Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. 9 ■ Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins rxddi um stjómmála- ástandið. ■ Finnur Ingólfsson nýkjörinn formaður SUF í rxðustói á þinginu. Til hægrí við hann situr fráfarandi formaður Guðni Ágústsson. ■ Hægt var að bregða sér í sund á Húnavöllum. ekki orðið til samsvarandi aukningar í íbúðarbyggingum. 19. þing SUF telur einkum eftir- farandi umbætur nauðsynlegar: 1. Að lán frá Byggingarsjóði verka- manna að meðtöidu lífeyrissjóðs- láni umsækjanda nemi allt að 90% af byggingarkostnaði. 2. Að lán frá Byggingarsjóði ríkisins til þeirra er byggja eða kaupa í fyrsta sinn verði hækkuð verulega. Lánstími verði lengdur. 3. Að sveitarstjórnir tryggi að lóða- framboð á hverjum tíma verði nægjanlegt. Leigumarkaðurinn Ljóst er að sl. 2-3 ár hefur það reynst erfiðara fyrir fólk að fá leiguhúsnæði og fyrirsjáanlegt er að þessir erfiðleikar fara vaxandi. Meginástæður þessara erfiðleika eru að samfara aukinni eftirspurn þar sem stærstu árgangar í sögu þjóðarinnar eru að koma inn á leigumarkaði sem eftirspyrjendur hefur húsnæðisframboð einkum á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýliskjörnum út um land, dregist verulega saman, og má þar að hluta til kenna um húsaleigulögunum. Það er engin tilviljun að á sama tíma og skólar hefjast þá er vöntun á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu mest. Ein fljótvirkasta og raunhæfasta leiðin til lausnar þeim vanda er bygging námsmannaheimila, sem myndu draga úr mestu þenslunni á leigumarkaðnum. Frambúðarlausnin í þessum málum er að auka framboð á húsnæði. breiðst um landið allt og til að hafa áhrif á hugarfar alls almennings um skaðsemi neyslu fíkniefna ályktar 19. þing SUF svo: Að Æskulýðsráð ríkisins hlutist til um að haldnir verði fræðslufundir í öllum héruðum landsins. Þannig ætti foreldrum sem og öðrum uppalendum að gefast kostur á að þekkja einkenni neyslunnar svo og útlit efnanna. 3) 19. þing SUF beinir því til þing- manna flokksins að þeir beiti sér fyrir gagngerri endurskoðun á viðurlögum vegna fíkniefnamisferlis svo og fulln- ustu dóma. Telur þingið eðlilegt að höfð verði til hliðsjónar refsimörk nágranna okkar Norðmanna og Svía í þeim efnum. Auk þess bendir þingið á nauðsyn þess að rannsóknaraðiljar í fíkniefna- málum hafi lögsögu sem nær til landsins alls. Húsnæðismál Alkunna er að bygging eða kaup á eigin íbúðarhúsnæði - sér í lagi í fyrsta sinn - markar sérstakt tímabil í lífi flestra íslendinga. Æskilegt er að sem flestir eignist eigin íbúð. Slíkar framkvæmdir mega þó ekki raska öllu fjölskyldulífi þeirra sem í þær ráðast. Ekki er síður mikilsvert að fólk geti óþreytt nýtt frístundir sínar til þroskandi og fjölbreytilegra tómstunda- starfa. Á þessu umfangsmikla sviði húsnæðis- mála er úrbóta þörf. Auknar lánveiting- ar til byggingar eða kaupa á íbúðar- húsnæði eru nauðsyn. Jafnframt er brýnt að athuga hvemig húsnæðisstjórnarlánum er ráðstafað og hvemig heildarfyrirgreiðslum í formi langtímalána er háttað. Byggingar verkamannabústaða hafa stóraukist undanfarin ár. Útlán úr Byggingarsjóði ríkisins hafa dregist saman á sama tíma og útlán úr Byggingarsjóði verkamanna hafa aukist. Þetta stafar af því misræmi sem er á lánshlutfalli úr þessum tveimur sjóðum. Byggingar verkamannabústaða hafa því Stjóm SUF ■ Ný stjórn SUF var kjörin á þinginu að Húnavöllum. Finnur Ingólfsson frá Vík í Mýrdal var kjörinn formaður til tveggja ára en með honum í stjórnina voru kjörin þau: Gunnar Baldvinsson, Reykjavík Þóra