Tíminn - 11.07.1982, Síða 26
V «*
■i »4-.
wnerc
26
riViVlVtVí'fj
'i l i i i 1 i i <
'AW ^TiTif^AWíVi
iTi'iViWiii & *ri * 4
.öf, iiOi .,' W^hU^'JÍ
W,W.V.V.V-W,!iWiV*V.WAVAW,V.»,
SUNNUDAGUR 11. JULÍ 1982.
„Sýkn vegna geðveiki”
■ John W. Hinckley yngri elskaði
leikkonuna Jodie Foster - úr fjarlægð.
Hann skrifaði henni bréf sem hún
svaraði ekki, hann orti til hennar ljóð og
hún lét ekki heillast. Til þess að vekja
athygli hennar á sér og „sanna ást sína“
sá hann því ekki aðra leið færa en að
drepa Ronald Reagan, forseta Banda-
ríkjanna.
Hann undirbjó morðtilraun sína mjög
nákvæmlega og lét til skarar skríða fyrir
rúmu ári. Reagan slapp, lítt særður, en
blaðafulltrúi hans, íögregluþjónn og
öryggisvörður særðust hins vegar alvar-
lega. í réttarhöldunum yfir Hinckley sem
lauk fyrir skömmu var hann sýknaður.
Vegna geðveiki. Hefur úrskurðurinn
vakið mikla hneykslun vestur í
Bandaríkjunum og jafnframt heitar
umræður um hvort ósakhæfni vegna
geðveilu eigi yfirleitt rétt á sér.
Dómarinn, Barrington Parker, tók
við úrskurðinum úr hendi formanns
kviðdómenda. Hann las upphátt:
„Fyrsta ákæra: Sýkn saka vegna
geðveiki." Það fór kliður um réttarsalinn
og margir ráku upp stór auku. John Hin-
ckley var ekki sekur um að hafa reynt
að myrða Ronald Reagan. Hinckley
sjálfur þagði, lygndi aftur augunum og
reigði höfuðið aftur á bak. Dómarinn
hélt áfram að lesa upp úrskurð
kviðdómsins um allar ákærurnar
fimmtán sem gengu út á vopnaða árás,
morðtilraun og ólöglega vopnaeign.
„Fimmta ákæra: Sýkn saka vegna
geðveiki." Hann var ekki sekur um að
hafa skotið öryggisvörðinn Timothy
McCarthy í magann. „Sjöunda ákæra:
Sýkn saka vegna geðveiki.“ Ekki sekur
um að hafa skotið þeirri byssukúlu sem
skaddaði heilann í James Brady,
blaðafulltrúa. „Tíunda ákæra: Sýkn
saka vegna geðveiki." Ekki sekur um að
hafa skotið Thomas Delhanty, lögreglu-
þjón, i hálsinn. Rödd dómarans var
farin að skjálfa en hann hélt áfram að
lesa: „Tólfta ákæra: Sýkn saka vegna
geðveiki.“ Saklaus af þvi að hafa keypt
skammbyssuna sem nærri varð forsetan-
um að bana. Og „fimmtánda ákæra:
Sýkn saka vegna geðveiki." Ekki sekur
um að hafa notað þá sömu skammbyssu.
„Hinckley er geðveikur,
þjóðin vitlaus!“
JoAnn Hinckley, móðir sakbornings-
ins, greip höndum fyrir andlit sér. Hún
snökti, faðmaði mann sinn að sér og
reyndi árangurslaust að bæla niður bros.
Eiginmaður hennar brosti lika. Þessi
olíumilljóner frá Kólóradó, sem fleygði
syninum á dyr í fyrra, hafði fyrr i
réttarhöldunum sagt grátandi að hann
ætti sína sök á þvi sem gerst hafði og að
hann vildi óska að hann gæti setið þar
sem John yngri sæti nú. Sakborningurinn
sjálfur sýndi engin svipbrigði. í vasanum
hafði hann ræðu sem hann þurfti nú ekki
að halda: hann hafði búist við þvi að
verða dæmdur sekur. Nú lét hann augun
reika um dómssalinn. Hvaða tilfinningar
bærðust innra með honum vissi enginn
fremur en venjulega. Þrátt fyrir
itrekaðar tilraunir hafði hvorki sálfræð-
ingum né kviðdómendum tekist að átta
sig til fulls á honum. Sá á kvölina sem á
völina og það var kviðdómurinn sem
varð að ákveða sig. í 24 stundir sem
dreifðust á fjóra sólarhringa þráttuðu
kviðdómendur fram og aftur - jafnvel
nú vita þeir varla hvort þeir gerðu rétt.
