Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. IIÉÍ3 íHl Landsins mesta úrval af VIDEÓSPÓLUM Hér erum við / Opiö virka daga kl. 11—21 laugardaga kl. 10—20 sunnudaga kl. 14—20 Holtsgotu 1 sími 16969 Bílamálarar - réttingarmenn Vegna aukinna verkefna vantar okkur nú þegar starfsmenn í málningu og réttingu. Mikil vinna mjög góö vinnuaöstaöa. Upplýsingar á staðnum og í síma 85040. Co/ombo ★ Co/ombo Öl - Gos - Tóbak - Sælgæti - Pylsur - Snackmatur - Rafhiöður - Heitar og kaldar samlokur og margt fleira ColomboSíðumúla 17 Sími 39480 V STÁL-ORKAsEF SIJIHJ-Oti VHMilillOAWONUSTAIV Leigufyrirtæki Höfdar þjónusta okkar til þín? Veltu því fyrir þér. Viö höfum yfir aö ráöa þjónustubifreiö m/öllum bún- aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtækiö þitt yfirhlaöiö verkefn- um? Hefur þú oröiö aö vísa frá þér verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þér tímabundna aöstoö. Athugaöu þaöll Stór sending nýkomin Nýtt efni í hverri viku fþróttir Umsjón: Sigurður Helgason ■ Gunnar Gíslason ætlar að leika með KA á morgun, þrátt fyrir meiðslin sem hann hlaut í landsieiknum á miðvikudag. „Ég spila þratt fyrir meiðslin” Segir Gunnar Gíslason KA ■ „Ég mun spila móti Breiðabliki þrátt fyrir meiðslin" sagði Gunnar Gíslason landsliðsmaður í KA, sem meiddist í landsleiknum gegn Austur-Þjóðverjum og varð að yfirgefa völlinn. „Ég fékk 2 cm. djúpan skurð á legginn. Legghlífin fór í sundur, en ég mun samt spila. Þetta ■ Þjóðvcrjinn Fritz Kissing sem þjálf- að hefur l. deildarlið Breiðabliks undanfarin tvö sumur mun ekki stýra liðinu í leik þess gegn KA í Kópavogi á morgun. Sigurður Þorsteinsson, sem þjálfað hefur 2. flokk Breiðabliks og stýrt honum til sigurs í íslandsmótinu , mun verða við stjómvölinn á morgun. Tíminn hafði samband við Karl Steingrímsson formann knattspymu- deildar Breiðabliks og leitaði fregna af þessu máíi. Karl sagði, að þetta hefði verið samkomulag allra aðila um að Kissing hætti þjálfun liðsins. Þetta hefði allt verið í góðu og engin illindi hefðu fylgt þessu. „Ástæða þess að hann fer er sú, að leikmennirnir létu ekki að stjórn hjá honum og leikmennirnir töldu ekki æskilegt að hann yrði lengur með þeim. Þetta er erfið ákvörðun en allir aðilar málsins eru tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem henni fylgir. Kissing gerði sér grein fyrir því, að hann hafði ekki náð þeim árangri scm hann hafði stefnt að og vissi að um samning fyrir næsta ár gat ekki verið að ræða. Þetta skapaði mikið álag á Kissing, hann tók þetta mjög alvarlega." Að lokum sagði Karl Steingrímsson: „Þetta er óvinsæl ráðstöfun, en ég vil taka það fram að þetta er allt í góðu.“ Blaðið hafði einnig samband við Gunnar Stein Pálsson, sem var hægri hönd Kissing og liðsstjóri Breiðabliks- Iiðsins og leitaði álits á þessu máli: „Ég ■ Kúluvarpskeppninni á Evrópu- meistaramótinu í Aþenu lauk í gær. Það var austur-þýski kúluvarparinn Udo Beyer sem sigraði og kastaði hann 21,60 metra. Annar maður kastaði rúmlega hálfum metra styttra, en það var Sovétmaðurinn Bolchavo og í þriðja sæti varð Tékki, sem kastaði 20,59 m. í 110 metra grindahlaupi kvenna sigraði pólsk stúlka Kaleck að nafni og hljóp hún á 12,45 sek. Önnur varð er mikilvægur Ieikur, sem við verðum að vinna ef við ætlum að halda okkur uppi. “ Það er ekkert gefið eftir hjá Gunnari Gíslasyni nú frekar en fyrri daginn og víst er, að hann mun ekki liggja á liði sfnu til að tryggja áframhaldandi setu KA-liðsins í 1. deild. sh var líka brottrekinn og ég vil ekkert segja frekar um þetta mál. Hins vegar vona ég að liðinu gangi vel í leiknum á laugardag, en