Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. 7 erlent yfirlit ■ Kína er að breytast. En hvernig? Hver er þróunin í þessu mannflesta ríki heims? Stjórnendur og stjórnarform hafa tekið miklum breytingum í Kína á þessari öld, en spurningin er hvort Kínverjar og kínversk menning hefur breyst svo mikið sem af er látið. í byrjun aldarinnar var keisaraveldið orðið las- burða, en á ofanverðri öldinni sem leið áttu útlendingar mikil ítök í landinu, og var þar þá undarleg blanda nýlendu margra þjóða ogsjálfstjórn. Kuomitang- stjórnin var við völd um skeið en uppreisnar- og byltingarástand skók allar stoðir ríkisins. Borgarastyrjöld geisaði þar sem kommúnistar og þjóðemissinnar áttust við. Japanir hemámu mikinn hluta landsins og fyrrum andstæðingar snéru saman bök- um gegn þeim. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið taldir frelsarar Kína, þótt þeir hafi sigrast á Japönum. Eftir að Japanir fóru til síns heima eftir stríð, hófst borgarastyrjöldin á ný, sem lauk með sigri kommúnista. Hreinsanir fóru fram um allt ríkið en þjóðernissinnar flúðu til Formósu. Enn er deilt um Taiwan eins og eyjan er nú kölluð. Mao var lyft á stall sem himneskum frelsara. Stóra stökkið fram á við, sem átti að gera Kína að iðnveldi rann út í sandinn, en bumbur voru barðar til lofs stökkinu stóra og hljómaði áróðurinn um allan heim. Menningarbyltingin átti að leysa allan ■ Nú er það ekki byltingin sem mestu máli skiptir, eigulegur japanskur iðn- varningur fangar hugann. Gangan langa aftur á bak þjóðfélagslegan og mannlegan vanda eins milljarðs Kínverja. Forsprakkar hennar sitja á bak við lás og slá og eru úthrópaðir sem glæpamenn. Sænskur blaðamaður Göran Leijon- hufvuð, sem skrifar í Dagens Nyheter dvaldi um árabil í Kína. Hann kom þar fyrst 1966 er menningarbyltingin var að hefjast, og fylgdist gjörla með máium. Það er eins og undirritaðan reki minni til, að um árabil skrifaði blaðamaður þessi greinar frá Kína og var uppveðrað- ur af flestu því sem hann sá og heyrði og sænskir fjölmiðlar kokgleyptu allt saman. Leijonhufvud var nýlega á ferð í Kína á nýjan leik og skrifar greinar í blað sitt um það sem nú ber fyrir augu. Það sem hér er eftir honum haft skrifar hann undir fyrirsögninni „Gangan mikla til baka“. Eldmóður menningarbyltingarinnar er slokknaður. Kínverjar eru farnir að kvarta. Þeir segjast vera of margir. Þeir vilja ekki lengur einangra sig frá öðrum þjóðum og draumur þeirra er að taka upp lifnaðarhætti neysluþjóðfélaganna í Japan, Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Þeir segjast vera eftirbátar annarra þjóða. Þeir kenna fjórmenningaklík- unni um að hafa tafið framfarir í áratug. Erlendur vamingur er eftirsóttari en kínverskur. í blöðum er birt skrýtla af ungu ástföngnu pari. Hann: „Sérðu hve fagur máninn er í kvöld“. Hún: „Hann er áreiðanlega innflutt- ur“. Kínverska skrýtlan er furðu lík gömlu skemmtisögunni okkar um „helvískan Hornafjarðarmánann". Kína í dag er líkara því sem það var fyrir hálfri öld, en á tímum Maos og menningarbyltingarinnar. Ástfangið fólk leiðist um garða og götur, en svo borgaralegt atferli var harðbannað fyrir áratug. Götusala alls konar þrífst vel og dráttarkarlarnir skoppa fyrir þríhjóluðu farþegavögnunum um götur borganna rétt eins og þeir hafi aldrei verið teknir úr umferð. Allt það sem leiðtogar menningarbylt- ingarinnar bannfærðu getur nú að líta í Kínverska