Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kópavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag / as ——abriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmT^o V f- ?■ Ht ■ : ,‘Z'r / .„.8ms:- * ff . „Island hefur mjög sérstök áhrif á mig,“ segir Max Schmid Tímamynd - EUa Ljósmyndir frá Islandi og fleiri löndum í Listmunahúsinu ,jU)GAÐ ABAKVIB VÉLINA SEM SKIPTIR MESTU MAli segir svissneski ■ „Fyrir þann sem þekkir Max Schmid, spegla myndirnar fyrst og fremst karakter hans sjálfs. f öllu sínu látleysi eru þær sterkar og ákveðnar, hið ríka myndskyn, örugga handbragð og lotningin fyrir dásemdum náttúrunnar fara ekki fram hjá neinum. Stærsti sjóðurinn er tíðum fólginn í því smæsta, - yfir það sést okkur æði oft.“ Þessi voru niðurlagsorð Haraldar J. Hamar í kynningu á Ijósmyndaranum Max Schmid, sem sýnir nú Ijósmyndir sínar, héðan frá íslandi og víðar í Listmuna- húsinu, og eftir að hafa litið inn á sýninguna telur blaðamaður Tímans að óhætt sé að taka undir hvert orð Haraldar. Á sýningunni hittu Tímamenn Max Schmid og tóku hann tali. - Nú hefur þú komið hingað mjög oft undanfarin 14 ár - hvað er það scm dregur þig hingað æ ofan í æ? dropar Ijósmyndarinn Max Schmid „Það er jú sagt að það sé mjög fallegt í heimalandi mínu, Sviss, en fegurðin þar er öðruvísi en hér. Það er ekki hægt að bera saman fegurð þessara landa, því hún er af svo ólíkum toga spunnin. Annað sem dregur mig hingað aftur og aftur er óbyggðin. 1 Sviss getur þú ekki fundið jafnósnortna náttúru og hér á landi, því þegar þú kemur upp á fjallstind í Sviss, þá sérð þú yfirleitt veitingastað eða endastöð fyrir kláfana. Þetta eru að vísu svolitlar ýkjur, en eitthvað í þessa veru upplifi ég náttúruna í mínu heimalandi. ísland á hinn bóginn hefur mjög sérstæð áhrif á mig. Hér er það ekki bara ósnert náttúran sem heillar mig, heldur form, iitir, birta og fleira, sem er mér afar mikilvægt þegar ég byggi upp abstrakt mvndir." - Nú hefur þú myndað um land allt, og reyndar um heim allan - áttu þér eitthvert uppáhaldssvæði til þess að Ijósmynda á, hér á landi? „f augnablikinu er Torfajökulssvæðið minn uppáhaldsstaður. Þar er landslagið mjög sérstakt, bæði í litum og formi. Þar eru í raun stórkostlegar andstæður, þannig að ég fæ það ávallt á tilfinninguna þegar ég er þar, að ég hafi uppgötvað eitthvað nýtt.“ - Hefur þú sýnt Ijósmyndir þínar áður hér á tandi? „Nei, þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni á íslandi, en ég hef haldið nokkrar sýningar í Sviss og Þýskalandi." - Vinnur þú myndimar sjálfur? „Nei, ég er með vinnustofu í Zurich og myndirnar eru unnar þar í samræmi við óskir mínar og fyrirmæli." - Hvernig hefur aðsóknin verið á sýninguna hjá þér hérna? „Hún hefur bara verið góð. Annars fer það svolítið eftir veðri hve mikið kemur af fólki. Mér fínnst það svolítið merkilegt að hér sem annarsstaðar, þar sem ég sýni, þá er ég svo oft spurður að því hvaða myndavél ég noti. Þetta atriði finnst mér vera algjört aukaatriði, því það sem skiptir máli er augað á bak við myndavélina, og tilfinningarnar í brjósti þess sem myndina tekur. Númer tvö getur tæknin svo komið, en myndavél- artegundin ekki fyrr en númer þrjú.