Tíminn - 31.08.1982, Qupperneq 6

Tíminn - 31.08.1982, Qupperneq 6
ÞRJÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 stuttar fréttir „Allt er þó betra en at- vinnuleysid” Vík í Mýrdal: „Menn eru almennt nokkuð sáttir við tilveruna,“ svaraði Símon Gunnarsson í Vík m.a. er Tíminn spurði hann almennra tíð- inda þar um slóðir. „Þurrkurinn kom seint, en spretta var mikil og menn hafa almennt lokið heyskap og eiga mikil hey“, sagði Símon. Spurður um álit manna þar eystra á því sem efst hefur verið á baugi í umræðum manna að undanförnu - efnahagsráðstöfununum - sagði Sí- mon það sjálfsagt upp og ofan. Líklega teldu þó flestir vænlegra að gera eitthvað fremur en ekkert. „Ef að þetta gengur svona án þess að til atvinnuleysis komi, þá held ég að það sé hægt að una þessu, þó menn séu auðvitað ekkert hressir með að alltaf skuli farið ofan í vasa launafólks og skertir þeir samningar sem gerðir hafa verið. Það er ekkert skemmtilegt. En allt er þó betra en atvinnuleysið“, sagði Símon. Finnbogi ráðinn í Eyjafjörðinn Eyjafjörður: Stjórn Iðnþróunar- félags Eyjafjarðarbyggða h.f. ákvað nýlcga á fundi sínum að ráða Finnboga Jónsson, verkfræðing sem framkvæmdastjóra félagsins. Er gert ráð fyrir að hann hefji störf hjá félaginu í byrjun nóvember n.k. Umsóknarfrestur uni starf þetta rann út hinn 30. júní sl. Alls bárust sex umsóknir, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. í frétt frá félaginu segir að allmargir hafi sýnt félaginu og framtíðarstarfsemi þess áhuga og boðið fram þjónustu sína á sviði rannsókna og ráðgjafar. Nýr laxa- stigi tekinn í notkun Austur-Húnavatnssýsla: Nýr laxa- stigi hefur verið tekinn í notkun í Ytri-Laxá í A-Hún. Með stiga þessum opnast um 30 kílómetra vatnasvæði í tveim ám, Ytri-Laxá og Norðurá og vonast menn til að með stiga þessum stóraukist laxveiði í ánum, cnda telja fiskifræðingar Veiðimálastofnunar mjög efnileg uppeldisskilyrði vera á þessu vatna- svæði. Laxastiginn er sex metra hár í djúpu gljúfri. Aðstæður við gerð hans voru mjög erfiðar, t.d. þurfti að láta steypu og annað byggingaefni síga niður að mannvirkinu ofan af 18—20 metra háu bjargi. Unnið var að sprengingum á síðasta sumri, en í sumar var stiginn steyptur. Stiginn er hannaður af Guðmundi Gunnars- syni verkfræðingi, en verktakar voru Jóhann Gauti og Garðar Pálsson á Akureyri og Valur Benediktsson og Sveinn Björnsson í Reykjavík. Endanlegur kostnaður við mannvirk- ið liggur ekki fyrir, en áætlaður kostnaður var í febrúar s.l. um 500 þúsund krónur. Árni Jónsson á Sölvabakka, for- maður veiðifélags Laxársvæðisins sagði að mcnn vonuðust til að með þessum framkvæmdum kæmist áin í tölu bestu veiðiáa hér um slóðir. Fram að þessu hefði veiðin ekki verið nema um 150 laxar í bestu árum. En uppeldisskilyrði væru talin svo góð að rökstuddar vonir stæðu til að þessi laxafjöldi margfaldaðist. Undanfarin ár hefur verið unnið að ræktun árinnar fyrir ofan fossinn, með því að sleppa þar sumaröldum seiðum. Stiginn var opnaður með athöfn í gær og var það landbúnaðarráð- herra, Pálmi Jónsson, sem opnaði stigann. _ MÓ/SV Keflvíkingar vilja nýja f lugstöd hið bráðasta Keflavík: Bæjarráð Keflavíkur sam- þykkti á síðasta fundi sínum áskorun á stjórnvöld að láta ekki deilur um fjármagnsútvegun koma í veg fyrir