Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 62
46 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. skipalægi, 6. í röð, 8. berja, 9. fugl,
11. rás, 12. vansæmd, 14. hlátur, 16.
drykkur, 17. gerast, 18. næra, 20. frá,
21. áætlun.
LÓÐRÉTT
1. elds, 3. mannþyrping, 4. tungumál,
5. hvíld, 7. pergament, 10. grús, 13.
skjön, 15. sinni, 16. skaði, 19. samtök.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. höfn, 6. áb, 8. slá, 9. lóm,
11. æð, 12. skömm, 14. fliss, 16. te,
17. ske, 18. ala, 20. af, 21. plan.
LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. ös, 4. flæmska,
5. náð, 7. bókfell, 10. möl, 13. mis,
15. sefi, 16. tap, 19. aa.
„Ég fæ mér yfirleitt hafragraut í
morgunmat, ég er svo heppin að
mér finnst hann sjúklega góður.
Drita reyndar töluverðu af sykri
yfir hann, en það er allt í lagi,
hann er svo hollur.“
Brynja Björk Garðarsdóttir blaðamaður.
„Myndin var tekin að kvöldi jóla-
dags í kirkjugarðinum við Suður-
götu. Ég tók margar myndir en
þessi er sú eina þar sem sjá má
þessa þoku eða slæðu,“ segir
Stuart Peacock lögfræðingur.
Þau undur og stórmerki gerðust
um jólin að bandarískur lögmaður,
sem starfar fyrir bandarísk stjórn-
völd, náði að festa á mynd það sem
virðast vera draugar í Hólavalla-
kirkjugarði. Fréttablaðið leitaði til
helsta sérfræðings Íslands á þessu
sviði, Magnúsar Skarphéðinsson-
ar, formanns Sálarrannsóknar-
félags Reykjavíkur, sem segir
þúsundir vitna hafa séð þessar
undarlegu slæður hringinn í kring-
um hnöttinn og í seinni tíð síefldrar
ljósmyndunar almennings hafi all-
margar myndir slæðst til rann-
sóknaraðila á þessum málum.
„Auðvitað er ekki hægt að full-
yrða nokkuð um svona lagað fyrir
víst, en allmargar sannfærandi
röksemdir liggja fyrir því hjá
alvöru sálarrannsóknarfélögum
heims að þetta sé raunveruleg
ljósmynd af „draug“, eða fram-
liðnum eins og vér nefnum yfir-
leitt framliðna sem eru viljandi
eða óviljandi að reyna að birtast í
okkar heimi,“ segir Magnús.
Peacock-fjölskyldan, Stuart,
Nicole, kona hans, og synirnir
tveir, þeir Scott og Kurt, hafa
komið hér undanfarin fjögur ár
um hátíðarnar og er þetta orðin
hefð. „Við fórum ekki í kirkju-
garðinn til að leita drauga heldur
til að skoða hin fallegu kerti. Við
sáum enga þoku eða slæður en
þegar ég skoðaði myndina í vél-
inni sá ég þetta.“ Stuart segir konu
sína ekki trúa á drauga heldur
djöfla og hún telur þessar myndir
vera af slíkum. „Persónu-
lega trúi ég á hvor-
ugt. Hins vegar
þekkist í fjöl-
skyldu minni
að sjá hluti
fyrir – sem er
eitthvað yfir-
náttúrulegt
sem ég
kann
ekki að útskýra. Þegar við komum
heim og fórum að skoða myndina
betur má sjá rauðar slettur á gröf-
inni en ég held að það sé frekar
kertavax en blóð,“ segir Stuart.
Sagan um þessa dularfullu
mynd er ekki öll. Eftir þessa
reynslu skráði fjölskyldan sig í
draugagöngu á vegum ferðaþjón-
ustunnar Goecco. Þau reyndu að
sýna leiðsögumanninum myndina
við umrædda gröf en þá brá svo
við að myndavélin drap á sér.
