Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. FIMSKio gS- uV ", - 1 * * , -mam m l. , m % • i „ m V i'jz w CJP Knattspyrna um helgina 1. deild: Laugardagur 11. september: ísafjarðarvöllur kl. 14.00 ÍBI-IBK Kópavogsvöllur kl. 14.00 UBK-KA Laugardalsvöllur kl. 16.00 KR-Valur Vestmannaeyjav. kl. 14.00 ÍBV-Fram Sunnudagur 12. september: Laugardalsvöllur kl. 14.00 2. deild: Víkingur-ÍA Akureyrarvöllur kl. 14.00 Þór-Skallagrímur Kaplakrikavöllur kl. 14.00 FH-Völsungur Sandgerðisvöllur kl. 14.00 Reynir-ÞrótturN. Vopnafjarðarvöllurkl. 14.00 3. deild: Einherji - Njarðvík Selfossvöllur kl. 14.00 Selfoss-TindastóII Siglufjarðarv. kl. 14.00 KS-Víðir ■ Ómar Torfason Víkingur hefur hér haft betur í baráttu við Sæbjöm Guðmundsson KR. Lið þeirra beggja era í eldlínunni um helgina og þurfa að vinna eins og raunar öll liðin í 1. deild. Hverjir sigra? Hverjir falla? íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur um helgina ■ íslandsmótinu í knattspyrnu 1982 lýkur nú um helgina. Leikið verður í 1., 2. og 3. deild karla og fæst skorið úr um sigurvegara í 1. deild og jafnframt hverjir falla niður úr 1. og 2. deild. Þá kemur í ljós um helgina hverjir fylgja Víði Garði upp í 2. deildina. Leikur Víkings og í A verður áreiðan- lega mjög fjörugur og geri Víkingur jafntefli eða sigri þá verða þeir fslandsmeistarar annað árið í röð. Tapi þeir hins vegar eiga Vestmannaeyingar möguleika á að ná þeim að stigum sigri þeir Fram í Vestmannaeyjum á laugar- daginn. Og sá sigur þarf að vera tvö eða þrjú mörk, því verði liðin jöfn gildir markamismunur. Og svo gæti farið að henn réði því hverjir verða íslandsmeist- arar og eins hverjir falla í 2. deild. V íkingar eru fyrir síðustu umferð með 8 mörk í plús, en Eyjamenn hafa skorað 5 mörkum fleiri en þeir hafa fengið á sig. Þar munar þremur mörkum og það kemur án efa til með að reynast erfitt fyrir Vestmannaeyinga að brúa það bil. Ekki síst sé hliðsjón höfð af því, að andstæðingar þeirra, lið Fram er í fallhættu og mun áreiðanlega berjast af miklum krafti til sigurs. Á ísafirði leika ÍBÍ og ÍBK. ísfirðing- ar hafa fengið 16 stig, en Keflvíkingar 14. Keflvíkingum nægir ekki annað en sigur eigi þeim að takast að forðast fall. Og vinni KA sinn Ieik og tapi ísfirðingar gæti svo farið að ÍBÍ félli. Þannig má segja að allt sé í hnút á botninum og ekki er ólíklegt að markatalan komi til með að hafa veruleg áhrif þar. KR og Valur leika og það gæti orðið skemmtilegur leikur. Valsmenn eru úr allri fallhættu og leika því ekki undir því álagi sem fylgir henni og KR-ingar eiga vissa möguleika á 2. sætinu sigri þeir. Þeim tókst í bikarkeppninni að sigra Val í fyrsta skipti í deild eða bikar í meira en 10 ár og þar með er fallin úr vegi hindrun, sem oft hefur staðið KR fyrir þrifum gegn Val. Á Kópavogsvelli leika Breiðablik og KA. Bæði lið eru í fallhættu og sigri t.d. KA er lið Breiðabliks fallið, en KA er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar. Af þessari upptalningu má sjá, að mikil spenna verður í knattspyrnunni í 1. deild um helgina og full ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna á völlinn og fylgjast með síðustu leikjum íslands- mótsins í ár. VILLA AFTUR MEÐ ■ Bikarmeisturunum ensku Totten- ham Hotspur hefur ekki gengið alltof vel það sem af er ensku deildarkeppninni í knattspymu. En í fyrrakvöld gekk dæmið heldur betur upp og þá í leik gegn Southampton. Leikið var á White Hart Lane og meðal varamanna Tottenham var Ricardo Villa Argentínumaðurinn hjá Spurs. Eftir 21. mínútu leik varð Glenn Hoddle fyrir meiðslum og var honum skipt út af og f hans stað kom