Tíminn - 26.08.1982, Qupperneq 12

Tíminn - 26.08.1982, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST1982 12 heimilistíminn! Umsjón: B.St. og K.L. ■ í dag kl. 14 opnar danski sendiherr- ann á íslandi, J.A.W. Paludan, stóra postulínssýningu á Kjarvalsstöðum. Það er danska fyrirtækið Bing & Gröndahl, sem sýnir sjaldgæfa postulínsmuni, m.a. með sérstökum tengslum við ísland, sérunnin listaverk eftir nútíma lista- menn, verðmætt safn platta og merka muni, sem nú eru í framleiðslu, m.a. eftir íslenska listamanninn Rúnu (Sig- rúnu Guðjónsdóttur). Forseti íslands verður viðstaddur opnunarathöfnina. Auk sýningarinnar á Kjarvalsstöðum verða sérsýningar hjá umboðsmönnum Bing & Gröndahl víðs vegar um landið. Hönnunarsamkeppni Sýningardagana frá íslendingar um allt land einnig tækifæri til að spreyta sig við postulínshönnun. Hjá umboðs- mönnum Bing & Gröndahl eru fáan- legir pappadiskar til að nota í sam- keppni um bestu diskaskreytinguna. Hver búð veitir Bing & Gröndahl-styttu í 1., 2. og 3 verðlaun meðal keppenda Sögulegir postulínsmunir, m.a. eftir Albert Thorvald- sen Árið 1978 vígði Bing & Gröndahl, í tilefni af 125 ára afmæli sínu, nýtt safn hjá gömlu verksmiðjunni í miðborg Kaupmannahafnar. Sjálft safnhúsið er þegar marg-verðlaunað fyrir byggingar- list, og í safninu hafa þúsundir áhugamanna um postulínslist út um allan heim séð sýnishorn úr meira en aldarlangrí þróun verksmiðjunnar. Úr þessu safni hefur fengist að láni samstæða af mjög verðmætum gömlum munum á sýninguna að Kjarvalsstöðum. T.d. verða til sýnis dæmi um gamlar diskaskreytingar og sérunnir munir frá hinum miklu heimssýningum fyrri aldar. Einnig verða á sýningunni nokkur af alelstu stykkjum dönsku postulínsverk- smiðjunnar. Þau eru unnin eftir þekkt- um verkum eftir hinn mikla myndhöggv- ara Albert Thorvaldsen, og verður m.a. hægt að líta sjálfan meistarann í hinni frægu sjálfsmynd hans. Högg- myndin er endurgerð smækkuð úr hinu ómálaða, óglerhúðaða biskví-postulíni. Einmitt verk eftir Thorvaldsen úr þessu sérstaka postulíni var frumframleiðsla Bing & Gröndahl árið 1853. Gömul hefð í framleiðslu Að sjálfsögðu er ógerningur að sýna í öllum atriðum heildarframleiðslu postulíns að gamalli hefð verksmiðjunn- ar í Kaupmannahöfn. Þó hefur verið leitast við það eftir bestu getu, annars vegar með myndatöflum sem útskýra hvernig postulínsstykki er framleitt ásamt sýnishornum af stykkinu á ýmsum þrepum, og hins vegar með starfandi postulínssmiðju. Einn af skreytingar- mönnum Bing & Gröndahl er búinn að færa verkstæði sitt til íslands til þess að Fyrstu munimir, sem framleiddir voru í verksmiðju Bing & Gröndahl, voro myndir myndhöggvarans Alberts Thorvaldsen. Bing & Gröndahl: Postulínssýraing á Kiarvalsstödum sýna hvernig hún handskreytir postulín eins og gert var fyrir heilli öld að gamalli hefð. Þetta er Lisbeth Hansen postulíns- málari, og hún mun skreyta eitt af sígildum stellum Bing & Gröndahl, „Empire“. Margir aðrir af þekktustu leirkera- smiðum og postulínslistamönnum Dana verða á sýningunni og gefa víðtækt innsýn. í stöðu danskrar postulíns - og steinleirslistar í dag. Islenskt ívaf nú á dögum Á Kjarvalsstöðum verða líka merkar nýjungar úr framleiðslu verksmiðjunnar nú, t.d. veggflísar eftir íslenska leirkera- smiðinn Rúnu (Sigrúnu Guðjónsdóttur) ásamt heilmiklu af nýjungum þessa hausts frá hinni rótgrónu postulínsverk- smiðju. Verðmætt safn platta og séríslenskra platta Áhugamenn um platta fá tækifæri til að skoða heildarsafn af Bing & Gröndahl-plöttum. f safninu er auðvitað líka fyrsti jólaplatti heims sem Bing & Gröndahl gaf út árið 1895. Hann er nú metinn á um 30.000 kr. og er frægur um allan heim. Platti þessi varð upphafið að safnaraHefð sem teygir sig út um allan heim í dag. Á sýningunni verða líka jólaplattar sem Bing & Gröndahl framleiddi sérstaklega fyrir ísland árin 1928-29-30. Ýmsir aðrir plattar sem eru sérstak- lega tengdir íslandi verða til sýnis, t.d. minnisplattar um heimsókn Friðriks 8. Danakonungs til íslands árið 1907, um 1000-ára Alþingishátíð 1930 og 1100-ára þjóðhátíð 1974. Hugmyndir fyrir heimilið Gestir sýningarinnar geta tekið með heim hugmyndir fyrjr borðskreytingar. Bing & Gröndahl sýnir 12 veisluborð, öll með borðbúnaði sem er seldur með 25 ára skriflegri viðbótahlutatryggingu frá verksmiðjunni. Henning Koppel, Mexico, Ballerina, Peru, Offenbach, Comet, Julerose, Lövfald, Korinth, Saxneskt blóm, Blámálað og Mávastell- ið frá því um aldarmótin. Af sí ðast- nefndu stelli er sýnd heildarsamstæða, samtals yfir 100 mismunandi hlutir. Sýningin að Kjarvalsstöð- um verður opin: ■ Sjálfsmynd Alberts Thorvaldsen þekkja flestir Islendingar, enda stóð hún um langt skeið í fullri stxrð á miðjum Austurvelli, en nú síðustu árin í Hljómskálagarðinum. Afsteypu af henni hafa Bing & Gröndahl framleitt. Fimmtudag Föstudag Laugardag Sunnudag Mánudag Aðgangur ókeypis. 26. ágúst kl. 14-22 27. ágúst kl. 14-22 28. ágúst kl. 14-22 29. ágúst kl. 14-22 30. ágúst kl. 14-22 ■ Á sýningunni gefur að líta 12 borð dúkuð og lagt á með matarstellum frá Bing & Gröndahl. Þetta jólaborð hafa Hríngs-konur skreytt. Hnífapörín eru frá Rammagerðinni, en glösin flytja umboðsmenn Bing & Gröndahl hér á landi inn. Skreytingarnar hafa Hrings-konur sjálfar gert. (Tímamyndir: Arí) Lisebeth Hansen postulinsmálari situr á sýningunni og málar ýmsa postulínsmuni af miklum hagleik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.