Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. 5 fréttir VIGDÍS TIL MINNEAPOLIS ■ í dag, föstudag, mun Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands halda til Minneapolis í sérstakri flugvél Banda- ríkjaforseta. Þar mun hún dvelja á Marquette hótelinu. Síðdegis í dag mun forseti íslands síðan flytja aðalræðuna við opnun menningarkynningarinnar Scandinavia Today þar í borg en sú athöfn fer fram í Guthrie Theater. Um kvöldið situr forsetinn síðan kvöldverðarboð í boði rektors Minne- sotaháskólans. - FRI ■ Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Tómas Karlsson, sendifulltrúi, ræðast við í móttöku til heiðurs forseta íslands. ■ Karlakórinn Fóstbræður syngur í garði sendiherrabústaðarins í Washington. VETRARSTARF SKÁTA VÍÐAST AÐ HEFJAST ■ Vetrarstarf skátafélaganna er nú víðast hvar að fara í gang. Eftir að hafa farið í tjaldútilegur og á stór og smá skátamót eða lengri ferðir inn á hálendið, þá taka þeir til við vetrarstarf- ið. Þá er unnið að uppbyggingu, skátaíþróttir æfðar, farið í dagferðir, eldri skátar fara í helgarferðir í skála, skíðaferðir og á fundum eru kenndir hnútar, og allt þetta hefðbundna, sem tilheyrir skátastarfi. í sumar hafa 2 íslenskir skátahópar farið erlendis. 18 skátar víðsvegar af. landinu fóru á skátamót í Luxembourg. Meðal þeirra skáta, sem tóku á móti þeim, voru nokkrir íslendingar, sem eru búsettir þarna og eru skátar. Sjö manna skátahópur fór til Skotlands á mót þar. Svo hafa verið haldin nokkur skátamót hérna heima. Það sem vakti sennilega mesta athygli var afmælismót Skátafé- laganna í Reykjavík, sem var haldið um Verslunarmannahelgina að Úlfljóts- vatni. Innritun nýrra félaga í skátafélögin víðsvegar um landið er mjög mismun- andi. Flest skátafélögin hengja upp auglýsingar víðs vegar um starfssvæði sitt, e.t.v. kynna þau starfið í skólunum, eða þau bara opna skátaheimilið á einhverjum ákveðnum degi. Sum félög sýna tjaldbúðastörf og trönubyggingar einhverja helgina. FRA FEYRIS SJOÐUM HVERNIG ERU VERÐBÆTUR REIKNAÐAR? SVAR: Margir eiga erfitt meö að átta sig á verö- tryggðum lánum, sérstaklega hvernig verötrygg- ingin er framkvæmd. Hér á eftir verður gerð til- raun til þess að útskýra þennan þátt með dæmi. Gefum okkur að maður hafi í apríl 1980 tekið lán til 25 ára að upphæð 3 milljónir gkr. eða sem svarar 30.000 nýkr. Lánið er verðtryggt miðað við vísitölu lánskjara, en hún var 147 á þeim tíma. í apríl 1981 voru greiddar kr. 1.200 í afborgun (30.000:25) og kr. 750 í vexti (30.000x2.5%) eða alls kr. 1.950. En nú haföi lánskjaravísitalan hækkað úr 147 í 232 eða um 57,82% (85/ 147x100). Afborgun og vextir eiga að hækka í hlutfalli við hækkun vísitölunnar og því á að greiða 57,82% verðbætur ofan á kr. 1.950 eða kr. 1.127,55. Alls átti því að greiða kr. 3.077,55. í apríl 1982 á aftur að greiða kr. 1.200 í afborgun og kr. 720 í vextir (28.800x2,5%) eða alls kr. 1.920. Nú hafði vísitalan hækkað úr 147 í 335 eða um 127,89%. Verðbæturnar verða því 127,89% af 1.920 eða kr. 2.455,51. Alls ber því að greiða kr. 4.375,51 af láninu. Eftirstöðvar láns- ins eru nú kr. 27.600 auk 127,89% verðbóta eða alls kr. 62.897,64. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA LANDSSAMBAND LÍFEYRISSJÓÐA Kaupmenn—kaupfélög. Heildsölubirgðir fyrir- liggjandi: Riflar, haglabyssur, skotfæri, byssu- pokar, byssuólar og -festingar, hreinsisett, heyrnarhlífar og kíkjar. Sími 24020 Harrington & Richardson, Mossberg, Winchester, Weaver, Weather Shield. I.GUÐMUNDSSON & CO. HF VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.