Háværir gagnrýnendur úrskurðarins
eru á hinn bóginn ekki í vafa um að
kviðdómendur - fimm karlar og sjö
konur - hafi tekið alveg skakkan pól i
hæðina. Arthur Eads, saksóknari i Bell
sýslu í Texas, talaði fyrir marga þegar
hann sagði: „Hvergi nema i Bandaríkj-
unum getur maður reynt að myrða
þjóðhöfðingjann fyrir framan 125
milljónir vitna og síðan verið sýknaður."
(En öll þessi vitni höfðu horft á
atburðinn í sjónvarpi.) Aðrir hafa tekið
ólika afstöðu. „Það að Hinckley var
sýknaður," segir Gerry Spence, þekktur
lögfræðingur i Wyoming, „sannar að t
þessu landi býr fólk sem fylgir
lögunum." Samt er enginn efi um að
meirihluti þjóðarinnar er sammála Eads
fremur en Spence. Skoðanakönnun sem
ABC sjónvarpsstöðin lét gera leiddi i
■ Kviðdómendur kallaðir fyrir þingnefnd: Var Hinckley „sekur en geðveikur?1
ljós að 75% aðspurðra voru þeirrar
skoðunar að kviðdómurinn hefði gert
rangt. „Hinckley er geðveikur, þjóðin
vitlaus," sagði blaðið Indianapolis News
vitlaust af reiði.
„Kerfíð sem sýknaði hann
er geðsjúkt“
Stærsta blaðið í heimaborg Hinckleys,
The Denver Post, tók afstöðu gegn
honum: „Það er kerfið sem hefur sýknað
hann sem er geðsjúkt,“ sagði í leiðara.
Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, tók
i sama streng er hann fordæmdi
„dómskerfi sem lætur sig engu varða
sekt eða sakleysi, en treystir þess i stað
á að svokallaðir sérfræðingar i sálfræði
geti sagt okkur hvort maður sem framdi
morðtilraun af yfirlögðu ráði ætti að
vera sýknaður vegna þess að hann hafi
horft á of margar bíómyndir." Storm
Thurmond, öldungadeildarþingmaður
og formaður laganefndar öldungadeild-
arinnar, sagði að mál þetta sýndi að
eitthvað mikið væri að „geðveikivöm-
inni“ svokölluðu. Annar öldungadeild-
arþingmaður, Allen Specter, lét kalla
fimm kviðdómendanna fyrir sérstaka
rannsóknarnefnd sem vinnur að þvi að
skýra lagaákvæði um ósakhæfni vegna
geðveiki.
Það sem einkum brennur á þingmönn-
um er spurningin um hjá hverjum liggi
sú ábyrgð að sanna að sakborningur sé
annaðhvort sakhæfur eða ósakhæfur.
Samkvæmt alrikislögum er það sækjand-
inn sem verður að sýna fram á að
sakborningur sé sakhæfur, en í mörgum
rikjum Bandaríkjanna er þessu þveröf-
ugt farið: það er verjandinn sem þarf að
sanna að skjólstæðingur hans sé
ósakhæfur vegna geðveiki. Parker
dómari kaus að nota hina strangari
skilgreiningu til þess að koma i veg fyrir
að verjandinn gæti hengt hatt sinn á
formgalla við málareksturinn, og það
var þvi saksóknari sem varð að sanna að
Hinckley væri heill á geðsmunum.
Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem
notast var við var sakbomingur
geðveikur ef hann, „vegna geðsýki eða
geðveilu, er ekki fær um að sjá verknað
sinn í samhengi við lög landsins, eða er
ekki fær um að gera sér grein fyrir því
að framferði hans er rangt."