eftir þann leik þarf að vega og meta hvort þessi ákvörðun hafi verið rétt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn að þjálfari hafi hætt með lið hér á landi í miðju tímabili og nægir þar að nefna KR-þjálf- arann Steves í fyrrasumar. En sú staðreynd, að farið er æ oftar að segja upp þjálfurum með þessum hætti sýnir nokkuð Ijóslega að sú ofurtrú sem hér hefur oft ríkt á þjálfurum sem tala framandi tungur sé óeðlileg og æskilegra væri að félögin styrktu íslenska þjálfara og reyndu að stuðla að aukinni menntun þeirra. sh búlgörsk stúlka og þriðja austur-þýsk. Það olli Englendingnum Sebastian Coe miklum vonbrigðum að hann skyldi aðeins ná 2. sæti í 800 metra hlaupinu í Aþenu. Hann hefur ákveðið að keppa ekki í 1500 metrunum og þá er ólíklegt að hann taki þátt í Samveldisleikunum sem haldnir verða innan skamms. Metnaðurinn er greinilega mikill hjá kappanum þeim. Reykjanes- mót í handbolta ■ Reykjanesmótið í handknattleik heldur nú áfram nú um helgina og verður leikið í meistaraflokki karla í Hafnarfírði. Á iaugardag leika FH og Afturelding Idukkan 13.00 og þar á eftir leika Grótta og HK, og Stjaman og Reynir. Lið ÍBK dró þátttöku sína á mótinu til baka. Á sunnudag leika FH og Reynir klukkan 13.00 og síðan mætast HK og Breiðablik. Síðasti leikurinn í riðlakeppninni verður svo milli Hauka og Gróttu. Urslitaleikur mótsins verður svo háður um miðja næstu viku. Assa sigraði ■ Islandsmót í siglingum var haldið um síðustu helgi og var þá keppt á kjölbátum. Kjölbátar eru stærri seglskútur með margra manna áhöfn og telur áhöfnin 3 til 6 menn. Keppt var eftir forgjafarfyrirkomulagi og tryggði það möguleika minni báta á að keppa gegn þeim stærri. Keppnin hófst á föstudag með keppni úr Fossvogi fyrir Gróttu og yfir í Reykjavikurhöfn, þar sem bátamir héldu til meðan á keppninni stóð. Keppnin tók þrjá daga og urðu heildarúrsiit þau, að Assa undir stjóm Ara Bergmann Einarssonar varð í fyrsta sæti með 10 3/4 stig, en auk Ara vom á bátnum Baldvin Einarsson og Jóhann Hallvarðsson. Annað sætið hreppti Sæstjaman undir stjóm Viðars Olsen og þriðja varð Hún, en henni stýrði Gunnlaug- ur Jónasson. Sæstjaman hlaut 12 stig, en Hún 12 1/2 stig. ■ Rosenthal kvenna- keppnin ■ Hin árlega Rosenthal-golf- keppni Golfklúbbs Ness verður haldin nú á sunnudaginn 12. septem- ber og leikið verður á Nesvelii. Rosenthal-keppnin er kvennakeppni og veitir Rosenthalumboðið á ís- landi stórglæsileg verðlaun. Þær konur sem hug hafa á þátttöku skulu skrá sig strax í síma 17930. Æfingadagar verða föstudag- ur og laugardagur. Jafntefli hjá Fylki og Þrótti ■ Fylkir og Þróttur léku síðasta leik sinn í 2. deild að sinni í gærkvöldi. Leiknum lauk með markalausu jafntefli 0-0. Þar með náðu Þróttarar í sitt síðasta stig í 2. deild að þessu sinni og hlutu er upp var staðið 29 stig. En Fylkir hefur aðeins hlotið 14 stig og eru í mikilli fallhættu. Úrslit leikjanna í 2. deild á laugardag skipta því miklu máli varð- 1 andi það hvort hlutskipti Fylkis verði fall í 3. deild. Vinni Þróttur Nes sinn leik gegn Reyni og nái annað hvort liðið báðum stigunum í leik Einherja og Njarðvíkur er Fylkir fallinn og það lið sem tapar á Vopnafirði. Þannig má segja að fjögur lið séu í yfirvofandi fallhættu í 2. deild, en hins vegar eru Þróttarar öruggir um sæti í 1. deild og hið sama má raunar segja um Þór Akureyri. Til þess að þeir missi af strætisvagninum þurfa þeir að tapa stórt og Reynir að vinna mjög stóran sigur. Og hvort tveggja er fremur ólíklegt. sh Kissing hættur „Allt í góöuT’ segja Blikar Beyer sigraði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.