Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. ALLAR GAMIAR ERJUR GLEYMDAR Nn eru mðrg ár liðin síðan Christine Kaufman skildi við Tony Curtis, en þó var það ekki fyrr en í fyrrahaust, að loks voru leystar deilur um umráðarétt yfir tveim dætrum þeirra, Allegra og Alexandra. Og ekki var fyrr búið að fella úrskurð í því máli Christinu ■ vil, en við tóku deilur um meðlagsgreiðslur. En nú hefúr Christine fyllstu samúð með Tony Curtis. í janúar sl. skildi Tony við þriðju konu sína, Leslie, og hún gerði sér lítið fyrir og tæmdi hús þeirra við brottför sína. Þar var að finna marga dýrgripi og listaverk, sem metin voru á jafnvirði 12 milljóna ísl. kr. - Þessir munir tUheyra mér, segir hún ákveð- in, en Tony er gráti næst og segir: - Þetta er arfur bam- anna minna. ** *. "" * * ■ Christine Kaufman hefur í mörg ár staðið í deilum við fyrrum eiginmann sinn Tony Curtis, en nú styður hún hann heils hugar. ■ Einu sinni lék allt í lyndi hjá Tony Curtis og 3. eigin- konu hans, Leslie. En það er liðin tíð og nú logar aUt í illdeilum miUi þeirra. ■ Nancy Kissinger ber heilsu manns síns mjög fyrir brjósti. NANCYÁ UR VÖNDU ÁÐ RÁÐA Nancy Kissinger ler kjarkmikil kona. Ekki er langt síðan sagt var frá því í heimsfréttunum, að hún hefði gefíð konu löðrung, sem sýndi Henry ósvífni. Fyrir rétti skýrði Nancy breytni sína með því, að „Mað- urinn minn átti þessa ósvífni ekki skilið. Auk þess var hann alvarlega veik- |ur.“ Ákæran gegn frúnni var felld nið- ur, enda var hún að fylgja manni sínum á sjúkrahús, þar sem gera átti á honum opna hjarta- skurðaðgerð, þegar þessi atburður gerð- En nú er Henry Kissinger búinn að ná sér eftir sjúk- leikann og fiðringur kominn í hann að takast á við alvarleg verkefni. Vitað er, að áhugi er fyrir hendi í Washington á þvi að fá hann til svipaðra starfa og hann gengdi áður fyrir stjómvöld þar þ.e.a.s. að vera nokkurs konar farandsali fyrir bandaríska stjómarstefnu og sáttasemjari í deUum erlendra velda. Og Henry, sem undan- farin ár hefur eytt tíma sínum í skráningu endurminninga sinna og fyrirlcstrahald er hreint ekkert frábitinn tU- hugsuninni. En nú er hin kjarkmikla Nancy Kissinger óttaslegin. Hún er hrædd um, að vinnan gæti orðið of strembin fyrir Henry, en líka það, að ef hún setur sig algerlega á móti því, að hann taki að sér slík verkefni, stofni hún hjóna- bandi sínu í voða. Nancy Kissinger á því úr vöndu að ráða þessa dagana. ■ Fýlusvipurinn leynir sér ekki, enda samkomulagið ekki upp á marga fiska. Þau rífast um dóttur sína ■ Aumingja litla Chiara Marcello linnir ekki látunum hafði hlakkað svo til að fá að og krefst þess stöðugt að fá vera með mömmu og pabba ' allan umráðarétt yfir baminu. heilan dag, en ekki leið á löngu Því var það, að þau þrjú höfðu þar til allir voru komnir meira ekki fyrr hist í Hollywood, en og minna í fýlu. Marcello bar enn einu sinni fram kröfu sína. Það mislíkaði Foreldrar Chiara, sem nú er Catherine mjög. 10 ára gömul, er franska - Chiara er oft hjá Marcello leikkonan Catherine Deneuve og Flora konu hans í Róm, og og ítalski leikarinn Marcello það er aUt í lagi, en hún á Mastroianni. Þau giftust aldrei heima h já mér, og þannig skal og Catherine hefur alla tíð haft það alltaf vera, segir Catherine umsjónarrétt með Chiara. En bálill. ■ Herbert von Karajan vill sjálfur hafa stjómina um borð í eigin jkútu. ■ Nú hefur Jacqueline On- assis enga þörf lengur fyrir góð ráð eða fjármuni frá Kennedy- ijölskyldunni. Henni finnst tími til komin að hún verði sinn eigin „herra“. Jackie vill lifa sínu eigin lífi ■ Þegar Jacqueline Bouvier kynntist John F. Kennedy, hafði hún þegar vanist að standa á eigin fótum. En við giftinguna var hún allt í einu komin inn í eina af þekktustu Ifjölskyldum Bandarikjanna, sem þá þegar lét mikið til sín taka. Ættmóðirin Rose Kenne- dy lagði alveg hreinar linur um það, hveraig meðlimir fjölskyldunnar mættu koma fram, jafnt inn á við og út á við, og þessar reglur mátti enginn bijóta. Jackie varð, eins og aðrir, að beygja sig undir vilja tengdamóður sinn- ar, þó oft væri það erfitt, og skipti þar engu , þó að hún væri orðin forsetafrú, og ekki einu sinni, þó að hún væri orðin ekkja. Það dugði ekki einu sinni til, þó að hún giftist gríska margmilljónungnum Aristotle Onassis. Enn var litið á hana sem Kennedy. Eftir dauða Onassis var Jackie fjárhagslega sjálfstæð og þurfti ekki að eiga neitt undir Kennedy-tjölskyld- unni, en samt sem áður leiðst henni ekki að brjóta umgengn- isvenjur þær, sem Rose setti. Annars hefðu böm hennar orðið að gjalda þess. Jackie tók þá þann pól í hæðina, að best væri að fylgja reglunum, en smám saman dró hún sig út úr tengslunum við Kennedy- ana. Enn á ný leitaði hún á vinnumarkað. Vinnustaðurinn var bókaforlag í New York og þar hefur hún smám saman unnið sig upp í betri og betri stöðu, nú síðast sem yfirrit- stjóri. Hún stýrði sjónvarps- útsendinum um menningar- mál, sem féHu í góðan jarðveg. Hún vinnur fyrir háu kaupi og kann að meta það. Nú hillir loks undir það, að Jackie geti losnað undan á- hrifamætti fyrram tengdamóð- ur sinnar. - Ég er farin að vinna fyrir eigin peningum í fyrsta sinn á ævinni. Bömin era að verða fullorðin og fara bráðum sína leið. Ég get loks farið að hugsa um sjálfa mig, segir Jackie. Og nú er ekki annað að sjá en að efst á óskalistanum sé að segja skUið við fortíðina, og þá fyrst og fremst Kennedy- Ijölskylduna! KARAJAN í AFTURBATA ■ „Hérlíðurmércinsogfiski í vatni,“ segir hljómsveitar- stjórinn Herbert von Karajan um borð í skútu sinni. „Hann verður að gæta sín og fara vel með sig,“ segir dóttir hans, Arabella, sem eyddi sumar- fríinu með föður sínum við Cote d'Azur-ströndina. Kara- jan féll í öngvit eftir tónleika í maf og vikum saman þjáðist hann af skyndilegum magn - leysisköstum og kvefi, ásamt hita. Engu að síður stóð hann við gerða samninga um að stjórna hijómsveit sinni á listahátíð í Salzburg, þrátt fyrir eindregin mótmæli lækna hans. Dóttir hans segir föður sinn vera heldur erfiðan afturbata- sjúkling. Hann vill einfaldlega ekki viðurkenna. að hann eidist eins og aðrir og kraft- arnir dvína, segir hún. Hún verður því að fylgjast grannt með þvi, að hann ofgeri sér ekki, en hann sækist eftir þvi að grípa sem oftast sjálfur í stýrið á lystisnekkjunni sinni. Það finnst Arabellu hreinn óþarfi, þar sem heil skipshöfn sé ráðin til að vinna verkin um borð. En Karajan vill sjálfur stjóma um borð í skútu sinni, eins og annars staðar. Stundum gerir Karajan það Arabellu til geðs að dveljast í landi, en hann á lúxusíbúð í þeim fræga baðstrandarbæ St. Tropez. - Það er svo sem allt í lagi að vera þar, segir hann, en alveg drepleiðinlegt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.