Og eftir löng og ströng réttarhöld þar
sem sálfræðingar og geðlæknar vitnuðu
hver á móti öðrum var kviðdómurinn
lokaður inni og skyldi taka ákvörðun.
Kviðdómendum stóð ógn af þessu
verkefni sínu. Einn þeirra, hin fimmtuga
Maryland Copelin, sem starfar i
kaffiteriu, sagði: „Úr því að sérfræðing-
amir gátu ekki komið sér saman um
hvort maðurinn væri heilbrigður,
hvemig áttum við að geta það?“
„Lítíll, veikur, hvitur
strákur að leita að ein-
hverjum til að elska sig...“
En fyrsta verkefnið var að kjósa
formann kviðdómsins. Ákveðið var að
velja hann með því að draga bréfmiða
■ Copelin kvíðdómandi skipti
um skoðun af því hún var
„þreytt“. Þetta var það eina sem
við gátum ákveðið.“
■ Coffey kviðdómandi var
lengi að komast að niðurstöðu,
en „ég var alveg viss um að hann
gæti ekki hafa verið með réttu
ráði þegar hann skaut á þessa
menn.“
■ Browne kviðdómandi var sú
sem lengst hélt fram sekt hans:
„Hann skipulagði þetta vand-
lega. Honum á að refsa.“
með nafni eins þeirra upp úr hatti og þar
sem Roy Jackson, 65 ára gamall
húsvörður á eftirlaunum, var sá eini sem
var með hatt sá hann um framkvæmdina.
Hann dró sitt eigið nafn úr hattinum, og
brosti þurrlega. Evelyn Washington, 27
ára, stakk upp á að allir bæðust fyrir.
„Drottinn leiðbein þú oss,“ mælti hún
fyrir þeirra hönd og las því næst upp úr
24. Daviðssálmi: „Hver fær að stiga upp
á fjall Drottins, hver fær að dveljast á
hans helga stað? Sá er hefir óflekkaðar
hendur og hreint hjarta...“
George Blyther, 38 ára, var sá fyrsti
sem lét í ljós skoðun á málinu. „Ekki
sekur vegna geðveiki,“ sagði hann.
Jackson sagðist hallast að þvi að hann
væri sekur. í sama streng tóku flestar
konurnar, þar á meðal Merryanna
Swartz, 31s árs en hún var eini hvíti
maðurinn í kviðdómnum. Sumir höfðu
haldið að hún yrði meðal þeirra sem
tækju undir geðveikivörnina vegna þess
að hún er uppeldisfræðingur og hefur
haft töluvert við sálsjúkt fólk að sælda.
En hún hafði sig litt i frammi og meðan
á þrasi kviðdómsins stóð skipti hún um
skoðun og sagðist telja Hinckley ekki
sekan. Annars voru allir fremur
óákveðnir við þessa fyrstu umræðu og
„því tókum við fram sönnunargögnin og
settum tilfinningar okkar til hliðar," eins
og Belinda Drake, 23ja ára ritari i
Pentagon, orðaði það.
Drake beindi athyglinni að bréfunum
sem Hinckley hafði skrifað. „Mér fannst
hann bara vera lítill, veikur hvítur
strákur að leita að einhverjum sem
myndi elska hann,“ sagði hún við
blaðamann TIME eftir úrskurðinn.
Lesinn var upphátt miðinn sem
Hinckley skrifaði Jodie Foster daginn
sem hann framdi tilræðið við Reagan.
„Það er mikill séns á að ég verði drepinn
í tilrauninni við að ná Reagan," hafði
hann krotað. Glynis Lassiter, 42ja ára
húsvörður við American University,
hélt því fram að Hinckley væri greinilega
geðveikur vegna þess að „hann hélt því
fram að hann yrði drepinn en hélt samt
áfram." Copelin var mjög ósammála.