“ - Blaðamaður sem hafði verið kominn á fremsta hlunn með að spyrja Max um myndavélartegundina brosir skilnings- ríku brosi og kokgleypir spuminguna. Sýning Max Schmid á 74 gullfalleg- um litmyndum af landslagi, formi og litum stendur til 26. þessa mánaðar og er opin daglega frá kl. 10 til 18, en um helgar frá kl. 14 til 22. - AB FÖSTUDAGUR 10. SEPT.1982. fréttir ■ Þorskafli landsmanna t' síðasta mánuði varð tæp 33 þús. tonn. Þótt aðeins hafi orðið hér á umskipti frá því sem verið hefur fyrr á þessu ári, þá segja þau lítið til sín þegar litið er á heildarþorskfiskaflann á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þorskfisk- aflinn á þessu ári er enn rúmum 80 þús. tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er að segja þegar litið er á heildarfisk- afla landsmanna, hvort sem saman er borinn ágúst á þessu ári og sama tímabil síðasta árs, eða heildarafl- inn fyrstu átta mánuði ársins og jafnlengd síðasta árs. Heildarfiskaflinn er nú 235 þús. tonnum minni en á sama tíma í fyrra. - Kás. Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar 7 f eftirtalin hverfi: Hafnarfjörður Hverfisgata Austurgata Gunnarssund Tjarnarbraut Hafnarfjörður Sími: 53703 ÍWttW Sími: 86300 Misskiln- ingur Þjóðviljans? ■ Þjóðviljinn er scrstakur á sinn hátt. Ef citthvað er í fréttum sem beint eða óbeint tengist Keflavík- urflugvclli þá er eins og kíkinum sé alltaf brugðið fyrir blinda augað, og siðan stflfært með „Þjóðvilja-gleraugunum" góðu eftir því sem best hentar, burt séð frá hverjar staðreyndimar eru í það og það sinnið. Þjóðviljinn greindi að sjálf- sögðu frá þvi í gær að Alþýðu- bandalagið hefði beitt neitunar- valdi sínu þegar tekin var afstaða til þess í rikisstjórninni hvort ný flugstöð yrði byggð samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Aðalmálið í Þjóðviljanum var þó að svoköll- uðu „hagsmunafé" hefði verið hafnað, sem er það fé sem Bandaríkjastjórn hefur boðist til að leggja til byggingar flugstöðvar- innar. Staðreyndin er sú að neitunar- valdinu var bcitt, en hins vegar ætlar utanríkLsráðherra með full- tingi framsóknar- og sjálfstæðis- manna í ríkisstjóm að gera allt hvað hann getur til að fá Bandaríkjamenn til að framlengja heimildina um fjárframlög til byggingar flugstöðvarinnar. Um þetta atriði hafa Alþýðubanda- lagsmenn ekkert ncitunarvald. hvað svo sem „Þjóðviljagler- augun“ segja. Af bólförum Breiðhylt- inga og öfuguggum ■ „Um nokkurt skeið máttum við hjónin vart leggjast í rekkju án þess að þmsk hcyrðist fyrir utan. Greinilcgt var að einhver öfuguggi njósnaði um bólfarir okkar hjóna. Við losnuðum við þetta í eitt skipti fyrir öll með því að maðurinn minn hljóp á eftir öfugugganum og lumbraði á honum.“ ..Svo mælist húsmóður einni úr Brciðholtinu á lesendasíðu DV í gær. Hvort sem bréflð er uppdiktað á rítstjóminni rít- stjórnarmönnum og lesendum til ánægju, eða hitt að húsmóðirin eigi sér einhverja stoð í raunvera- leikanum, þá er bréflð bráð- smellið og raunir þeirra hjóna- kornanna síður en svo á enda, og því rétt að grípa aftur niður í það. Þegar hér er komið sögu sitja hjónin úti á svölum sínum og hugur þeirra er fanginn af ber- strípuðum manni í glugga- tjaldalausri íbúð beint á móti. „Eg greip kíkinn og rannsakaði mann- inn frá hvirfli til ilja og gaf manninum mínum grcinargóða lýsingu á útliti hans. Hann ætlaði að sima lýsinguna samstundis til lögreglunnar. En hugsið ykkur! Okkur var sagt að lögreglan gæti ekkert gert gegn sjálfssýningum nakinna manna. Ekki mætti trafla friðhelgi einkalífs þeirra. Maður- inn færðist allur í aukana, fór út á svalir með söngbók í hönd og kyrjaði hástöfum þjóðleg lög Ijótri röddu. Þótti okkur það verst við allt saman að heyra nakinn mann syngja þjóðlög fullum hálsi. Þvflík vanvirðing!“ Krummi ... KRUMMI... sá aðalfyrirsögn DV í gær „Sambandið er gott“ það er ég viss um að SÍS mönnum hefur hlýnað um hjartarætumar þegar þeir lásu þetta. ■Htai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.