Hjaltadóttir, Akureyri, Ásmundur Jónsson, Eskifirði, Helga Ólafsdóttir, Stykkishólmi, Valdimar Guðmannsson, Bakkakoti, A-Hún., Jón Kr. Kristinsson, Patreksfirði, Sigfús Bjarnason, Reykjavík Kristján Kristjánsson, Reykj aneskjördæmi, Til vara: Sigurður Jónsson, Egilsstöðum, Viggó Jörgenson, Reykjavík, Guðmundur Gils Einarsson, Ámessýslu. á vettvangi dagsins ■ Þingfulltrúar á kjördæmisþinginu Framsóknarmenn í Vestfjarðakjördæmi: Samþykktir á kjördæmisþingi ■ Samþykktir kjördæm- isþings Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi, sem haldið var að Núpi í Dýrafirði 28. og 29. ágúst 1982. Efnahagsmál 1. Kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Vest- fjarðarkjördæmi telur að alger nauðsyn beri til að dregið verði verulega úr víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds. Þingið bendir á að eðlilegt væri að hinir ýmsu starfshópar í landinu þar á meðal bændur og sjómenn fengju launahækkanir all- ir á sama tíma jafnframt því að verðbótatímabilin verði iengd. Þá telur þingið að óumdeilanlegt sé að ör verðbólga hafi í sér sjálfri fólgna umtals- verða kjaraskerðingu fyr- ir flesta starfshópa þar á meðal láglaunafólk, bændur og sjómenn og því ætti hjöðnun verð- bólgunnar að vera keppi- kefli megin þorra þjóðar- innar. Þingið álítur að undir öllum kringumstæð- um verði að koma í veg fyrir að böl atvinnuleysis- ins haldi innreið sína. Kjördæmisþingið telur að erlendar skuldir þjóð- arinnar megi alls ekki aukast frá því sem nú sé orðið enda hljóti frekari aukning þeirra að stefna efnahagslegu sjálfstæði íslendinga í hættu. Þingið telur bráðnauðsynlegt að stuðlað verði að auknum sparnaði meðal þjóðar- innar enda myndi þá draga úr einkaneyslu og viðskiptahallinn gagnvart öðrum þjóðum skjótt verða úr sögunni. í framhaldi af þessu lýsir þingið stuðningi við nýsett bráðabirgðalög um efnahagsráðstafanir og telur raunar að þær ráð- stafanir hefðu ekki mátt vægari vera. Sjávarútvegsmál 2. Kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Vest- fjarðakjördæmi álítur að nauðsynlegt sé að undir- stöðuatvinnuvegir njóti verðugs og trausts meðal allrar þjóðarinnar. Kjördæmisþingið lýsir yfir ánægju með störf sj á varút vegsráðherra Steingríms Hermanns- sonar, en bendir á nauð- syn þess að gerð verði hið fyrsta langtímaáætlun um þróun íslensks sjávar- útvegs þar sem sérstaða Vestfjarða verði höfð í huga. Fiskstofnar okkar eru nú að mestu fullnýttir og því þyrfti að stöðva veiðar erlendra skipa við landið. Þess verður að gæta vel að hvergi verði slakað á við gæðamat sjávar- afurða því að samkeppn- in á erlendum markaði er gífurlega hörð. Ljóst er að fjármagnskostnaður í sjávarútvegi er nú óhóf- lega mikill og m.a. er nauðsynlegt að lánstími verði lengdur. Kjördæm- isþingið telur að eðlilegt sé að endurnýjun fiski- skipaflotans fari fram með jöfnum og stöðugum hætti. Stuðla þarf að viðgangi innlends skipa- smíðaiðnaðar en jafn- framt þarf að keppa að því að hann verði samkeppnisfær við er- lendar skipasmíðar. Kjördæmaskipan 3. Þing kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum haldið að Núpi 28. og 29. ágúst 1982 telur að hlutfallsleg- ur fjöldi þingmanna dreifbýlisins sé síst of mikill. Þingið bendir á að staðsetning þjónustustofn ana og stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu hef- ur fært íbúum þess mikil forréttindi og áhrif til stefnumörkunar mála á frumstigi. Til að ná samkomulagi við önnur kjördæmi verði uppbótarþingsætum t.d. úthlutað eftir atkvæða- magni eingöngu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.