alþýðulýðveldinu. Markaðs- verslunin gengur gíatt. Kínverski bónd- inn er aftur farinn að vinna hjá sjálfum sér og sfórkommúnurnar að hverfa. Framboð á vamingi eykst og kínverski smáborgarinn er farinn að spara til að ■ Draumamir rætast þegar búið er að safna saman fyrir vélhjóli. Einkabíll er ekki enn kominn á óskalistann í Kína. kaupa litasjónvarp, skellinöðru, litrík föt og húsgögn. Honum er umhugaðra um eigin velferð en dýrð sósíalismans og ríkisins. Betlarar em á ný komnir út á götumar, ekki í stómm stíl eins og áður var, en börn rétta fram hendumar að sníkja aura á þeim stöðum sem ferðamenn venja komur sínar. Menntun er fyrir hina útvöldu og verða nemar að ganga í gegnum álíka ströng próf til að fá að halda áfram námi eins og tiðkaðist í gamla keisara- dæminu. Ekki er langt sfðan kínversku börnin sungu um ást sína á Torgi hins himneska friðar í Peking og að hinn mikli leiðtogi Mao formaður vísar veginn. Nú syngja kínversku börnin „Seiko, Seiko“, en þann söng læra þau í auglýsingatíman- um eftir fréttir er Japanir auglýsa úr sín og klukkur. Veggspjöldin snjöllu og frægu em enn á sínum stað. En á þeim er enga baráttuherhvöt að finna. Á þeim em auglýsingar, að hægt sé að komast að sem nemi hjá einhverjum skraddara í vesturhluta Peking og auglýsingar um fullorðinsfræðslu í kvöldskólum og fleira af því tagi. Oddur Ólafsson skrifar Vinsælasta sjónvarpsefnið er ensku- kennsla, þar sem vel uppáfærðar enskar dömur drekka gin og tonik og gera að gamni sínu við barþjóna. Elvis Presley er dáður af útvarpshlustendum. Þótt stjórnendur Kína hafi slakað mikið á og hafi ekki eins ofboðsleg afskipti af öllu lífi þegnanna og áður ríkir engan veginn upplausnarástand. Ritskoðun er ströng, en blöðum og tímaritum hefur fjölgað mjög og efnis- valið er fjölbreyttara. Það er fjallað um ýmiss konar efni sem áður var harðbann- að að prenta eða nefna á nafn, svo sem unglingavandamál, smygl, spillingu, slys og fleira, sem ekki þótti við hæfi að hafa hátt um í ríki Maos. Sænski blaðamaðurinn, sem hér er vitnað til, ber það að allt sé nú orðið miklu mannlegra í Kína en er hann dvaldi þar. Fólk frjálslegra og opnara, en annað hafi snúist til verri vegar að hans áliti. Skriffinnskan hefur aukist um allan helming. Embættismenn hafa ekki lengur það aðhald sem þeir þurfa. Margs kyns óþarfur neysluvarningur er á boðstólum, og þar sem fólk var áður hvatt til dáða í þágu byltingarinnar eru komnar auglýsingar um kóka kóla og alls kyns neysluvörur vandlega innpakk- aðar í plast. Háhýsi og stórar fbúðar- blokkir setja æ meiri svip á borgirnar. Allt þetta kalla Kínverjar nýtískulegt og þeim er mjög í mun að fylgjast með tímanum, þeir ætla ekki að dragast aftur úr á ný. Þegar allt kemur til alls eru Kínverjar venjulegt fólk með sínar óskir og framtíðardrauma. En framtíðin beinist nú ekki einvörðungu að því að efla flokk og ríki og viðhalda sívarandi byltingar anda. Kínvcrja langar til að eignast heimili og börn, húsgögn, sjónvarp og vélhjól. Bíll heyrir draumnum ekki til. Öll olía Kínaveldis dugir ekki til að halda gangandi einkabílum 1. milljarðs manns. Og enn stritar kínverski bóndinn í sveita síns andlits. Það skiptir hann ekki svo miklu máli hvaða stjórnarform þeir ástunda hverju sinni í Peking. erlendar fréttir Lögreglan í Sviss: FRELSAÐI GÍSLANA MEÐ SKYNDI- ÁHLAUPI ■ Svissnesku lögreglunni tókst f gærmorgun að frelsa gíslana í pólska sendiráðinu í Bem