Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 4
4
Ll-iiháTjí ;í ■. u«
SUNNUDAGUR 11. JUIi 1982.
■ Við Breitner vomm náttúrulega keppinauUr, en að ððru leyti kom okkur
ágxttega saman. Tímamyndir An.
■ „Paul Breitner var eini leikmaðurinn sem Pal Cemai rxddi almennilega við,“
segir Ásgeir.
Rabbað við
Ásgeir
Sigurvinsson:
■ Við Pal Cemai rxddumst ekki við síðustu dagana sem ég var hjá Bayera.
■ Aðeins sautján ára gamall lék Ásgeir Sigurvinsson
sinn fyrsta landsleik fyrir ísland. Ári síðar hleypti hann
heimdraganum og gerðist atvinnumaður með einu
frægasta félagsliði Belgíu, Standard Liege. Þar var hann
í ein átta ár, eða þar til hann gerði samning við eitt
virtasta félagslið Evrópu, Bayern Miinchen, fyrir rúmu
ári. Þótt ekki hafi gengið sem skyldi hjá Bayern, leikur
enginn vafi á því að Ásgeir er sá íslendingur sem lengst
hefur náð á knattspyrnusviðinu. Hann er meðal fremstu
knattspyrnumanna í Evrópu.
Eins og flestir vita varð dvöl Ásgeirs hjá Bayem styttri
en ætlað var af mörgum. Nú nýlega hefur hann verið
seldur til Stuttgart, sem um árabil hefur verið meðal
fremstu liða i Bundesligunni þýsku. Ásgeir er nú staddur
hér á landi í stuttu fríi. Við fengum hann í viðtal og
spurðum fyrst hvort dvölin hjá Bayern hefði valdið
vonbrígðum.
„Jú. I>að er óhætt að segja það. Ég
hefði auðvitað kosið að dæmið hefði
gengið upp og ég hefði getað verið áfram
hjá félaginu. En það var margt
sem olli erfiðleikum. í fyrsta lagi var ég
meiddur þegar félagaskiptin frá Stand-
ard áttu sér stað. Ég gat ekki tekið þátt í
æfingaprógramminu í byrjun og það
leiddi til þess að ég byrjaði mun
seinna heldur en aðrir leikmenn. Engu
að síður komst ég fljótlega í ágætis
keppnisform og fékk að spila nokkra
leiki. En svo meiddist ég aftur og missti
eina tíu daga úr. í liði Bayern Múnchen
er valinn maður í hverju rúmi,
þannig að þjálfarinn hafði úr nægum
mannskap að velja og auk þess hafði
hann orðið meistari með þetta lið í tvö
ár og því var hann ekkert áfjáður í
brcytingar. Þannig að eftir seinni
meiðslin fannst mér ég ekkert vera ínní í
dæminu hjá honum.
Ræddumst ekki við
síðustu mánuðina“
Eftir að ég varð þess var, varð ég
náttúrulega ekkert hrifinn. Ég sá fram á
það að Cemai ætlaði ekkert að nota mig,
nema kannski sem einhverja varaskeifu.
Ef á heildina er litið þá má kannski
segja að vera mín hjá Bayem Múnchen
sé tapað ár. Þótt auðvitað búi ég að
þeirri reynslu sem ég öðlaðist og hún
komið að góðum notum seinna meir.
Mér hefur gengið vel alveg frá byrjun,
eiginlega gengið allt í haginn. Þess vegna
er kannski gott að kynnast hinni hliðinni
á atvinnuknattspyrnunni líka. Það þurfa
svo margir knattspyrnumann að gera.“
- Hér á íslandi hefúr heyist að Pal
Ceraai, þjálfari Bayera, hafi haft hora i
siðu þinni af einhverjum ástæðum?
„Það var stirt á milli okkar alveg frá
byrjun. Ástæðurnar fyrir því em mér
engan veginn ljósar. Ég veit ekki til að
ég hafi gert nokkuð á hans hlut. Siðustu
mánuði mína hjá Bayem ræddumst við
varla við. Svo ég var löngu fyrir Iok
keppnistimabilsins búinn að gera það
upp við mig, að annað hvort færi hann
frá félaginu eða ég. Þegar ljóst var að
hann yrði áfram var ekkert annað fyrir
mig að gera en sætta mig við orðinn hlut
og leita á ný mið.“
- Þið hafið aldrei rxtt þessi mál
opinskátt?
„Nei. Cemai hleypir mönnum ekki
svo nálægt sér að hægt sé að ræða hlutina
við hann. Hann er maöur sem álítur að
allt sem hann segir séu lög sem aldrei
verður hnikað. Hann heldur sig alltaf í
ákveðinni fjarlægð frá leikmönnum. Það
var helst að Breitner ræddi eitthvað við
hann og hefði einhver áhrif.
- Það hefúr kannski haft neikvæð
áhrif á þig?
„Við Breitner vomm náttúrulega
keppinautar, en hvort hann hefur reynt
að ýta mér til hliðar skal ósagt látið. Ég
kunni ágætlega við Breitner."
Ekki tóm kvöl og pina
- Margir halda þvi fram að Breitner
hafi óttast þig vegna þess að þið spilið
sömu stöðu?
„Það kann vel að vera. En það er bara
eins og gengur í atvinnumennskunni,
menn keppa mjög innbyrðis."
- Hvemig er andinn hjá Bayem?
„Yfirleitt er hann góður. Þeir héldu
síg svolítið sér á parti Breitner og
Rummenigge, en að öðm leyti var mikil
samheldni meðal leikmanna."
- Þú hlýtur að hafa átt einhverja góða
daga i Múnchen?
„Jú að sjálfsögðu átti ég margar
skemmtilegar stundir. Þótt illa gengi var
þetta ekki tóm kvöl og pína. Múnchen
er mjög skemmtileg og falleg borg. Og
svo er líka gaman að vera hjá svona liði,
þar sem aðstaðan er sú besta sem boðið
er upp á í heiminum. Samanborið við
Belgíu er mjög gott að leika knattspymu
í Þýskalandi, atvinnumenskan er mikið
þróaðri og á mikið hærra plani.“
- Hvað spilaðir þú marga leiki með
Bayera?
„Ætli ég hafi ekki spilað eina tuttugu
leiki, sem flestir vom æfingaleikir. Um
tíma gekk mér mjög vel, eða allt þar til
að ég meiddist í seinna skiptið. Sá timi
var mjög skemmtilegur.“
-Nú ert þú að fara til Stuttgart. Er
það skref aftur á bak?
„Ég veit nú eiginiega ekki hvað ég á
að segja um það. Þótt ekki hafi gengið
sérstaklega vel hjá Stuttgart i vetur
hefur það verið topplið undanfarin ár.
Verið meðal fimm bestu liðanna i
Bundesligunni. Og það er í sjálfu sér
ekkert óeðlilegt við það að færast á miili
toppliða.
Það em líka til skýringar á því hvers
vegna Stuttgart gekk ekki sem skyldi i
vetur. Það var ósamlyndi milli Försters-
bræðranna og þjálfarans sem endaði
með því að þjálfarinn var rekinn og nýr
ráðinn i hans stað. Sá nýi heitir Bent
Haus, Þjóðverji, sem Iengi hefúr þjálfað
í Bem i Sviss með góðum árangri. Það
var eiginlega Haus sem fór fram á það
við framkvæmdastjórann að ég yrði
keyptur, og þvi reikna ég með að
samstarf okkar eigi eftir að vera gott.
Einnig á ósamlyndið að vera úr sögunni,
svo það ætti ekkert að vera því til