Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. Islensk frædi sé adalnámsgreinin ■ Rannveig Jónsdótt- ir er innfæddur Reyk- víkingur. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þórunn Guðmundsdóttir og Jón Kristófersson, skipstjóri, sem ættaður var úr Skafta fellssýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá M.R. 1955 og B.A. prófi með kennsliiréttindum frá Há- skóla íslands vorið 1959, með ensku sem aðalgrein. Að námi loknu vann Rannveig við kennslu í tvö ár en var síðan heima að mestu næstu níu árin að sinna búi og börnum. 1970 byrjaði hún svo að kenna við Framhalds- deildirnar við Lindargötu sem síðar voru fluttar í Ármúlaskóla. Hún fékk leyfi frá kennslu í tvö ár og lauk cand. mag. prófi í ensku vorið 1980. Rannveig var einn af stofnendum Rauðsokka- hreyfingarinnar og hefur starfað talsvert að jafn- réttismálum. Hún er gift og á þrjú börn, 16 ára dóttur og tvo syni, 18 og 20 ára. Miðvikudagurínn 1. september: Haustannir byrja Ég vakna um sjöleytið, áður en klukkan hringir. Á ekki að vera komin til vinnu fyrr en klukkan níu svo ég hef nægan tíma. Fer í bað og lít í Moggann, hin blöðin eru aldrei komin svona árla morguns. Úti er glampandi sólskin. Dagurinn leggst vel í mig. Meðan ég drekk morgunkaffið nýt ég kyrrðarinnar og útsýnisins úr eldhús- glugganum mínum. Héðan er hið fegursta útsýni yfir sundin blá og fjöllin okkar Reykvtkinga, Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan blasa við í allri sinni tign. Stundum gleymi ég mér alveg hérna við gluggann, einkanlega á vorin, þegar kvöldsólin slær gullnum roða á alla þessa bláu fegurð. Það er svona rólegt þennan morguninn vegna þess að unglingarnir á heimilinu mega sofa út í dag. Verkefni dagsins framundan eru deildarstjórafundur klukkan nfu, kennarafundur klukkan eitt, síðan vinna við undirbúning skólastarfsins og hamingjan má vita hvað annað kann að falla til. Ég verð samferða eiginmanninum í skólann. Hann þarf að vera mættur til vinnu á sama tíma og hefur lengra að fara. í Fjölbrautaskólanum við Ármúla heilsast kollegarnir með virktum og spyrja tíðinda. Það er gaman að hittast aftur eftir sumarið. Einn kennarinn er í sérstöku hátíðaskapi og óskar öllum til hamingju með daginn. Kaffikonan okkar er búin að hella á könnuna, en á kennarastofunni er kaffið næstum jafn ómissandi og andrúmsloftið. Skólastjórinn setur fund stundvís- lega klukkan níu. Deildarstjórar hafa umsjón með kennslu og námsefni í einstökum greinum. Þetta er seinna árið mitt sem deildarstjóri í ensku, en það er yfirlýst stefna í þessum skóla að láta deildarstjórastöðurnar „rótera" ef mögulegt er, þ.e.a.s. fastráðnir kennarar með full réttindi í við- komandi grein taki við deildarstjórn- inni hver af öðrum á tveggja ára fresti. Þetta fyrirkomulag hefur ótvíræða kosti. Rætt er um frágang bókalista, gerð námsáætlana, viðtalstíma deildar- stjóra, kynningu nýnema og margt fleira er á dagskrá. Enn einu sinni kemur þurrkurinn og loftleysið í skólahúsinu til umræðu. Ástæðan er sú að ekki er mögulegt að opna nema mjóar rifur á hinum geysistóru gluggum. Kunnugir segja mér að þetta mál hafi verið á dagskrá á hverju ári frá því skólinn var byggður. Síðan eru liðnir nærri tveir tugir ára og enn hafa engar úrbætur