„Þegar ég kom til baka í hótelher-
bergið og ætlaði að hlaða batteríið
var vélin fullhlaðin. Kannski að
kuldinn hafi haft þessi áhrif –
þetta er gamalt batterí,“ segir Stu-
art sem að endingu lýkur miklu
lofsorði á Ísland; fjölskyldan
kunni vel að meta kyrrðina sem
hér ríkir, börnin eru svo elsk að
sundlaugunum að þau gætu vel
hugsað sér að flytjast til
Íslands.
jakob@frettabladid.is
STUART PEACOCK: NÁÐI DULARFULLUM FYRIRBÆRUM Á MYND Á JÓLADAG
Draugar í Hólavallakirkjugarði
FRAMLIÐNIR GERA VART VIÐ SIG Það var að kvöldi jóladags sem þessar slæður birtust í Hólavallakirkjugarði. MYND/STUART PEACOCK
STUART PEACOCK LÖGMAÐUR
Náði að festa dularfull
fyrirbrigði á mynd þegar
fjölskyldan fór til
að skoða kertin í
kirkjugarðinum.
MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON
Allmargar röksemdir eru
fyrir því að þetta sé
raunveruleg mynd
af framliðnum.
„Jahhh, svíkja Nýhil? Nei, nei, það var mjög
gott samkomulag um að ég færi,“ segir Steinar
Bragi rithöfundur sem nýverið söðlaði um og
gekk til liðs við Mál og menningu sem er hluti
Forlags-veldisins.
Konur, nýjasta skáldsaga Steinar Braga, sem
hið anarkíska forlag Nýhil – sjálfseignarstofn-
un rekin án arðsemissjónarmiða, gaf út, er
uppseld hjá forlagi. Þúsund eintök farin. Bókin
hlaut einróma lof; Fréttablaðið, Morgunblaðið
og DV gáfu henni allar fimm stjörnur og nú
tekur Forlagið við og gefur Konur út í kilju.
„Það þótti óhentugt að dreifa einni vesældar-
legri kilju um allt land fyrir Nýhil, forlag sem
hefur ekki einu sinni afnot af bíl nema hugsan-
lega í gegnum móður einhvers. Jón Bjarki, DV-
maðurinn heiðarlegi, fékk stundum lánaðan bíl
hjá móður sinni til að dreifa en hann nennti
ekki að tuða lengur í henni,“ segir Steinar Bragi
óþarflega lítillátur. Viðar Þorsteinsson,
heimspekingur hjá Nýhil, segir þetta laukrétt
og fagnar því að Steinar Bragi sé kominn til
stöndugs útgefanda og vonast til að honum
verði sinnt sem hann á skilið. Nýhil einbeitir
sér að grasrótinni.
Aðspurður segist Steinar Bragi finna lítið
fyrir því að vera kominn á mála hjá stórveldi.
Hann hitti Silju Aðalsteinsdóttur, útgáfustjóra
Máls og menningar, af og til. Bókmenntapáfinn
Egill Helgason sagði í viðtali við Steinar Braga
í Kiljunni að hann hlyti að teljast „cult“-fígúra,
væri ekki allra og í framhaldi af því spyr
blaðamaður Steinar Braga hvort hann sé nú
orðinn við allra skap? „Nei, ég ætla að halda
áfram að vera cult-fígúra. Sama hvar ég er þá
verð ég það alltaf. Engar áhyggjur.“ Og trúr
þeim frómu fyrirheitum segir hann það
áhyggjuefni að hafa fengið slíkt einróma lof
og raun ber vitni fyrir Konur. „Já, það var
krípí.“ - jbg
Forlagið stelur Steinari Braga
„Ég er í andlitshreinsun í þess-
um töluðu orðum,“ segir Frið-
rik Ómar söngvari.
Friðrik Ómar er nú staddur
í Póllandi í bráðskemmtilegu
föruneyti Jónínu Benedikts-
dóttur en Fréttablaðið sagði
frá því í gær að þar væri nú
staddur á hennar vegum
kátur hópur: Geiri á Goldfin-
ger, Gunnar í Krossinum og
Árni Johnsen meðal annarra.