„Sjáiði“, sagði hún og benti á bréfin sem
henni þóttu benda til þess að hann væri
kænn fremur en geðveikur. „Þegar hann
vildi peninga frá foreldrum sinum þá
skrifaði hann undir. „Ástarkveðja,
John“ en þegar hann fékk ekki neina
peninga þá skrifaði hann bara „John“.“
„Gætí heílbrígð
manneskja hafa ort
þessi Ijóð? ”
Það var síðla föstudags sem
kviðdómurinn dró sig i hlé til að ræða
málið en á laugardaginn fluttu þau tólf
sig inn í dómssalinn sem nú var tómur.
Þar upphófust þegar miklar deilur.
Einhver vakti máls á því hvort stöðugt
flakk Hinckleys um Bandaríkin þver og
endilöng bentu ekki til þess að hann væri
ekki með réttu ráði. Copelin sagði: „Við
fylgdum Hinckley hvert sem hann fór.
Þegar hann flaug, flugum við. Þegar
faðir hans hitti hann á flugvellinum og
sagði honum að fara á KFUM-heimilið
og Hinckley tók strætó, þá sátum við í
strætó með honum.“ Þau reyndu jafnvel
að reikna út hvað þessi ferðalög hefðu
kostað. Húsvörðurinn Lassiter taldi að
eyðslan á ferðalögunum sannaði að
Hinckley væri haldinn geðveilu. „Það er
sama hvað maður er rikur,“ sagði hann,
„Það eyðir enginn peningunum sínum
svona. Hann borgar fargjald í þotu og
stoppar svo í einn dag. Ég skil ekki
svona.“ Copelin varð fyrst til andsvara:
„Ef maður getur keypt sér flugmiða og
farið hvert sem maður vill og fengið
peninga til þess, þá er maður
heilbrigður.1' Harðasti talsmaður þess
að Hinckley væri heilbrigður og þar af
leiðandi sekur var Nathalia Browne, 30
ára rafveitustarfsmaður. Hún sagði: „Ef
hann hafði næga stjórn á sér til að koma
alla leið til Washington, panta sér hótel
og skjóta af þessari skammbyssu
nokkrum sinnum, þá var hann
heilbrigður."
Ljóðagerð Hinckleys kom einnig við
sögu í þessum umræðum en til Foster
orti hann ruglingsleg, kvalafull ljóð.
„Gæti heilbrigð manneskja hafa ort
þessi ljóð?“ spurði Blyther. „Það er
greinilega eitthvað að honum." Drake,
sem segist sjálf dunda sér við skriftir,
var á annarri skoðun. „Þessi maður er
rithöfundur," sagði hún, „ogrithöfundar
eru skrýtnir. Hann er ekkert skrýtnari
en þeir bara af því hann var með Jodie
Foster á heilanum. Hann skaut fjóra
menn.“ Þá var deilt um það hvort ljóð
væri byggð á raunveruleikanum eða
bláberum skáldskap. Þau báðu um
orðabók til að fletta upp orðunum
„poetry" og „fiction" en fengu ekki.
„Maðurinn er að þykjast!
Það er ekkert að honum!“
Á sunnudeginum gerðist það merkileg-
ast að Dianne Hamm, 33ja ára, fór á
fund Copelin i herbergi þeirrar
síðarnefndu og stakk upp á að skipt yrði
um formann kviðdóms. Þær voru á einu
máli um að Jackson liði ekki vel i stöðu
sinni. í herberginu við hliðina á lá
Lawrence Coffey vakandi og var að
komast að niðurstöðu. „Ég var að hugsa
um bréfin sem hann skrifaði Jodie og
foreldrum sínum," sagði Coffey sem
starfar á hóteli. „Ég var alveg viss um
að hann gæti ekki hafa verið með réttu
ráði þegar hann skaut á þessa menn.“
Næsta morgun var skipt um formann,
með fullu samþykki Jacksons, og
Coffey, yngsti kviðdómandinn, aðeins
22ja ára gamall, tók við embættinu.
Coffey var nú sannfærður um að
Hinckley væri sýkn vegna geðveiki. Það
var ljóst að umræðumar voru á lokastigi.
Meðan Jackson var formaður hafði
hann oft bent þeim sem héldu fram
sakleysi Hinckleys á það að hann hefði
ætlað að drepa forseta Bandarikjanna.