Tíminn - 31.08.1982, Side 9

Tíminn - 31.08.1982, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 ■ Motorjaktin VININGFJORD var smíðuð árið 1924 og manni er til efs að framfarir hafi orðið miklar í útlitsteikningum skipa, þrátt fyrir alla tæknina. borð í skipinu, eins og gjöra verður með þungbyggðar vélar, þótt auðvitað sé oftast unnt að framkvæma viðhald á þeim á hentugum tíma. Þegar skip t.d. liggja milli vertíða og verkefna. Það sem er athyglisverðast við þessa aðferð, virðist í fljótu bragði vera það, að unnt er að keyra vélar á hagkvæmum hraða, og þótt það henti ekki skipum, sem nota vélina með sams konar álagi alla tíð, til dæmis vöruflutningaskip, er þetta mál, sem íslenskir útgerðarmenn þyrftu að kanna, því þetta gæti ef til vill leyst eitthvað af olíuvanda útgerðarinn- Raðsmíði skilar árangri Nokkuð hefur verið um svokallaða raðsmíði fiskiskipa hér á landi, þótt misvindar í efnahagslífinu, hafi oftast gjört strik í reikninginn. Á því er hins vegar enginn vafi, að raðsmíði getur skilað miklum afköstum, og minnkað þannig fjármagnskostnað á byggingat- ímanum. Það er til dæmis athyglisvert, að „K“ skipasmíðastöðin ástralska, hefur af- greitt 10 nýja rækjutogara, sem smíðaðir voru fyrir útgerðarfélag á Burma á minna en ári. Útgerðarfélag þetta mun vera í ríkiseign og hefur aðsetur í Rangoon. Hefur útgerðin fengið afhenta tvo rækjutogara á tveggja mánaða fresti, en það er met í afköstum hjá þessari skipasmíðastöð, því talið er eðlilegt að það taki hálft ár að smíða svona skip. Þessi hraði náðist með nýrri hönnun á skrokk og bættu skipulagi. Þetta eru svonefndir „K“-klassa togarar, sem eru 22,5 metra langir og sex metra breiðir. Þeir geta verið á veiðum í þrjár vikur og frysta þá aflann um borð. Aðalvélin er Caterpillar D 3408T1 og skilar vélin 385 hestöflum við 1800 snúninga, en togferð er þá fjórir hnútar. Ljósavél er af FORD gerð 40 hestöfl við 1500 snúninga. Frystivélin er knúin með CATERPILLAR 33044T, sem er 112 hestöfl og 1550 snúninga og knýr hún 90 kVA alternator. íbúðir eru fyrir sex manna áhöfn, en aðeins mun þurfa tvo menn á skipið, en þar sem við þekkjum ekki til aðstæðna, er örðugt að leggja mat á hagræðinguna um borð. En „K“ skipasmíðastöðvarnar telja sig ekki hafa náð fullum afköstum og hraða, með þessum 10 skipum fyrir Burma. Takmarkið er að geta framleitt 8 slíka, eða svipaða togara á mánuði. Skipaarkitektúr á undan- haldi? Halldór Laxness gefur skemmtilega skýringu á því, eða gaf, hvers vegna flugvélar væru fallegar, en það var vegna þess að ljótar flugvélar geta ekki flogið. Rétt væng-, skrokk- og stéllag, var í samræmi við „fegurð í holdsins línum." Þótt vafalaust eigi þetta nú ekki við um þyrilvængjur, þá er það heppilegt að lögmálið og fegurðin eigi samleið. Og það átti það á sjónum hér áður. Áraskipin höfðu form haföldunnar í sínu formi, voru partur af hafinu, en með aukinni tækni og kröfum um notagildi, þá eru ný skip vægast sagt herfilega ljóst. Og eru þá aðeins farþegaskipin undanskilin, en þar er fegurðin, eða glæsimennskan í ytra formi, nefnilega söluvara líka. Nýverið rákumst við á auglýsingu þar sem boðið var til sölu norskt farþegaskip MA' VININGFJORD, sem smíðað var úr nikkelstáli, eða ryðfríu stáli á Fried Krupp Germaniawerft AG-473 árið 1924. Skipið er 240 feta langt og 35 feta breitt og það er knúið með tveim Krupp diesilvélum, sem framleiða 1650 hestöfl. Skipið var upphaflega smíðað fyrir New York Yacht Club og var á þeim tíma stærsta lystisnekkja heims. VININGFJORD hefur svefnpláss fyrir 200 manns og tvo stóra sali fyrir farþega. í strandferðum má það sigla með 350 farþega. Það siglir með 13-14 hnúta hraða. Við birtum hér með greininni mynd af hinu gamla og fagra skipi og einnig mynd af einni nútíma „drottningum úthafanna". Þótt afköst og notagildi sé án efa mikið, þá er nú ekki fegurðinni fyrir að fara. Þarna er arkitektúrinn á undanhaldi fyrir hagkvæmninni. Jónas Guðmundsson Þekkt f ranskt rit um sögu Sovétríkjanna Héléne Carrere d’Encausse: A History of the Soviet Union 1917-1953. Volume one: Revolution and power. Volume two: Stalin .Order through terror. Longman 1981. 