í Sviss. Gerði lögreglan skyndiáhlaup á sendiráðið, eftir að hafa sent inn táragassprengj- ur fyrst, sem voru faldar í matar- pakka. Engan sakaði í áhlaupi lögreglunnar. Dómsmálaráðherra Sviss greindi frá því í gær, þegar umsátrinu um sendiráðið var lokið að foringi hryðjuverkamannanna, sem voru fjórir talsins, væri brottfluttur Pól- verji, sem hefði lengi búið í Austurríki og hefði hann meðal annars afplánað 9 ára fangelsisdóm í Austurríki fyrir vopnað rán. Hefði hann sótt um innflytjendaleyfi til Sviss eftir að hann losnaði úr fangelsi í Austurríki, en ekki fengið. Hann hefði farið þaðan til Hollands. Hann hefði hertekið sendiráðið í Bem með aðstoð þriggja annarra byssumanna, en ekki var greint nánar frá þeim. Greindu stjórnvöld í Sviss frá því að Pólverjinn yrði sóttur til saka í Sviss. Pólsk stjórnvöld í Varsjá sögðu á hinn bóginn í gær að ef hér væri um Pólverjaað ræða, þá myndu þau óska eftir því að þeir yrðu framseldir til Póllands. Jaruzelsky hershöfðingi þakkaði svissneskum yfirvöldum og lögreglu í gær fyrir það sem hann nefndi trúa og áhrifaríka samvinnu. Enn loftárásir ísraelsmanna ■ ísraelskar herþotur héldu annan daginn í röð uppi árásum á sýrlenska loftvarnarpalla í Líbanon í gær. Talsmaður ísraelshers sagði í gær að ísraelsku herþotunum hefði tekist að eyðileggja loftvarnaskotpall af sömu gerð og þærgrönduðu í fyrradag, en það em pallar fyrir sovésku loft- varnareldflaugarnar LA 9 sem eru taldar vera einar fullkomnustu eld- flaugar sem Sovétmenn framleiða. Sagði talsmaðurinn að skotpallur þessi hefði verið á svipuðum slóðum og sá sem þeir grönduðu í fyrradag, eða talsvert austur af Beirút. Fulltrúi stjórnvalda í ísrael sagði að ísraelsk stjórnvöld væru staðráðin í því að koma í veg fyrir að Sýrlendingar gætu komið sér upp nýjum loftvarnarpöllum í Líbanon. Leiðtogafundur Arabaríkjanna í Marokkó: Spennaíand rúmsloftinu ■ Svo virðist sem ráðstefna leið- toga Arabaríkja í Marokkó sé nú brátt á enda, en enn hefur ekkert verið gert opinbert um það hversu málum hefur miðað eða hvað hefur verið samþykkt, en fregnir frá Marokkó herma þó að svo virðist sem leiðtogum ætli að takast að sameinast um sameiginlega yfirlýs- ingu varðandi málefni Palestínu- manna. Fregnir frá Marokkó segja einnig að þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar frá ráðstefnunni, þá leki út orðrómur um að spenna sé talsverð og andrúmsloft allt að því rafmagnað. Herma fregnirnar, sem eru óstaðfestar, að vandræðin séu vegna setu sýrlenskra herja í Líban- on, en Sýrlendingar hafa þvertekið fyrir að eitthvað sé hæft í þessum orðrómi. Tyrkneskur diplómat j myrtur í Búlgarfu ■ Tyrkneskur diplómat var í gær skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Búlgaríu. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér fyrir tilræðið. Á undanförnum tíu árum hafa meira en 20 tyrkneskir diplómatar eða fjölskyldumeðlimir þeirra verið myrtir af armenskum hryðjuverka- mönnum, en þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er á tyrkneskan diplómat í kommúnistaríki. Enn springa sprengjur á götum úti íTeheran ■ í gær sprakk sprengja á götu úti í Teheran og fjöldi vegfarenda særðist. Sprengjunni hafði verið komið undir bíl, og var hún önnur í röðinni á aðeins fjórum dögum. Síðastliðinn mánudag létust 20 manns þegar bíll sprakk í loft upp á fjölfarinni götu í Teheran.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.