í lögum Það misræmi sem er á milli tolla- laga og reglna Seðlabanka Íslands er ótækt í réttarríki. Hér skal tekið dæmi. Erlendur ferðamaður millilendir á Íslandi og stoppar í einn dag. Hann hefur meðferðis 15.000 evrur í reiðufé eins og honum er heimilt samkvæmt tolla- lögum. Samkvæmt reglum Seðla- banka Íslands er honum hins vegar aðeins heimilt að fara með jafn- virði 500.000 krónur., u.þ.b. 2.940 evrur, úr landi í erlendum gjald- eyri. Erlendi ferðamaðurinn á tvo kosti. Annars vegar getur hann eytt 12.060 evrum, u.þ.b. 2.050.000 krónum, á einum degi. Hins vegar getur hann flutt fjármunina með sér úr landi á nýjan leik og gerst þannig sekur um refsiverða hátt- semi sem allt að tveggja ára fang- elsi liggur við samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Þessu misræmi þarf að eyða. Rannsókn brota Í 15. gr. laga um gjaldeyrismál segir að vakni grunur um brot á lögunum eða reglum settum á grundvelli þeirra skuli Seðlabanki Íslands tilkynna Fjármálaeftirlit- inu um brotið. Í 16. gr. b. laga um gjaldeyrismál segir síðan að brot á lögunum eða reglum settum á grundvelli þeirra sæti aðeins opinberri rannsókn að undan- genginni kæru frá Fjármálaeftir- litinu til lögreglu. Í 17. gr. laga um gjaldeyrismál segir síðan að Fjármálaeftirlitið rannsaki þau mál sem Seðlabanki Íslands til- kynni til eftirlitsins. Í 52. gr. laga um meðferð saka- mála segir: Rannsókn sakamála er í höndum lögreglu nema öðru- vísi sé fyrir mælt í lögum. Lög- regla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitn- eskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Af tilvitnuðum ákvæðum laga um gjaldeyrismál er ljóst að með lagabreytingunni, 28. nóvember sl., hefur Alþingi tekið af skarið, hvað sem líður 52. gr. laga um meðferð sakamála, að rannsókn vegna brota á lögum um gjaldeyr- ismál sé hjá Fjármálaeftirlitinu og brot gegn lögunum og reglum settum á grundvelli þeirri sæti aðeins opinberri rannsókn að und- angenginni kæru Fjármálaeftir- litsins til lögreglu. Fyrir laga- breytinguna virðist sem rannsókn vegna brota á lögum um gjaldeyr- ismál hafi verið hjá lögreglu á grundvelli almennra reglna í þágildandi lögum um meðferð opinberra mála. Vilji löggjafans til þess að færa rannsókn mála vegna brota á lögum um gjaldeyr- ismál frá lögreglu til Fjármálaeft- irlitsins er því skýr. Hér er á ferðinni athyglisverð undantekning frá þeirri megin- reglu að sérhvert refsivert brot skuli sæta rannsókn lögreglu enda verður að telja að ákvæði 16. gr. b og 17. gr. laga um gjaldeyr- ismál gangi framar ákvæði 52. gr. laga um meðferð sakamála, á grundvelli þeirra almennu lög- skýringarreglna, að sérlög gangi framar almennum lögum og yngri lög gangi framar eldri lögum. Lögreglan getur því ekki að eigin frumkvæði rannsakað augljós brot á lögum um gjaldeyrismál á landamærum Íslands þar sem lög- regluna skortir heimild til að rannsaka brot á lögunum. Refsing Af öllu framansögðu virðist mega ráða, að Alþingi hafi við breyt- ingu á lögum um gjaldeyrismál, ekki ætlað lögunum að ná til þeirrar háttsemi fólks, að yfir- gefa Ísland með erlendan gjald- eyri í reiðufé yfir því hámarki sem lög og reglur heimila enda hlýtur löggjafanum að hafa verið ljóst að Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu væri ómögu- legt að sinna lögboðnu rannsókn- ar- og eftirlitshlutverki sam- kvæmt lögunum á landamærum Íslands. Ef vilji Alþingis hefði staðið til þess að lög um gjaldeyr- ismál giltu um framangreinda háttsemi hefði löggjafinn fengið lögreglu- og tollyfirvöldum nauð- synlegar valdheimildir í hendur til þess að halda uppi eftirliti og rannsaka brot á lögum um gjald- eyrismál á landamærum Íslands. Það er því verulegum vafa undir- orpið að manni sem flytur með sér erlendan gjaldeyri yfir leyfi- legu hámarki frá Íslandi verði yfirhöfuð gerð refsing á grund- velli laga og reglna um gjaldeyr- ismál. Þar sem engar refsiheim- ildir eru í tolllögum eða öðrum lögum verður ekki betur séð en að framangreind háttsemi sé refsilaus hver svo sem fjárhæðin er. Höfundur er lögmaður. Mistök við lagasetningu? VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Af almennum lögskýringarreglum er ljóst að reglur Seðlabanka Íslands verða að þoka gagnvart settum lögum frá Alþingi og því verður ekki refsað fyrir útflutning á gjaldeyri að jafnvirði allt að 15.000 evra, u.þ.b. 2.550.000 kr., á grundvelli reglna Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Reglurnar eru því ónýt refsiheimild. STEINDÓR J. ERLINGSSON Þunglyndislyf og efnaójafnvægi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.