279, 269 bls. ■ Höfundur þessarar tveggja binda sögu Sovétríkjanna, Héléne Carrere d’Encausse, er prófessor í stjómmála- fræðum við Parísarháskóla. Hún er viðurkennd sem einn fremsti sérfræðing- ur Frakka í sovéskum stjómmálum og hefur samið nokkur rit um það efni. Eins og nafn þessa verks bendir til rekur höfundur hér sögu Sovétríkjanna frá upphafi og fram til dauða Stalíns árið 1953. Hún leggur mikla áherslu á að lýsa áhrifum þessara tveggja manna á mótun Sovétríkjanna og rás atburða þar í landi á þessu tímaskeiði, án þess þó að einblína um of á þá. Þess vegna má ekki líta á verkið sem ævisögur þeirra Lenins og Stalíns, þótt hlutur þeirra sé óneitanlega mikill. Fyrra bindið hefst með umfjöllun um upphaf bolsévikaflokksins og því lýkur við dauða Lenins. f bókinni er fjallað um byltinguna 1917 og upphaf Sovét- ríkjanna, um borgarastyrjöldina, stríðs- kommúnismann og NEP - stefnuna, um deilumar innan bolsévikaflokksins og við aðra flokka og flokksbrot og loks skýrir höfundur á mjög greinargóðan hátt hina pólitísku taflstöðu í Sovét- ríkjunum er Lenin féll frá. í seinna bindinu hefst frásögnin með lýsingu á helstu valdatækjum Stalíns og upphafi stalínsmans, sagt er frá þeim þjóðfélags - og stjórnmálalegu breyt- ingum, sem Stalín hrinti í framkvæmd, heimsstyrjöldinni síðari og uppbygging- unni eftir hana og loks eru kaflar um HCLÉNE CARRfeRl- D’ENCAUSSH SIMIN ORDER THROUGH TERROR fullkomnun stalínismans í stríðslok og um endalok sömu stefnu. f hvoru bindi um sig em nákvæmar heimilda - og nafnaskrár. Þetta verk hlaut þegar í stað miklar vinsældir og það kom fyrst út í Frakklandi og mun hafa selst í stærra upplagi en aímennt er um fræðirit af þessu tagi. Það stafar af því, að bækurnar eru afbragðsvel skrifaðar, frásögnin skýr og skemmtileg en fræðiíeg nákvæmni þó aldrei fyrir borð borin. Lesendur þessa verks munu fá góða mynd af gangi mála í Sovétríkjunum frá stofnun þeirra og fram til 1953. Þeim mun skiljast hvað hefur vel tekist og hvað illa og þeir munu jafnframt geta gert glöggan greinarmun á þeim tveim mönnum, sem mest völd höfðu í hinu víðfeðma ríki á þessu tímabili. Enginn má þó álykta sem svo að hér sé á ferðinni tæmandi rit um sögu Sovétríkjanna. Því fer fjarri, en samt sem áður tekst höfundi að koma ótúlega miklu að í ekki lengra máli. Loks ber þess að geta, að bækumar era þýddar á ensku af Valence Ionescu og verður ekki annað séð en að það verk hafi tekist með ágætum. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um bækur NEYÐAR- ÞJÓNUSTA í VEISLULOK ■ Helgin lagðist að með nætur- frosti víða um land. Tveggja gráðu frost var á Akureyri og kartöflugrös- in féllu á freðna jörðina eins og gengið, og nú aðeins eftir að sjá hvort uppskeran verður eftir vonum hjá peningamönnum og kartöflu- bændum. En allir eru á einu máli um það, að brátt komi haustlitir á stjórnina, sem er farin að grána í vöngum eins og fjöllin, íslcnsk náttúra hefur aldrei boðið upp á neina málamiðlun. Og nú eftir að hafa haft samningana í gildi í á fimmta ár, situr í rauninni allt við það En það hafa fleiri en almenningur áhyggjur af hag landsins. Ríkis- stjórnin hefur áhyggjur, líka stjórn- arandstaðan. Þá hafa meinatæknar og þeir sem mynda fólk að innan, sagt upp störfum sínum, en það þýðir einfaldlega að læknar sitja einir uppi með sjúklinga sína eins og einstæðar mæður. Verkaskiptingin erorðin svo mikil í veikindum manna og sjúkra- húslækningum, að heita má að innvolsið úr sjúklingunum sé komið hreint út