Tíminn - 26.08.1982, Qupperneq 19

Tíminn - 26.08.1982, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 26. AGUST 1982 19 og leikhus - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Nedanjarð- arknap- arnir ■ Hérerætluninadljúkakynningu á þeim myndum Amerísku kvik- myndavikunnar sem ekki hefur verið getið um hér en kvikmyndavikan hófst að nýju í dag. t>ær myndir sem ekki hafa verið kynntar eru „Hjarta- land“, „Tylftirnar", og „Neðan- jarðarknapamir". Neðanjarðarknaparnir er inn- blásin og myndræn lýsing leik- stjórans Amos Poe á lífi fimm persóna sem búa á neðrihluta Manhattaneyju. Söguhetjan er An- tony Zondo geðklofa saxófónleikari sem bendlaður er við nokkur morð. Aðrir sem við sögu koma er nágranni Zindo, lesbísk vændiskona, leyni- lögreglumaður sem vinnur að lausn morðgátu, kona hans sem er eitur- lyfjaneytandi og kona sem hefur miðilshæfileika. Poe dregur upp dökka mynd af borgarlífi nútímans, persónur hans þræða grýttar brautir þar sem örvæntingin ræður ríkjum. Styrkur myndarinnar felst af- stæðri túlkun Poe á hræðslu, and- úð, og ’ sjálfseyðingarhvöt mannsins og þeirri skoðun hans að þessi öfl séu helstu hornsteinar nútímaþjóðfélagsins. Hjartaland byggir á dagbókum raunverulegrar landnemakonu sem bjó í Wyoming upp úr aldamótum. Hún er gerð af Richard Pearce og hlaut Gullbjörninn í Berlín 1981. Árið 1910 flutti Elinore Randall frá Denver til Wyoming, ásamt dóttur sinni, en hún hafði ráðið sig á bóndabæ til Skota nokkurs sem ráðskona. í hönd fóru erfiðir tímar fyrir Elinore því nýi húsbóndinn var allt annað en vingjamlegur til að byrja með og henni er beinlínis varpað inn í hinn harða heim frumbyggjans þar sem karlmaðurinn hefur öll völd og lífið snýst um hrossakaup, nautgriparækt og klúra, brandara. Vincent Canby kvikmyndagagn- rýnandi The New York Times gefur þessari mynd mjög góða dóma og scgir m.a. í umfjöllun sinni um hana að hún sé stöðug og raunveruleg lýsing á fólki því sem hún fjallar um. Söguhetjurnar líti út og hagi sér eins og þau séu vel í stakk búin til að takast á við hið versta í náttúrunni og geti síðan brosað að því á eftir. Tylftirnar er gerð af Christine Dall og Randall Conrad og hlaut hún fyrstu verðlaun á U.S. Film Festival. Myndin er áhrifamikil og næm lýsing á lífi ungrar stúlku sem reynir að samræmast þjóðfélaginu á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í fangelsi fyrir ávísunarfals. í fangelsinu hefur sögupersónan einangrast og tilraun hennar til að hefja nýtt líf er erfið. - FRI Friðrik lndriðason skrifar Glímuskjálfti í gaggó Okkar á milli í hita og þunga dagsins Just youand me,kid Flóttinn frá New York Síðsumar Einvígi kóngulóarmannsins Sólin ein var vitni Amerískur varúlfur í London Framísviðsljósið Hvellurinn Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjög góö * ★ * góö * * sæmlleg * 0 léleg

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.