fengist. Eins og nærri má geta hugsum við til arkitektanna með litlu þakklæti. Við sem kenndum áður í Lindargötu- skóla hugsum með söknuði til gamla góða timburhússins þar sem loftið var gott. Fundinum lýkur eftir rúman klukku- tíma. Ég fer heim í strætó. Hef samband við Bókabúð máls og menningar, þar sem bækurnar eru pantaðar fyrir okkur og við njótum ágætrar fyrir- greiðslu. Lýk síðan við að ganga frá listanum yftr enskubækurnar. Eftir að ég byrja að vinna verður hver og einn á heimilinu að fá sér sjálfur að borða í hádeginu. Við borðum saman heitan mat á kvöldin. Samkennari minn og nágrannakona býður mér far upp í skóla. Á kennarafundinum klukkan eitt hafa mörg ný andlit bætst við frá því í fyrra. Við erum rúmlega sextíu. Kennsla hefst ekki fyrr en á mánudag. Byrjun skólastarfsins fylgir alltaf viss eftir- vænting. Eins konar sambland til- hlökkunar og kvíða. Tilhlökkunar að takast á við ný og spennandi verkefni og kvíða vegna vinnuálagsins, sem hellist yfir mann, undirbúning kennsl- unnar og leiðréttingar á kvöldin og um helgar. - Á morgun kemur holskeflan yfir okkur, segir skólastjórinn. Þá eigum við von á 770 nemendum sem þurfa að fá stundatöflur, bókalista og fleira gott veganesti. Stundatöflumar 770 eru allar einstaklingsbundnar. Allt er þetta unnið í tölvu, ómetanlegur vinnusparnaður. Eftir kennarafundinn ræða ensku- kennararnir saman. Við erum vön að vinna saman og erum fljót að skipta með okkur verkum. Fjórar okkar vorum saman í viku í sumar á ágætu enskukennaranámskeiði sem haldið var austur á Flúðum og erum því uppfullar af góðum hugmyndum. Enskan hefur meðbyr í skólunum - allir vilja kunna ensku þótt menn leggi misjafnlega mikið á sig til þess að ná því marki. Á heimleiðinni er komið við í Vörumarkaðnum. Hvenær þekkir maður mann? Síminn hringir um leið og ég geng inn úr dyrunum heima hjá mér klukkan hálf fjögur. Sigríður ritari í M.K. kynnir sig. -Ingólfurer í símanum, segirhún. Það hlýtur að vera skelfilega mikið að gera fyrst maðurinn biður ritarann að hringja fyrir sig. Ég man ekki eftir að það hafi gerst áður. - Sæl Rannveig. Þetta er Ingólfur Þorkelsson, segir hann glaðbeittur. Nú þyrmir yfir mig, ernvið hverju getur maður ekki búist á þessum síðustu streitutímum. - Sæll og blessaður, segi ég og læt sem ekkert sé. - Ég býð þér í kaffi með kennurunum á morgun, segir hann þá. Þetta finnst mér nú fallega boðið. Það hlýtur að vera eitthvert sérstakt tilefni. - Það væri gaman, segi ég, klukkan hvað er þetta kaffi? - Klukkan fjórtán fjörutíu, segir hann. - Já, en ég á að taka á móti nemendunum klukkan eitt og svo er fundur klukkan tvö, en kannski get ég breytt fundartímanum ef þér finnst þetta skipta einhverju máli, segi ég eins og góður skáti. - Og þú ætlar að flytja ávarp, er það ekki? segir hann. - Heyrðu góði, um hvað er þú eiginlega að tala? segi ég og trúi varla mínum eigin eyrum. - Nú hvað, ert þú ekki Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs? segir hann og um leið rennur upp fyrir honum ljós. Við hlæjum dátt að þessu. Við höfum nefnilega ekki verið gift nema í 22 ár. Áhugavert starf Þegar ég er búin að jafna mig eftir símtalið fer ég að undirbúa skólastarf- ið. Ég vil nota tækifærið og vinna meðan hugmyndimar skjóta upp