um allt, um leið og menn era lagðir inn. - og svo ofan í kaupin, virðist sem svo, að oft geti þessi líffæri, eða innvolsið lent í braski í höndunum á svonefndum heilbrigð- isstéttum, sem beita sjúklingum fyrir stríðsvagnana sína og veifa dánar- vottorðum. Þetta er ljótur leikur. Það mun nú vera í annað skiptið á skömmum tíma, sem röntgentæknar beita fjöldauppsögnum, til að ógna ríkis- valdinu. Sama hafa læknar og hjúkrunarfræðingar einnig gjört. Að vísu hefur ávallt þegar svona hefur staðið á, verið boðið upp á svonefnda neyðarþjónustu, sem ég tel nú hæpið að þiggja, því þegar svo er komið að ekki er unnt að leggja veika menn á sjúkrahús, án þess að semja um veikindi þeirra við hómópata og skottulækna, eða fólk, sem ekki hefur lækningaleyfi, þótt það tilheyri heilbrigðisste'ftum, er málið í raun- inni komið í annan dóm en kjaradóm. Hitt er svo annað mál, hvort röntgentæknar, eða meinatæknar sætta sig við sinn launaflokk, eða ekki. Þeir sem vilja, eða telja sig geta fengið betur launaða vinnu, þeir segja upp störfum, og alveg án neyðarþjónustu. Venjulegt fólk býð- ur nefnilega ekki neyðarþjónustu, því það er bara hætt. Það er allt og sumt. Og það er einmitt þarna, sem ríkið á sjálft að leggja til neyðarþjónust- una, með því að semja ekki undir svona pressu. Það á ekki að semja við fólk, sem hefur gísla, sem þar ofan í kaupin era hættulega veikir. Svona úrslitakostir þekkjast nefni- lega ekki lengur nema í flugránum. Annars er það auðskilið, að menn eiga nú örðugt með að ná endum saman af kaupi sínu. Og dæmin sem maður heyrir núna, minna einna helst á kreppuárin. Góðvinur minn sagði mér til dæmis frá gamalli konu er hírist í einu herbergi með sorg sína og ellilaun. Hjá henni er þannig komið, að þegar búið er að.greiða húsaleiguna, þá er aðeins eftir fyrir kaffi og brauði. Um annan mann veit ég, sem um áratuga skeið bar vörur upp úr skipum niðrá Eyri. Hann er í eigin húsnæði, á aðeins peninga fyrir soðningu og kartöflum. Svo hrikalega hafa trygg- ingabætur rýrnað á siðustu árum. Mér kemur ekki til hugar að kenna Svavari Gestssyni, heilbrigðisráð- herra um þetta ástand. En það er þó Alþýðubandalagið, sem skammtar nú á þessum austurvígstöðvum eymdarinnar, þannig að launþegar hljóta nú að trúa. Staðreyndin er auðvitað aðeins sú, að við höfum ekki lengur ráð á því á íslandi, að framkvæma allt þetta fallega sem við höfum lesið í lærðum bókum um réttlæti. Hagkerfi okkar er sokkið og við siglum Ijóslaus. Ég fagna þó ýmsu, til dæmis að Alþýðubandalagið skuli nú standa fyrir kjaraskerðingu, þeirri mestu sem um getur. Flokkur, sem vill þó innst inni hafa samningana í gildi og hefur gengið til kosninga undir þeim orðum. En þeir bjóða einnig 50 milljónir, nýjar, til að lagfæra lægstu laun. Þetta er að hafa sannfæringu. Kannski koma nú þeir tímar, að einstæðingar þurfi ekki að lifa á guðsblessun, kaffi og brauði, af því að þjóðartekjur era model 1979, en eyðslan model 1982. Þetta verða menn að skilja, hér og nú: Veislunni er lokið. Brátt mun vetur fara í hönd með renningi og kulda. Vertíðarsjómenn munu láta úr höfn upp á saltfisk og skreið, sem enginn veit hvort kemst í sigiingu í vor, eða kaupendur finnast. Ekki frekar en það, hvort sjómannsfjölskyldan kemst í sólar- landaferð næsta sumar. Togarar okkar koma nú iðrafullir af karfa og blágómu og öðra peningalegu létt- meti og standa í höfn frammi fyrir aðeins einum reikningi, sumsé olíu- reikningnum, sem er svartari en svartolían og svartari en stálblettirn- ir og élin vestur á Hala. Á slíkum peningalegum stundum er lýðræði landa í hvað mestri hættu. Enda nú þegar svo er komið að meirihluti þingmanna er kominn í minnihluta á alþingi, og stjórnin því komin á gjörgæsludeild heilbrigðis- stéttanna í íslenskri pólitík. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.