Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. fréttir Vigdís Finnbogadóttir á fundi í National Press Club: „REAGAN FORSETI MJÖG AÐIAÐANDI” ■ „Rcagan forseti er mjög aðlaðandi maður enda gamall leikhúsmaður“ sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands á blaðamannafundi í National Press Club í Washington er hún var spurð um álit sitt á Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Vigdís var ennfremur spurð að því hvemig stæði á því að svona lítið land eins og ísland hefði svona mikið af blöðum og bókum. Svaraði hún því til að íslenska þjóðin hefði alltaf verið bókmenntahneigð, almenn menntun í landinu væri með því besta sem gerðist í heiminum og því mikill áhugi á öllu efni bæði fréttum og menningarefni. Blaðamannafundinn í Nationan Press Club sátu auk Vigdísar, aðrir þjóðhöfð- ingjar Norðurlandanna sem staddir eru í Washington, en á fundinum koma m.a. fram að nú búa 12 milljónir skandinava í Bandaríkjunum. Finnski utanríkisráðherrann, Stan- beck, hóf fundinn með ræðu og sagði hann í henni m.a. að Norðurlöndin væru ein menningarleg heild og mjög náið samstarf væri á milli þeirra enda væri hvert og eitt land það smátt að þau þyrftu hvert á öðru að halda. Hann var spurður að því síðar á fundinum að eftir að hann hefði nú á skömmum tíma snætt í Kreml, Hvíta húsinu og National Press Club, hvar hefði hann fengið besta matinn. Stán- beck leit á eiginkonu sína og sagði svo: „Heima.“ Kona sem forseti Vigdís var spurð að því hvernig það væri sem kona að vera forseti og hvort það hefði haft einhver áhrif á þjóðlífið hér að hún var kjörin. Hún sagði að hún teldi þetta mjög gott, að minnsta kosti að því leyti að ísland hefði verið mjög mikið í sviðsljósinu eftir forsetakosningamar og hún taldi það ennfremur gott fyrir kvenmenn um allan heim hve fréttnæm- ur þessi atburður hefði þótt. Aðrir þjóðhöfðingjar voru einnig spurðir spjöronum úr t.d. var Bertil Svíaprins spurður að því hvernig honum þættu bandarískir bílar en hann er þekktur fyrir að hafa rifið niður bíl og gert upp sjálfur. Prinsinn svaraði því til að allt gott væri um bandaríska bíla að segja en hann vildi nú heldur Volvo eða Saab. GTK, Washington/- FRl ■ „Reagan er mjög aðlaðandi maður, enda gamal) leikhúsmaður,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, á fundi með bandarískum blaðamönnum í gærdag. Tímamyndir GTK ■ Forseti íslands í heimsókn hjá Coldwater. Með henni á myndinni má sjá Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, og Hans G. Andersen, sendiherra. ■ Vigdís Finnbogadóttir setur af stað heljarmilda flugeldasýningu við minnismerki George Washington. (EKÐ Æ\. BID ] ROTASPREADER Fyrirliggjandi MYKJU- DREIFARIIMN ÁRA REYNSLA Þessir vinsælu mykjudreifarar hafa veriö seldir á íslandi í 20 ár. Á sama tíma hefur fjöldi eftirlíkinga verið boðinn til sölu hér en engin náð útbreiðslu sem neinu nemur. Þetta segir sína sögu um gæði og fjölhæfni Howard myrkjudreifaranna. Þessi fjölhæfi dreifari dreifir öllum tegundum búfjáráburðar, jafnt lapþunnri mykju, sem harðri skán. Belgvíðir hjólbarðar. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi. AFKÖST — GÆDI — ENPING Greiðsluskilmálar - Hagstætt verð G/obusa LAGMÚLI 5. SIMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.