kollinum. Stundum er ég alveg þurrausin og dettur ekkert í hug. Þá er gott að eiga eitthvað í pokahorninu. Enda þótt það hafi verið hlutskipti mitt um árabil aðkenna ensku þá tel ég að íslenska og íslandssaga eigi að vera aðalnámsgrein í íslenskum skólum, allt frá leikskóla upp í háskóla. í enskunni höfum við ekki aðeins áhuga á að kenna nemendum þriðju persónu essið og að lesa, skrifa og tala málið, heldur viljum við ekki síður reyna að hjálpa nemendum til auk- inar víðsýni og lífsskilnings með lestri góðra bókmennta. Nemendur mínir em yfirleitt á aldrinum 18-22 ára. Flestir hafa þeir ákveðið markmið í huga og fyrir marga er það fjárhagslega erfitt að stunda nám. Kennarastarfið er óendanlega á- hugavert en um leið ábyrgðarmikið og erfitt. Kennarinn selur tíma sinn, kunnáttu og orku, eins og aðrir launþegar en á sérstakan hátt reynir á allan persónuleikann í þessu starfi. Kennarinn verður alltaf að vera að gefa af sér, leiðbeina og hvetja nemendur til dáða. Það getur verið talsvert þrúgandi að vera kennari þegar manni finnst árangurinn af vinnunni ekki vera í neinu samræmi við erfiðið. En á- nægjan er líka mikil, t.d. þegar latur nemandi tekur sinnaskiptum og fer að stunda námið af kappi, eða þegar maður sér Ijós skilningsins allt í einu kvikna í augum nemanda og birta yfir svipnum. Þá veit maður að ekki hefur verið unnið til einskis. Hver á að vinna hús- verkin? Dóttir mín elskuleg, sem er í fríi þessa dagana, tekur að sér að sjá um kvöldmatinn. - Þú ert nú meiri kennarinn, segir hún dálítið sposk á svip og horfir á mig þar sem ég sit með nefið ofan í bókunum. - Hvað meinarðu? spyr ég. - Nú bara, segir hún, og ég held að ég viti nokkum veginn hvað hún á við. Við emm ekki enn búin að skipta með okkur verkum og húshaldið er dálítið losaralegt þessa dagana. Á haustin heldur fjölskyldan fund og skiptir með sér húsverkunum, þótt ég beri að vísu mesta ábyrgð. Við skrifum niður á blað hvað hver og einn tekur að sér að gera, svo ekkert fari nú á milli mála. Á sumrin sé ég aftur á móti að mestu ein um húshaldið og þau hin reyna ekki einu sinni að leyna því hvað þau em fegin. Ég skil þau mæta vel, því stundum, þegar mikið er að gera, þá óska ég þess í fylgsnum hjartans að ég ætti góða konu sem annaðist mig og sjálf þyrfti ég ekkert að gera nema það sem mig langaði til. Og nú er komið kvöld Eftir matinn horfum við á fréttimar í sjónvarpinu. Rætt er við ráðamenn. Gengisfelling, óðaverðbólga og 25% hækkun á mjólk og fleiri nauðsynjum. En menn virðast taka þessu öllu með jafnaðargeði, a.m.k. þeir sem ég hitti, enda em íslendingar ýmsu vanir. Fólk ypptir bara öxlum og segir: Allir vissu að eitthvað varð að gera. En einhvers staðar hlýtur að vera þröngt í búi og erfitt að láta endana ná saman. Undarlegt hvað við heyrum lítið frá láglaunafólki í fjölmiðlum. Aftur á móti skortir ekkert á ítarlegar upp- lýsingar um hvað stórfyrirtæki og auðhringar eigi bágt. Eftir fréttir held ég áfram að vinna og er að til klukkan ellefu. Þá er deginum lokið. ■ „Stundum óska ég þess í fylgsnum hjartans að ég ætti góða konu sem annaðist mig,“ segir Rannveig Jónsdóttir, sem stundar fulla kennslu á vetrum, en nostrar við heimili sitt á sumrin. (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.