Tíminn - 31.08.1982, Síða 20
Opiö virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HCÞÞAl
Skemmuvegi 20 - Kópavogi
Simar (91)7 75-51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um allt land
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
V
labnei
HÖGGDEYFAR
GJvarahlutir
Armúla
Sími 36510
=7
„ÉG ÞEKKTI MANNINN SEM
KVEIKTI A GASLUKTUNUM”
— segir Hermanri Björnsson, sem fluttist til Reykjavlkur
fyrir réttum 80 árum
■ í góðviðrinu á dögunum fórum við Tímamenn
niður í miðbæinn að kanna mannlífið. {
Austurstræti var ys og þys, útimarkaðurinn í
fullum gangi, og fjöldi manns í sólbaði á einum af
síðustu sólardögum sumarsins.
í Austurstræti voru tveir eldri menn á
tali saman, og við gengum til þeirra og tókum
annan þeirra tali, Hermann Björnsson.
Við byrjuðum á því að spyrja hann hvort hann
kæmi oft niður f Austurstræti.
„Jú, ég kem hingað svona annan hvern dag,
allavega á sumrin og þegar veðrið er gott. Þá labba
ég bara um bæinn og sýni mig og sé aðra, hér
hittir maður líka marga kunningja og spjallar við
þá“.
- Hvað hefur þú lengi búið í Reykjavík?
„Ég fluttist hingað fyrir réttum 80 árum, þá
fjögurra ára gamall og hef ekki farið héðan síðan.
Það voru ekki margar götur þá, og engin
rafmagnsljós á götunum, bara gasluktir. Ég
þekkti manninn sem kveikti á gasluktunum, hann
Sæmund. Hann gekk um bæinn með langan
krókstjaka sem hann krækti í hring neðan á
Ijósastæðinu og kveikti þannig á luktinni.
Ég gæti hvergi hugsað mér betra líf heldur en
hérna í Reykjavík, enda hefur aldrei hvarflað að
mér að flytja héðan, þótt margt hafi nú breyst frá
því ég var ungur.“
- Hvað hefur þú starfað, Hermann?
„Ég hef nú starfað á öllum sviðum til sjós og
lands, góða mín, bara eftir því hvar atvinnan var.
Þegar ég eignaðist krakkana hafði ég búskap
hérna. Þá heyjaði ég út í Viðey og hafði beljur
til þess að fá mjólk handa þeim.“
- Þú manst kannski eftir kolakrananum, sem
var hér á höfninni?
„Já, ég man eftir honum, sérstaklega man ég
eftir því hvað karlarnir á eyrinni bölvuðu honum
þegar hann kom. Þeir voru hræddir um að fá enga
vinnu á eyrinni þegar kraninn var kominn. Það
var alltaf mikil vinna þegar kolaskipin komu, þá
var handmokað í trog sem síðan var hvolt úr ofan
í hestvagna, sem fluttu kolin. Þessari vinnu
töpuðu karlamir alveg, og eins var með vinnuna
við uppskipun á salti.“
- Hvernig líst þér á bæjarlífið í Reykjavík í dag?
„Mér líst bara vel á það, það er ágætt til dæmis
að koma hér niður í Austurstrætið og spóka sig.
Hér á torginu hefur nú margt breyst síðan ég var
yngri, turninn hérna til dæmis var á horninu á
Hverfisgötu, þar til hann varfluttur, en ekki héma
megin á torginu. Annars hefur auðvitað allt
breyst, fyrst óx allt hér eftir fyrri heimsstyrjöldina,
en svo tók allt kipp eftir þá seinni. Þá spruttu upp
hér hús og allt breyttist á örskömmum tíma. Þá
var uppgangurinn af hernámsgróðanum, en svo
hefur þetta haldið áfram að smábreytast síðan“,
sagði Hermann að lokum, og var þar með horfinn
í mannfjöldann í Austurstræti. - SVJ.
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
fréttir
Yarað við fyrstu
haustlægðinni
■ „Þetta er bara tillit-
semi við smábátaeigendur
og eigendur lítilla flugvéla,
að láta þá vita af fyrstu
haustlægðinni," sagði
Bragi Jónsson veðurfræð-
ingur, þegar Tíminn
spurði hann hvort von væri
á aftaka veðri. Spumingin
var borin fram vegna þess
að í útvarpi í gær voru
þessir eigendur lítilla
tækja minntir á að ganga
vel frá tækjum sínum.