að þegar verði hafist handa um byggingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Sú flugstöð sem nú er notuð af illri nauðsyn sé löngu úrelt og aðbúnaður fyrir farþega og starfsfólk sé með öllu óviðunandi. Við staðsetningu nýrrar flug- stöðvar vill bæjarráð að haft verði í huga að hún verði algerlega aðskilin herstöðinni, þannig að greiður að- gangur verði að flugstöðinni. - HEI. ■ Brúin í Bjamardal, sunnan við Bröttubrekku, er vægast sagt orðin heldur hrörlegt mannvirki. Timburverkið undir henni eru styrktarstoðir til að halda uppi brúargólfinu í stað steyptu súlanna sem brotnað hafa. Fimmtíu ára gömul brú í Bjarnardal að niðurlotum komin: BRÚIN GJÖR- SAMLEGA 0NYT - Ekki stendur til ad lagfæra hana næstu tólf árin ■ „Það virðist ljóst að þarna á ekkert að gera a.m.k. næstu 12 árin samkvæmt yfirlitsáætlun þeirri sem lögð var fyrir Alþingi í fyrravor um hvað framkvæma á í vegamálum næstu 12 árin. En á þessari leið um BröttUbrekku eru bæði brýrnar og vegurinn nánast ónýt, svo þetta er nokkuð stór biti“, sagði Pétur Ingólfsson, verkfræðingur í brúadeild Vegagerðar ríkisins. stefnir í það að enginn vegur verður um Bröttubrekku.“ Pétur sagði fleiri brýr á þessari leið mjög slæmar, t.d. yfir Miðdalsgil, þar sem hægt er að horfa niður um brúargólfið. Aðeins kvað hann hafa verið rætt um að leggja nýjan veg yfir Bröttubrekku, sem yrði kannski valin sem önnur leið, þannig að horfa þurfi á þetta allt í samhengi. En sem fyrr segir eru þessar framkvæmdir ekki fyrirhug- aðar á næstu 12 ára áætlun Alþingis í vegamálum. -HEI Tímamaður sem nýklega átti leið um Bröttubrekku spurði Pétur hvort ekki væri fyrirhugað að lagfæra brúna í Bjarnardal, sem vægast sagt er í ömurlegu ástandi. En samkvæmt upplýs- ingum langferðabílstjórá lengir það leiðina vestur í Dali og Vestfirði um ca. 20 km. að þurfa að fara Heydalinn, eins og allir þungir bílar verða nú að gera. „Já, brúin er gjörsamlega ónýt, enda búið að setja miklar þungatakmarkanir á hana - 5 tonna öxulþungi - en hún hrynur þó ekki undan smábílum,“ sagði Pétur. Hann kvað brúna byggða árið 1930. Steypuefnið var á þeim árum gjarnan tekið þar sem hendi var næst í þessu tilviki úr Norðurá. Efnið í bogann var tekið fyrir Alþingishátíðina. En síðan gerði mikið flóð í ánni og mölin í yfirbygginguna sem tekin var eftir flóðið varð því miklu óhreinni, og sú steypa mjög léleg, og er nú að grotna í sundur. Bæði hafa margar súlumar sem bera uppi gólfið brotnað og gólfið sjálft orðið morkið og spumgið. Með ámnum hefur svo timbri verið slegið undir brúna til styrktar gólfinu. En telja menn þá ekki slysahættu af brúnni í þessu ástandi, t.d. að menn freistist til að fara yfir hana á stómm bílum til að sytta sér leið? „Jú. En annars er það með svona brýr, að þegar boginn sjálfur er nokkuð sterkur þá held ég að það sé engin hætta á að brúin hrynji niður allt í einu. En það geta brotnað fleiri súlur og komið stór göt, þannig að t.d. stór bíill gæti skapað meiri hættu fyrir litla bíla er á eftir kæmu. En það er ljóst að verði ekkert að gert þama á næstu ámm þá ■ Þegar nær er komið sést enn betur hvemig brúargólfið er að morkna í sundur. Greinilega má t.d. sjá stóra spmngu í gólfinu á miðri myndinni. Myndir HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.