Þá mun söngkonan Hera einnig
vera stödd í Póllandi ásamt systur sinni og
óneitanlega virðist þarna vera kom-
inn efniviður í frábært tríó:
Friðrik, Hera og Árni.
„Nei, ég er voðalega lítið í
að syngja núna. Ég er bara
að taka mér frí. Þetta er rosa-
lega gott. Við erum svo að
fara, þegar þessu lýkur, við
Regína, til Þýskalands. Þar
komum við fram á árlegu
skemmtikvöldi í
München ásamt
Söndru Kim.“
Nei, engin
hljómsveit á
döfinni að sögn
Friðriks Ómars á hinu ágæta heilsuhæli í Pól-
landi sem margir láta svo vel af. „Ég reyni að
hugsa sem minnst um það núna.“ Ýmislegt er
þó á döfinni hjá Friðriki Ómari í kjölfar fræki-
legrar framgöngu hans og Regínu í síðustu
Eurovision-keppni sem haldin var í Bel-
grad. Friðrik segir ekki tímabært að
greina frá því að svo stöddu en í
það stefnir að þau Regína
muni syngja á útsendingar-
svæði sem telur hundruð
milljóna áhorfenda.
- jbg
Friðrik Ómar á heilsuhæli í Póllandi
FRIÐRIK ÓMAR Er í bráðskemmtilegum
detox-hópi Jónínu Benediksdóttur í
Póllandi.
STEINAR BRAGI Segist
verða „cult“-fígúra eftir
sem áður þótt hann sé
nú genginn til liðs við
Forlagið.
HERA Söngkonan Hera er einnig á
heilsuhælinu en ekki stendur þó til að
stofna tríó að sögn Friðriks.
DV bendir nú daglega á að Mogginn
skuldi hátt í fimm milljarða, ríkið
leggi til 150 milljónir til blaðsins
mánaðarlega sem má sam-
kvæmt því teljast í ríkis-
eigu. Skelfilegt hlýtur það
að vera fyrir Björgvin
Guðmundsson, sem
er yfir viðskipta-
fréttum, að vera
nú starfandi á
ríkisblaði. Björgvin
fór fyrir SUS á
sínum tíma og hefur eflaust tekið
þátt í ályktunum á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins um að ríkinu bæri
að selja Rás 2 en þá voru einmitt
rökin fyrir því hversu fráleitt væri að
ríkið stæði í rekstri fjölmiðla meðal
annars þau hvort fólk vildi virkilega
að ríkið færi að reka dagblað! En
það var á velmektarárum Morgun-
blaðsins.
Nú heyrist að Ómar R. Valdimars-
son sé farinn að starfa fyrir Reuters
á Íslandi. Við þau tíðindi má ætla að
hárin rísi á höfði hins aldna ritstjóra
Jónasar Kristjánssonar en
eitur í hans beinum eru
menn sem hafa starfað
sem almannatenglar
og snúa aftur í frétta-
mennsku – en Ómar var
einmitt talsmaður
Impregilo þegar
Kárahnjúka-
virkjun var í
byggingu.
Aldrei fór ég suður verður haldin í
sjötta sinn á Ísafirði um páskana
enda ekkert kreppuvæl þar á bæ.
Nefndin kom saman um jólin og
byrjaði að spá í spilin. Margir eru
að vanda áfjáðir í að koma og spila
og Mugison hefur sagt ýmsum
útlenskum böndum að þau megi
sækja um. Mugison tók annars lagið
á sunnudaginn í fimmtugsafmæli
Rönku sem rekur Tjöruhúsið þar
vestra. Hann tók lagið „Sweetest
melody” sem er um pabba Rönku,
hinn goðsagnakennda Dóra Her-
manns. Hann treður iðulega upp
á Aldrei fór ég suður
hátíðinni og er jafnan
hápunktur hátíðarinn-
ar. Dóri sönglaði með
Mugison á sinn hátt en
kannaðist ekkert við
lagið, enda mun
meira fyrir Wit-
hney Houston.
-jbg, drg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Ellefu manns.
2 Fimmtán ár.
3 Á laugardagskvöld.