Bragi sagði að eftir
sumarið væm menn oft
væmkærir og þörf væri á
að ýta við þeiro, þegar
fyrstu haustlægðirnar
koma með hvassviðri.
Hann bjóst við að á eftir
landsynningnum, sem
gekk yfir hér í gær, kæmi
útsynningar með 6-8 vind-
stigum og skúram.
í flugtuminum fengum
við þær fréttir að menn
hefðu bmgðist fljótt og vel
við og gengið þannig frá
vélum sínum að lítil hætta
væri á skemmdum.
SV
Blaðburðarbörn
óskast
Hermann Bjömsson (t.h.) á tali við kunningja sinn í Austurstræti.
Tímamynd: ELLA
Tfmann
vantar
fólk tll
blaðburðar
f eftirtalln
hverfl:
Reykjavík:
Óðinsgata
Tunguvegur
Selvogsgrunn
Jórusel
Laugarásvegur
Wivcnxtu sími: 86300
dropar
Gröfumaður
með kaf-
arapróf?
■ Þessi er úr Víkurblaðinu á
Húsavík:
„Ríkisútvarpið hefur frætt
menn á þvi að á Raufarhöfn
hafi grafa ein mikil fallið í sjó
fram og liggi nú á um 5 metra
dýpi. Heyrst hefur að Raufar-
hafnarbúar ætli að nota tæki-
færið og dýpka höfnina hjá sér
í leiðinni og eru um þessar
mundir að leita eftir gröfu-
manni með kafarapróf. Skip-
veijar á dýpkunarskipinu
Drangi munu þó hafa mótmælt
þessari ráðagerð harðlega,
enda sé fyllsta atvinnuöryggis
ekki gætt.“
Stalín er
ekkihér
■ Það þykir ekki tíðindum
sæta þó menn taki sér sumar-
frí, og því síður að þeir fái inni
í orlofshúsunum í Munaðar-
nesi, meðan á því stendur, ef
þeir þá eru opinberir starfs-
menn á annað borð. Dropum
þótti það því ekki í frásögur
færandi þó spumir bæmst af
góðum og gegnum útvarpsþul
með meira, er dvcldi um hríð
í góðu yfirlæti í uppsveitum
Borgarijarðar.
Hins vegar mun það hafa
vakið athygli annarra dvalar-
gesta í Munaðamesi, að morg-
un hvem tók þulurinn sig til og
gckk sem leið lá niður að
Varmalandi og aflur til baka.
Enn meiri athygli vakti hversu
þungt hugsi hann var meðan á
göngufcrðunum stóð, ekki síst
fyrir það að sumir þóttust
heyra hann tauta eitthvað
íbygginn fyrir munni sér allan
tímann, en gátu ekki greint
orða skil.
Fóm menn nú að geta hvað
honum gæti legið svo þungt á
brjósti, en gekk hvorki né rak
í að finna skynsamlega skýr-
ingu. Þar fór að lokum að
forvitninni héldu engin bönd,
og einn dvalargesta var sendur
út af örkinni til að ganga í
humátt á eftir okkar manni.
Skyldi hann reyna að nema
hvaða vísindi það væm sem
sífellt var tönglast á. Að
drjúgri stund liðinni kom sá
hinn sami sigri hrósandi til
félaga sinna, og þóttist nú hafa
höndlað sannleikann. Sagðist
hann ekki hafa betur heyrt en
hinn mæti útvarpsmaður hefði
tautað reglulcga fyrír munni
/
vV/ í
sér: Stalín er ekki hér,- og
Stah'n er ekki hér. Við látum
hins vegar ykkur lesendum
eftir að geta hver maðurinn
var.
Krummi ...
sér að Barðstrendingar hafa
fengið góðan sýslumann, því í
nýjasta tölublaði Vestfirska
fréttablaðsins er þess getið að
næg atvinna sé á Patreksfirði,
og þegar skýringa er leitað í
undirfýrirsögn segir: „Stefán
Skarphéðinsson skipaður
sýslumaður."