Tíminn - 11.07.1982, Side 7
SUNNUDAGUR 11. IÚLÍ 1982.
7
Úrslitaleikur HM 1982
Ítalía - Vestur-Þýskaland:
Meiðsli hrjá leik-
menn beggja liða
■ Euio Bcarzon, þjálfarí italska
iandsliðsins var hér á árum áður cinn
af bestu leikmönnunum i hinum
frægu liðum Inter Miiano og Torino,
en náði aðcins að lcika einn
iandsieik. í þessum iandsleik gegn
Ungveijum, fékk Bearzot það hlut-
verk að g*ta hins fræga Ferenc
Puskas. Bearzot réð ekkert við
Puskas, sem skoraði annað mark
Ungverjanna i 2-0 sigrí þeirra. Eftir
þetta fékk Bearzot aldrei aftur
tækifaeri á að leika með landsliðinu.
í HM 1974 gekk ítölunum mjög
illa og var ákveðið að byggja upp nýtt
landslið. Árið eftir var Bearzot
beðinn um að aðstoða þáverandi
landsliðsþjáifara Fulvio Bemardini
og nokkrum ámm seinna tók
Bearzot alveg við stjórninni. Lið
ítala hefur náð frábxram árangri
undir stjóm Bearzot, m.a. 4. sxti í
HM i Argentinu og 2. sæti i siðustu
Evrópukeppni iandsliða, árið 1980.
ÞJÁUFARARXIR
■ Hinn 55 ára gamli Jupp Derwall
tók við vestur-þýska landsliðinu af
hinum fræga Helmut Schön eftir að
hafa verið aðstoðarmaður hans i 8
ár. Eftir að Derwall var tekinn við
stjórninni tapaði landsliðið ekki leik
i tvö og hálft ár eða i 23 leikjum.
Landslið Vestur-Þjóðverja hefur
borið höfuð og herðar yfír önnur
landslið í Evrópu siðustu árin og á
Denvall mikinn þátt í þessari
velgengni liðsins. í undankeponinni
fyrir HM sigmðu Þjóðverjarnir i
öllum leikjum sinum og það vom þvi
miklar vonir bundnar við frammi-
stöðu þeirra i úrslitakeppninni, vonir
sem hafa vissulega ræst.
Hér áður fyrr var Derwall varnar-
maður hjá Fortuna Dusseldorf og
vestur-þýska landsliðinu. Eftir að
ferli hans inná vellinum lauk, gerðist
hann þjálfari fyrst hjá Saarland og
siðar bjá landsliðinu.
Frá Erik Mogensen, fréttamanni
Tímans á Spáni:
■ „Ég reikna með því að úrslitaleik-
urinn verði erfiður fyrir leikmenn mina.
En það er samt ekki aðalvandamálið.
Nokkrir leikmannanna era meiddir og
aðrir era með magakveisu. En ég vona,
að þetta lagist og við getum mætt ítölum
með fullskipað lið, sem fært er að veita
þeim öfluga keppni,“ sagði þjálfari
Vestur-Þjóðverja, Jupp Derwall, í
blaðaviðtali i dag (föstudag).
Þjálfari ftala Enzo Bearzot, á við
svipuð vandamál að striða og Derwall,
nokkrir leikmann hans eiga við meiðsl
að stríða og ekki verður ljóst strax
hvernig liðsskipan ítalska liðsins verður
í úrslitaleiknum.
Mi'kil stemmning er nú fyrir úrslita-
leikinn á Bernabeu-leikvanginum í
Madrid og má segja að ítalirnir upplifi
nú eina samfellda „fiestu“, ltalirnir hér
láta mikið á sér bera, drekka rauðvin
ótæpilega, syngja og dansa. Á ítaliu er
gleðskapurinn með ólíkindum, og jafnt
ungir sem gamlir hrifast með í glauminn.
Þá hefur það frétst að Jóhannes Páll,
páfi, hafi fylgst með leik Ítalíu og
Póllands, en ekki fer sögum af því með
hvoru liðinu hann hafi haldið, (Jóhannes
Páll er pólskur að uppruna).
f Þýsklandi rikir mikil ánægja með
frammistöðu landsliðsins og eru knatt-
spyrnuáhugamenn þar nokkuð öruggir
um að þeirra lið muni hreppa HM-titil-
inn að þessu sinni.
Reiknað er með að leikvangurinn í
Madrid verði þéttsetinn áhorfendum
þegar úrslitaleikurinn fer fram, en þar
rúmast um 90 þúsund manns.
EM/IngH
Isuzu verksmiöjurnar eru heimsfrægar fyrir framleiðslu
sína á pick-up bílum og þær njóta alþjóðlegrar viður-
kenningar fyrir vinnuvéla- og vörubílagerð.
Isuzu pick-up með drifi á öllum hjólum uppfyllir óskir hinna
kröfuhörðustu og gerir enn betur.
Isuzu pick-up hentar jafn vel sem flutningatæki og
ferðabíll.
Isuzu pick-up er laglegur, lipur og leggur lýgilega vel á.
Isuzu pick-up hefur óhemju burðarþol og 4-hjóla drifið gerir
honum alla vegi færa.
Isuzu pick-up vönduð vinnubifreið með aksturseiginleika,
útlit og þægindi fólksbifreiðar.
Komið og kynnið ykkur hvers vegna Isuzu pick-up nýtur
heimsfrægðar.
VELADEILD
Á rmúla3 C 38900
LEIKFÖNG í ÚRVALI
LEIKFA NGA VERSL UN
HALL VE/GARSTÍG 7
SÍM/26070