Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 41

Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 41
FIMMTUDAGUR 8. janúar 2009 25 UMRÆÐAN Eiríkur Tómasson skrifar um sjávarútvegsmál Sæll Karl V. Matthías-son, þingmaður og varaformaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis. Þú telur að besta leiðin til að hjálpa sjávarútvegs- fyrirtækjum, sem halda uppi atvinnu á landsbyggðinni, sé að taka af þeim réttinn til að sækja björg í bú, veiðiheimild- irnar. Láta þau svo sitja uppi bótalaust með skuldir, sem hafa hækkað umtalsvert eftir kerfis- hrun og slæma efnahagsstjórn. Hrun sem þú berð m.a. ábyrgð á sem þingmaður. Síðan eiga þessi sömu fyrirtæki, sem hafa keypt allar veiðiheimildir sínar sam- kvæmt lögum sem Alþingi hefur sett og allir flokkar bera ábyrgð á, að kaupa kvótann aftur. Þetta er eins og að ef þú vissir af fólki sem væri í erfiðleikum og legðir til að þess yrði gætt að það fengi ekki vinnu – og alls ekki mat. Sjávarútvegurinn er atvinnugrein landsbyggðarinnar. Hann á ekki skilið slíka með- höndlun. Starfað í anda laga og reglna Meginreglan er sú að fyrirtækin hafa starfað í áratugi eftir þeim lögum og reglum sem löggjafinn hefur sett. Aflamarks- og aflahlutdeildarkerfið sem við búum við núna hefur reynst vel. Það hefur gert það að verk- um að fyrirtækin eru vel rekin og í góðu sambandi við sína viðskiptavini erlendis. Þau eru miklu öruggari vinnuveitend- ur en áður var og sjó- mennirnir, starfsmenn fyrirtækjanna, hafa sem betur fer góð laun. Hvað varðar tilvitnun í þig í Fréttablaðinu í gær, 7. janúar, þá vil ég upplýsa þig um að Deuts- che bank á ekki neinn kvóta hér á Íslandi og mun ekki eignast. Glitnir seldi lánin til erlendra aðila vegna sinna eigin erfiðleika en ekki erfiðleika Þorbjarnar hf. Þorbjörn hf. er í skilum með sínar skuldir og er ekki á leið í gjaldþrot svo ég viti. Fyrirtækið sem hefur starfað í 56 ár, hefur áratugum saman verið fjámagn- að með erlendu lánsfé, eins og nær allur annar atvinnurekstur á Íslandi. Óþarfa óvissa og kvíði Það er ótrúlegt að þú, sem starf- að hefur sem sálusorgari Grund- firðinga og borið hag þeirra fyrir brjósti, skulir ekki gera þér grein fyrir því hversu mikinn óróa þú skapar hjá þúsundum manna með þessum orðum þínum. Við erum með hátt í 400 manns í vinnu. Þetta eru meira og minna fyrir- vinnur sinna heimila, sem telja á annað þúsund manns. Þú hefur valdið starfsmönnum Þorbjarn- ar hf. og fjölskyldum þeirra óþarfa óvissu og kvíða. Tugir þús- unda Íslendinga um allt land eiga allt sitt undir því að sjávarútveg- urinn gangi og sé vel rekinn. Það er nauðsynlegt að umræða um sjávarútveginn, einn aðalat- vinnuveg þjóðarinnar, starfs- menn og eigendur fyrirtækjanna og þá sem treysta á tilveru þess- ara atvinnufyrirtækja að öðru leyti, svo sem sveitarfélög og íbúa þeirra, þjónustuaðila og við- skiptamenn, verði ekki á þeim nótum sem þú kýst að hafa þær. Heldur á yfirveguðum og mál- efnalegum nótum. Starfsmenn og eigendur sjáv- arútvegsfyrirtækja er heiðarlegt og löghlýðið fólk sem á ekki að þurfa að sitja undir óhróðri og hótunum um sviptingu starfsrétt- inda og atvinnuréttar eins og þú ferð fram með. Höfundur er forstjóri Þorbjarnar hf. Grindavík. Örfá orð til Karls V. Matthíassonar alþingismanns EIRÍKUR TÓMASSON UMRÆÐAN Ari Teitsson skrifar um þjóð- arvanda Nær allir leiðtogar þjóðarinnar hafa í áramóta- hugleiðingum sínum lagt áherslu á að nú þurfi þjóðin að standa saman. Grundvallar- forsenda samstöðu smærri eða stærri hópa, hvað þá heillar þjóðar, er þó nú sem ætíð að öllum sé ljóst um hvað þeir ætla að standa saman. Væntanlega þarf samstaðan ekki síst að snúast um að deila minnkandi þjóðarköku þannig að hún dugi þjóðinni til lífsviður- væris í víðum skilningi. Þjóðarsátt verður því að byggjast á að þeir sem nú bera meira úr býtum taki á sig þyngstu byrðar skerðingar og sú stefna hefur þegar komið fram allvíða, nú síðast með lækkun launa alþingismanna í 520 þús. kr á mánuði. Vitað er að völd og ábyrgð alþingismanna er mikil og því eðlilegt að spurt sé hvort einhverjir og þá hverjir eigi að hafa hærri laun en þeir. Hversu margir af starfsmönnum ríkisstofnana, sveitarfélaga og fjármálastofnana eru í dag ofan við þessa viðmiðun? Í framhaldi af því má spyrja, hvað um ýmsa útselda þjónustu, er nú t.d. sanngjarnt að greiða 3.500 kr. fyrir klippingu? Verða ekki hvers kyns eftirlitsiðnaður og þjónustustarfsemi að endurskoða gjáldskrár sínar? Er ásættanlegt að slíkir aðilar selji hverja vinnustund á 15-20.000 kr?. Því miður eru miklar líkur á að nú verji hver sitt með kjafti og klóm óháð þörfum þjóðarinn- ar fyrir hófsemi og réttlæti og breytingar gerist því hægt nema stjórnendur sýni styrk og festu. Enginn dregur þörf á sam- stöðu þjóðarinnar í efa en leiðtogarnir verða að gera gleggri grein fyrir í hverju sú samstaða á að felast. Höfundur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. Samstaða - um hvað? ARI TEITSSON Tugir þúsunda Íslendinga um allt land eiga allt sitt undir því að sjávarútvegurinn gangi og sé vel rekinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.