Villa. Og þá tók liðið heldur betur við sér og menn skoruðu hvert markið á fætur öðru og enski landsliðsmark- vörðurinn Peter Shilton upplifði hálf- gerða martröð í markinu. Er upp var staðið var staðan 6-0 fyrir Tottenham og ekki stóð steinn yfir steini hjá Sout- hampton. Það var Villa sem átti hvað mestan þátt í bikarsigrinum gegn Mancester City vorið 1981 og hefur hann notið ! mikilla vinsælda meðal áhangenda Lundúnaliðsins eftir það. En meðan á Falklandseyjadeilunni stóð í vor gat hann ekki leikið með félagi sínu og missti þar af leiðandi af bikarúrslita- leiknum 1982 gegn OPR. Honum, eins og svo mörgum öðrum þótti hart að stjórnmál þyrftu að koma í veg fyrir að hann stundaði knattspyrnu og því hljóta flestir sannir íþróttaáhugamenn að vera sammála. Stadan ■ Við látum hér fylgja með stöðuna í 1. deild eins og hún er fyrir 18. umferðina. Oft hefur keppnin í 1. deild verið jöfn, en aldrei jafn jöfn og í ár. Víkingur . . . ÍBV ........ KR.......... Valur ...... ÍA ......... ÍBÍ......... Fram........ Breiðablik . . Keflavík . . . KA.......... 17 7 8 2 25:17 22 17 8 4 5 21:16 20 17 4 11 2 13:12 19 17 6 5 6 18:14 17 17 6 5 6 22:20 17 17 6 4 7 27:29 16 17 4 7 6 17:21 15 17 5 5 7 16:21 15 17 5 5 7 14:19 15 17 4 6 7 16:20 14 ■ Hér handsamar sænski markvörðurinn knöttinn af öryggi í einni sókn íslcnska liðsins. Tímamynd: Róbert. Stórsigur hjá sænska liðinu Svíþjóð sigraði ísland 6:0 ■ Það gekk ekki glatt hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í leik þess gegn sænska liðinu í Evrópukeppn- inni í Kópavogi í gær. Sænska liðið sigraði mjög örugglega með sex mörkum gegn engu og átti lið íslands aldrei neina möguleika gegn sterku og leikreyndu sænsku liði. ísland var í gær að leika.sinn þriðja landsleik í knattspymu kvenna, en sumar sænsku stúlknanna hafa leikið milli 30 og 40 landsleiki, þannig að mikill munur er á. Það var strax á 7. mínútu sem fyrsta markið kom og það skoraði Karin Ödlund. Næsta mark kom síðan ekki fyrr en á 24. mínútu og var Hellstrand þar á ferð. Og 6 mínútum fyrir leikhlé bættu sænsku stúlkumar síðan við sínu þriðja marki og sú var staðan í hálfleik. Áfram héldu þær sænsku svo. Á 7. mín. síðari hálfleiks skoraði Pia Sund- hage og mínútu síðar fengu þær svo vítaspymu, sem Anetta Börjesson skoraði úr af öryggi. Síðasta mark leiksins skoraðisíðan Ann Jansson er 10 mínútur vom til leiksloka. Þó að íslensku stelpurnar næðu ekki að skora fengu þær þó a.m.k. tvö góð tækifæri til að skora mörk. Þau komu bæði í síðari hálfleik. Á 12. mínútu fékk Bryndís Einarsdóttir knöttinn alein á vítateig, en sænski markvörðurinn varði. Þetta var nánast endurtekning á marktækifærinu sem Ómar Torfason fékk í landsleiknum í fyrrakvöld. Allur aðdragandi og skotið var eins. Á 30. mínútu fékk svo íslenska liðið óbeina aukaspyrnu á markteig sænska marksins og þá skaut Erla Lúðvíksdóttir yfir úr góðu færi. Þetta sænska lið var mjög gott og greinilega þrautþjálfað. íslensk kvenna- knattspyma er á byrjunarstigi og mikið vantar á að íslensk lið geti staðið upp t hárinu á erlendum. En framtíðin er okkar og verði haldið áfram að byggja kvennaknattspymuna upp eins og gert hefur verið á síðustu misserum er ekkert að óttast. Bestar í íslenska liðinu og raunar þær einu sem að einhverju leyti geta talist sambærilegar sænsku stúlkunum eru Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Rósa Valdimarsdóttir og Guðríður Guðjóns- dóttir sýndi einnig góðan leik í markinu. Leikinn dæmdi sami dómari og í fyrrakvöld, Daninn Frickmann og var dómgæsla hans óaðfinnanleg. sb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.